800 manns í sendiráðinu í Berlín

Stemningin var frábær í sendiráðinu eins og sjá má.
Stemningin var frábær í sendiráðinu eins og sjá má. Ljósmynd/Kasper Jensen

„Þetta var ótrúlegt,“ segir Martin Eyjólfsson, sendiherra í Þýskalandi, en 800 manns mættu á sameiginlegt stuðningssvæði sendiráða Íslands og Danmerkur til að horfa á leik Íslands og Argentínu.

„Hér voru tvö til þrjú hundruð Íslendingar, um hundrað Danir og á milli fjögur og fimm hundruð Þjóðverjar,“ segir Martin en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er áhugi Þjóðverja á íslenska liðinu gríðarlegur. 77 prósent Þjóðverja styðja Ísland sem lið númer tvö í keppninni.

Ljósmynd/Kasper Jensen

„Við áttum von á 500 manns og þurftum að vísa fólki frá, en sem betur fer ekki mörgum,“ segir Martin og bætir við að stemningin hafi verið ótrúleg.

Sendiherrann Martin Eyjólfsson ásamt öðrum fyrrverandi fótboltakappa, Ásgeiri Sigurvinssyni.
Sendiherrann Martin Eyjólfsson ásamt öðrum fyrrverandi fótboltakappa, Ásgeiri Sigurvinssyni. Ljósmynd/Kasper Jensen

Spurður hvernig staðan hafi verið þegar Argentínumönnum var dæmd vítaspyrna segir Martin að fólk hafi haldið í litla von á því augnabliki, en markvörslu Hannesar hafi verið fagnað líkt og sigurmarki.

Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
Ljósmynd/Kasper Jensen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert