„Síðustu 15 ár ævintýri“

Keppendur á Air Iceland Connect-meistaramótinu fá viðurkenningar og verðlaun.
Keppendur á Air Iceland Connect-meistaramótinu fá viðurkenningar og verðlaun. Ljósmynd/Hrókurinn

Gleðin var allsráðandi á Air Iceland Connect-hátíð Hróksins í Nuuk, en blásið var til 5 daga hátíðar til að fagna 15 ára starfsafmæli Hróksins á Grænlandi.

„Síðustu 15 ár hafa verið ævintýri líkust. Landnám Hróksins snerist ekki bara um skák, heldur að efla vináttu og samvinnu nágrannaþjóðanna í norðri,“ sagði Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, m.a. í ræðu sinni við hátíðahöldin.

Í tengslum við hátíðina var efnt til margvíslegra viðburða en hún var formlega sett af Vivian Motzfeldt, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, sem þakkaði Hróknum gott og gjöfult starf í gegnum árin. Þá var velferðarsjóðurinn Vinátta í verki kynntur en hann fær til umráða þær 40 milljónir sem söfnuðust eftir hamfarirnar í Uummannaq-firði.

Börnin fengu íslenskar gjafir

Á meðal þess sem var á döfinni var Air Iceland Connect-meistaramót þar sem sextán skákmenn kepptu um Íslandsferð og fleiri vinninga. Þá heimsóttu Hróksliðar grunnskóla og færðu hátt í hundrað 1. bekkingum reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanis-klúbbnum Heklu og Eimskip. Einnig var fangelsið í Nuuk heimsótt í tvígang og þar gripið í tafl á meðan tónlistin dundi. Hápunktur hátíðarinnar að sögn Hróksliða var heimsókn á barnaheimili í Nuuk, sem er fastur viðkomustaður skákfélagsins, segir í fréttatilkynningu. 

Hátt í hundrað börn í 1. bekk í Nuuk fengu …
Hátt í hundrað börn í 1. bekk í Nuuk fengu reiðhjólahjálma að gjöf frá íslenskum bakhjörlum. Ljósmynd/Hrókurinn
Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, þungt hugsi í fjöltefli í fangelsinu …
Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, þungt hugsi í fjöltefli í fangelsinu í Nuuk. Ljósmynd/Hrókurinn
Frá móttöku í sendiherrabústaðnum í Nuuk. Kristín Þorsteinsdóttir, Birkir Blær, …
Frá móttöku í sendiherrabústaðnum í Nuuk. Kristín Þorsteinsdóttir, Birkir Blær, Jóhanna Engilráð, Ann Andreassen, Jónas Margeir, Stefán Herbertsson og Skafti Jónsson. Ljósmynd/Hrókurinn
Krakkarnir af Barnaheimili Uummannaq hafa tekið virkan þátt í hátíð …
Krakkarnir af Barnaheimili Uummannaq hafa tekið virkan þátt í hátíð Hróksins í Nuuk. Ljósmynd/Hrókurinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert