Yfir 70% verðmunur á matvælum

Gífurlegur verðmunur var á milli verslana í flestum vöruflokkum.
Gífurlegur verðmunur var á milli verslana í flestum vöruflokkum. Kristinn Ingvarsson

Ný verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sýnir fram á gífurlegan verðmun á hinum ýmsu vörum í öllum vöruflokkum. Verðkönnunin var framkvæmd í átta stærstu verslunum landsins samtímis.

Í rúmlega helmingi tilvika var 40% verðmunur á hæsta og lægsta verði og í tæplega fjórðungi tilvika var verðmunurinn yfir 70%. Í 35 tilvikum af 100 var verslunin Iceland með hæsta verðið, en Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 63 tilvikum af 100. Samkvæmt könnuninni var Hagkaup sú verslun sem var næst oftast með hæsta verðið eða í 21 tilviki af 100.

Ef verðmunur Iceland og Bónus er skoðaður má sjá að í sumum tilvika er verðlagning Iceland meira en helmingi hærri en hjá Bónus. Sem dæmi má taka banana sem kosta 399 krónur kílóið í Iceland en 179 krónur kílóið í Bónus. Þarna er um að ræða 123% verðmun á milli verslana.

Í könnuninni var hilluverð á 100 vörum skráð niður og samanburður gerður á verði en ekkert mat var lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana. Þær verslanir sem kannaðar voru eru: Bónus Hafnarfirði, Nettó Granda, Krónan Hafnarfirði, Hagkaup í Spönginni, Iceland í Glæsibæ, Fjarðarkaup, Costco og Kjörbúðin Sandgerði.

Skoða má niðurstöður könnunarinnar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert