Vel gengur hjá bridslandsliðum Íslands

Landslið Íslands í brids hafa staðið sig vel það sem …
Landslið Íslands í brids hafa staðið sig vel það sem af er.

Íslenska karlalandsliðið í brids er í 5. sæti af 33 þjóðum nú þegar sjö umferðum er lokið á Evrópumótinu sem haldið er í Oostende í Belgíu.

Mótinu lýkur á morgun, en átta efstu þjóðirnar öðlast þátttökurétt í heimsmeistaramótinu, oft nefnt baráttan um Bermúdaskálina, sem Íslendingar hrepptu árið 1991, sællar minningar.

Auk karlalandsliðsins er kvennalandsliðið einnig að keppa í Belgíu, var í 20. sæti þegar átta umferðir voru eftir. Eldri bridsarar eru í 11. sæti þegar sjö umferðum er ólokið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert