Guðni og Katrín fagna á Hrafnseyri

Katrín er að sjálfsögðu hæstánægð með landsliðið.
Katrín er að sjálfsögðu hæstánægð með landsliðið. mbl.is/Eggert

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhanesson, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru bæði stödd á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. 

Af Twitter-færslu Katrínar má þó gera ráð fyrir því að þau hafi bæði haft hið minnsta annað augað á leiknum, en þar birtir Katrín mynd af sér með kjötsúpu í landsliðsbol 66°Norður. Við hlið hennar situr svo Guðni forseti ásamt tveimur börnum sínum, sem eru þjóðlega klædd af tilefninu.

Í annarri færslu óskar forsætisráðherra landsliðsmönnunum og landsmönnum öllum innilega til hamingju með árangurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert