Baldur siglir ekki vegna bilunar

Breiðafjarðarferjan Baldur sést hér við höfnina í Stykkishólmi.
Breiðafjarðarferjan Baldur sést hér við höfnina í Stykkishólmi. Ljósmynd/Sæferðir

Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær. Unnið var að viðgerð í nótt en nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að sigla í dag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sæferðum.

Þar segir enn fremur, að það sé til skoðunar að sigla á farþegabátnum Særúnu út í Flatey eftir að áætlun hennar lýkur.

Nánari upplýsingar síðar í dag, vinsamlegast fylgist með Facebook-síðu Sæferða eða á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert