Markið í Moskvu - uppskrift sem gæti virkað

Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið leika í Moskvu og aðeins einu sinni hefur Ísland skorað í landsleik karla í knattspyrnu í borginni.

Það gerði Þórsarinn og Akureyringurinn Halldór Áskelsson fyrir 29 árum er leikið var gegn firnasterku liði Sovétríkjanna á Lenín-leikvanginum 31. maí 1989. Markið kom eftir langt innkast og Halldór er ekki frá því að sú gamla uppskrift gæti gagnast Íslendingum vel í leiknum gegn Argentínu í Moskvu í dag.

„Löngu innköstin hafa oft reynst Íslendingum vel og því ekki í dag?“ segir Halldór í samtali í Morgunblaðinu í dag. „Markið í Moskvu kom eftir langt innkast frá Óla Þórðar, sem grýtti boltanum inn fyrir vítateigshornið. Atli Eðvalds fleytti boltanum aftur fyrir sig á fjærstöngina þar sem ég og Siggi Jóns vorum. Sem betur fer náði Siggi ekki boltanum, hann féll vel fyrir mig og ég smurði hann upp í þaknetið með vinstri. Það dugði í óvænt jafntefli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert