Tillaga Miðflokksins um staðarvalsgreiningu kolfelld

Hlé hefure verið gert á störfum Alþingis.
Hlé hefure verið gert á störfum Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundum Alþingis var ekki frestað fyrr en eftir miðnætti í fyrrinótt. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær náðist samkomulag að nýju um þinglok, um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld, eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, en um miðjan dag í fyrradag virtist sem samkomulagið sem gert hafði verið hefði farið út um þúfur, þar sem Miðflokkurinn taldi sig hafa verið svikinn af stjórnarliðum.

Á þeim fundi náðist samkomulag um það að Miðflokkurinn fengi á nýjan leik þingsályktunartillögu um óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús, en tillagan var áður á dagskrá snemma á þessu ári.

Síðari umræða um þingsályktunartillögu Miðflokksins var því tekin á dagskrá í fyrrakvöld og atkvæðagreiðsla um tillöguna sem fór fram á ellefta tímanum í fyrrakvöld fór þannig að nei sögðu 43 þingmenn og já sögðu 15 þingmenn, þ.e. allir sjö þingmenn Miðflokksins, auk fimm þingmanna Pírata og þriggja þingmanna Flokks fólksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert