Svipast um eftir ísbjörnum á Ströndum

Þyrla landhelgisgæslunnar svipast nú meðal annars um eftir ísbjörnum á …
Þyrla landhelgisgæslunnar svipast nú meðal annars um eftir ísbjörnum á Ströndum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, er nú í almennu eftirliti á Ströndum og á norðanverðum Vestfjörðum þar sem meðal annars verður svipast um eftir ísbjörnum, ásamt öðru.

Með í för eru fulltrúar frá lögreglunni á Vestfjörðum, Umhverfisstofnun og landvörður. 

Töluverður hafís hefur verið á þessu svæði síðustu daga og borga­rís­jak­inn sem stefndi inn í Húna­flóa í viku­byrj­un er nú far­inn að sjást frá veður­at­hug­un­ar­stöðinni Litlu-Ávík á Strönd­um. Hann gæti náð landi á Hornströndum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þá hefur hafísspöng verið undanfarna daga rétt norður af Hornströndum, en hún er tekin að leysast upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert