Íslendingar fagna í Moskvu og Reykjavík

Sigri hrósandi Íslendingar fyrir utan Spartak leikvanginn.
Sigri hrósandi Íslendingar fyrir utan Spartak leikvanginn. mbl.is/Eggert

Íslendingar hafa svo sannarlega ástæðu til þess að fagna rækilega í kjölfar 1:1 jafnteflis í frumraun Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu gegn Argentínu í dag.

Ljósmyndari mbl.is náði þessum myndum af stuðningsmönnum Íslands fyrir utan Spartak-leikvanginn í Moskvu í dag.

mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert

Þá var fjöldi fólks einnig saman kominn á Ingólfstorgi til að fylgjast með leiknum, en þar var mörkum Íslands og markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar fagnað gríðarlega eins og sjá má af ljósmyndum fréttastofu AFP.

Fagnað við leikslok.
Fagnað við leikslok. AFP
AFP

En það var ekki aðeins fylgst með leiknum í Moskvu og í Reykjavík, heldur líka á Haítí þar sem menn þurftu ekki sérlega stóra skjái til þess að sjá mark Alfreðs Finnbogasonar eða markvörslu Hannesar.

Talsverður áhugi var fyrir leik Íslands og Argentínu á Haítí.
Talsverður áhugi var fyrir leik Íslands og Argentínu á Haítí. AFP
Skjárinn þurfti ekki að vera stór til að sjá hve …
Skjárinn þurfti ekki að vera stór til að sjá hve vel íslenska vörnin stóð sig. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert