Tekinn á 141 km/klst. hraða

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifhjóls á Miklubraut við Kringluna í Reykjavík fyrir of hraðan akstur skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en hjólið mældist á 141 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er 60 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og sektaður. 

Einnig voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist undir áhrifum fimm tegunda af fíkniefnum samkvæmt fíkniefnaprófi.

Enn fremur var tilkynnt um líkamsárás í austurhluta Reykjavíkur á öðrum tímanum í nótt. Árásarmaðurinn var farinn þegar lögreglan kom á vettvang en vitað er hver hann er. Þolandinn hlaut minni háttar áverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert