Ekki öllu lokað á meðan á leik stendur

Íslenska karlalandsliðið í fötum frá Herragarðinum.
Íslenska karlalandsliðið í fötum frá Herragarðinum. mbl.is/Eggert

Nokkuð virðist vera um að fyrirtæki og verslanir loki á meðan leikur Íslands og Argentínu fer fram á HM í Rússlandi í dag, en það er ekki þannig alls staðar. Opið verður til að mynda í Herragarðinum, sem klæddi landsliðið fyrir heimsmeistaramótið.

„Þrátt fyrir að Herragarðurinn styðji landsliðið heils hugar þá gerum við okkur grein fyrir því að einhverjir vilji nota tækifærið þegar færri eru á ferðinni og versla sér fatnað. Þess vegna verðum við í Herragarðinum til þjónustu reiðubúnir á meðan á leikjum Íslands á HM stendur,“ segir Davíð Einarsson, markaðsstjóri Herragarðsins.

„Við munum einnig vera með stóra skjái í báðum verslunum okkar svo bæði starfsfólk og viðskiptavinir geta séð strákana okkar spila á einum stærsta íþróttaviðburði sem Ísland hefur tekið þátt í. Við drögum því ekkert úr þjónustu þrátt fyrir leiki Íslands á HM,“ segir Davíð.

Davíð var einn þriggja frá Herragarðinum sem fóru til San Fransisco og tóku mál af landsliðsmönnunum þegar þeir voru þar í æfingaferð en upp úr því hófst strangt tímabil þar sem þurfti að klára að sérsauma fötin á strákana og passa upp á að allt væri eins og það ætti að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert