Umferðarlagabrotum fjölgaði um 61%

Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári margra ökumanna …
Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári margra ökumanna í maí. Ómar Óskarsson

Umferðarlagabrotum fjölgar mjög mikið milli mánaða, en þau voru 4.761 í maímánuði samanborið við 2.849 í apríl. Þetta kemur fram í útgefinni afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Umferðarlagabrotum fjölgaði því um 2.028 milli mánaða eða um 67%.

Fjöldi umferðarlagabrota hefur aukist að undanförnu og er tölfræðin að hraðamyndavélum undaskildum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að ef þau brot væru inni í tölfræðinni væri fjöldinn mun meiri, enda um þúsundir brota að ræða.

Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Hann segir skýringu þessarar miklu aukningar vera annars vegar nýja reglugerð um sektir og viðurlög fyrir umferðarlagabrot sem tók gildi í maí og hins vegar sérstakt átak deildarinnar gegn farsímanotkun ökumanna.

Samkvæmt Ómari voru einnig margir teknir á nagladekkjum. Deildin hafði frestað aðgerðum í því samhengi eitthvað vegna veðurfarsins, en engu að síður voru margir gripnir á nagladekkjum eftir að ástand vega hafði batnað.

Aðstoðaryfirlögregluþjónninn tekur sérstaklega fram að „ef menn vilja losna við sekt þá er best að aka eftir lögum“.

Uppfærsla 18.06.18

Hér sagði upphaflega að umferðarlagabrot voru 3.856 í maímánuði samanborið við 1.648 í apríl. Þetta kemur fram í útgefinni afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að mistök hafi átt sér stað við úrvinnslu gagna embættisins og hefur fréttin verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert