Pjakkur gerir mikinn mannamun

Ærnar hlupu til Ernu og vildi allar fá klapp, en …
Ærnar hlupu til Ernu og vildi allar fá klapp, en hér er það uppáhaldið Hrafna sem fær klappið. mbl.is/Kristín Heiða

„Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að kindur væru hluti af lífinu á bernskuárum mínum hér á Eyrarbakka. Pabbi var alltaf með lítinn kindahóp, fyrst var hann með kindakofa í þorpinu en flutti hann svo hingað upp eftir árið 1982. Ég tók við kindunum hans þegar hann féll frá árið 1995. Það kviknaði í kindakofanum okkar fyrir fjórum árum og þá byggðum við nýtt stæðilegt fjárhús á sama grunni og köllum það alltaf kofann.“

Þetta segir Erna Gísladóttir þar sem hún stendur umkringd kindunum sínum í grængresinu við Háeyrarveg rétt utan við Eyrarbakka. Erna á um 20 fullorðnar kindur sem hún heldur sér til gamans og sautján báru lömbum í vor.

„Ég á ekki allar þessar kindur sem eru hér í stykkjunum, vinafólk okkar, Gummi og María, eiga hluta af þessu fé. Það er gott að vera í þessu með öðru fólki, við skiptumst á að gá að þeim og erum þá nógu mörg til að smala þeim,“ segir Erna sem er eigandi beitilandsins sem eru þrjú samliggjandi stykki, Akureyri, Akranes og Akurey.

Sjá viðtal við Ernu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert