Myndir: Ólýsanleg stemning í Rússlandi

Eftir rúmlega klukkutíma verður Ísland fámennasta land í heimi til þess að spila á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Frumraun liðsins verður ekki á móti ómerkara landsliði en liði Argentínu með Lionel Messi í fararbroddi sem er af mörgum álitinn besti knattspyrnumaður samtímans og jafnvel frá upphafi.

Meðfylgjandi myndskeið tók Bjarni Páll Jakobsson á vellinum í Moskvu.

Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson.
Bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það er hugur í íslensku stuðningsmönnunum í Moskvu.
Það er hugur í íslensku stuðningsmönnunum í Moskvu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensku stuðningsmennirnir komu saman í Zaryadye-garðinum í Moskvu í morgun og sungu þar og skemmtu sér saman. Bræðurnir Jón Jónsson og Frikki Dór tróðu meðal annars upp og Tólfan stýrði stuðningssöngvum. 

Það er léttskýjað og 22 stiga hiti í Moskvu í …
Það er léttskýjað og 22 stiga hiti í Moskvu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Söguleg stund. Ísland verður í dag smæsta þjóðin til að …
Söguleg stund. Ísland verður í dag smæsta þjóðin til að spila á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðningsmennirnir eru núna á leiðinni á völlinn þar sem leikurinn hefst eftir einn og hálfan tíma. Veðuraðstæður eru góðar í Moskvu, um 22 gráður og léttskýjað.

Tólfan fór að sjálfsögðu fyrir stuðningsmönnum Íslands.
Tólfan fór að sjálfsögðu fyrir stuðningsmönnum Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Viðmælendur mbl.is hafa sagt að það sé eitthvað alveg sérstakt …
Viðmælendur mbl.is hafa sagt að það sé eitthvað alveg sérstakt í loftinu í Rússlandi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hafið bláa hafið.
Hafið bláa hafið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hitað upp fyrir leikinn.
Hitað upp fyrir leikinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fulla ferð. Mikill fjöldi Íslendinga eru í Moskvu þar sem …
Fulla ferð. Mikill fjöldi Íslendinga eru í Moskvu þar sem leikur Íslands og Argentínu fer fram í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Plötusnúðurinn Dóra Júlía ásamt systur sinni.
Plötusnúðurinn Dóra Júlía ásamt systur sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Jón Jónsson ásamt fjölskyldunni.
Jón Jónsson ásamt fjölskyldunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Víkingaklappið er ekki gleymt frá síðasta stórmóti.
Víkingaklappið er ekki gleymt frá síðasta stórmóti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum er …
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska landsliðinu og íslensku stuðningsmönnunum er mikill. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert