Þarf ekki að panta tíma

Heilsugæslustöðin Árbæ
Heilsugæslustöðin Árbæ mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Heilsugæslan Árbæ mun í sumar halda úti opinni móttöku milli 8.30 og 11.00 og verður því óþarfi að panta tíma. Verkefnið er í tilraunaskyni til að byrja með og í ágúst verður árangur af því metinn.

„Við reynum að koma fólki að hjá heimilislæknum þess en vísum að öðrum kosti á aðra. Þetta er teymisvinna og hjúkrunarfræðingar tala við flesta sjúklinga áður en þeir fara inn,“ segir Óskar Reykdalsson, fagstjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en breytingarnar hafa mælst vel fyrir hjá starfsfólki og sjúklingum frá því að þeim var hrint í framkvæmd í síðustu viku.

Aðspurður segir Óskar að vel megi líta á nýjungina sem andsvar við sambærilegri þjónustu Heilsugæslunnar á Höfða, einkarekinnar heilsugæslustöðvar sem var opnuð síðasta sumar. „Við erum ekki að tapa mörgum sjúklingum frá því opnað var á Höfða. Í upphafi fór reyndar talsverður fjöldi með læknum sem fluttu sig en síðan þá hefur þetta staðið í stað,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert