Góðar kveðjur frá Falklandseyjum

Leikmenn Íslands fagna jöfnunarmarki Alfreðs.
Leikmenn Íslands fagna jöfnunarmarki Alfreðs. AFP

Eðlilega fóru margir á stjá á samfélagmiðlinum Twitter eftir frækið jafntefli Íslands á móti Argentínu í fyrsta leik beggja liða á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst sem fóru á Twitter eftir leikinn í dag.

Er vetur í vændum?

Minnesota Vikings ánægðir með Hannes, sinn mann

Stoltur markaskorari

Greinilega borðað kjöt í morgunmat frá blautu barnsbeini

Mourinho sagði í samtali við Russia Today að íslensku landsliðsmennirnir hljóti að hafa borðað kjöt í morgunmat síðan þeir voru ungabörn.  Hann sagði þá í góðu formi og að þeir spiluðu fullkominn fótbolta miðað við hvernig liðið væri.

21 skot frá tveimur bestu leikmönnum heims en ekkert mark

Ryan O'Hanlon vakti athygli á því að Ronaldo hafi átt 10 skot á móti Íslandi á Evrópumótinu 2016 án þess að skora og Messi átt 11. Samtals 21 skot frá þessum leikmönnum en ekkert mark.

Kvikmyndagerðarmaðurinn í markinu

Hanif Abdurraqib sagði að Ísland væri gott lið til að halda með. Afhverju? Jú, vegna þess að Hannes Þór Halldórsson markvörður er einnig kvikmyndagerðarmaður.

Smáríkin standa saman

Twitter-aðgangurinn Falklandseyjar með rúmlega 60 þúsund fylgjendur óskaði Íslandi til hamingju með sigurinn. Í öðru tísti frá sama aðgangi kemur fram að Argentína standi sig yfirleitt ekkert sérstaklega vel á móti litlum eyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert