Enginn gosórói enn

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/RAX

„Það er enginn gosórói eins og er,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, þegar Morgunblaðið náði af henni tali í gærkvöldi.

„Það er ekkert nýtt síðan fréttatilkynning var send út,“ sagði Bryndís en um fjögurleytið í gær sendi Veðurstofan frá sér tilkynningu þess efnis að tveir stórir skjálftar hefðu mælst í Bárðarbungu í norðanverðum Vatnajökli en sá seinni, sem varð klukkan 15:05, mældist 4,9 að stærð.

Bryndís sagði að skjálfti hefði mælst um fimmleytið sem var 3 að stærð. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Rúm þrjú ár eru síðan eldgosi lauk við Bárðarbungu en síðast hófst gos þar í september 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert