„Fékk strax gæsahúð“

Glaðir í miðbænum. Frá vinstri; Auðunn Þór Auðunsson, og svo …
Glaðir í miðbænum. Frá vinstri; Auðunn Þór Auðunsson, og svo bræðurnir þrír, Jón Atli Jónsson, Baldvin Hermannsson og Rúnar Þór Jónsson mbl.is
„Hér eru ekki bara Íslendingar, heldur fjöldi fólks af öðru þjóðerni sem segist styðja Ísland í keppninni. Stemningin er frábær og maður fann strax gæsahúð á líkamanum þegar fjörið byrjaði,“ segir Baldvin Hermannsson, sem kominn er til Moskvu til að fylgjast með íslenska landsliðinu ásamt bræðrum sínum og vini þeirra.
Hann var í Íslendingapartíinu í nágrenni við Rauða torgið og var hinn kátasti. „Ég var líka á EM og sá til að mynda leikinn þegar við unnum Englendinga. Stemningin hér er ekki orðin orðin sú sama, enda mun færri Íslendingar hér en voru í Frakklandi. En umgjörðin hér er til fyrirmyndar og Rússarnir eru virkilega skemmtilegir gestgjafar, enda finnst mér þeir um margt líkir okkur Íslendingum,“
Baldvin er í Moskvu ásamt bræðrum sínum tveimur, Jóni Atla og Rúnari, og vini þeirra, Auðunni Þór Auðunssyni.
„Ég ætla að vera bjartsýnn fyrir leikinn, spái okkur 1-0 „vinnusigri“, og held að það verði minn maður Raggi Sig, sem skorar með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Gylfa Sig,“ sagði Baldvin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert