Smájaki er landfastur á Gjögri

Á ljósmyndinni má sjá smájakann sem er landfastur nærri fjörunni …
Á ljósmyndinni má sjá smájakann sem er landfastur nærri fjörunni við Hákarlavog í Árneshreppi á Ströndum. Ljósmynd/Kristíanna Jessen

Lítill ísjaki er nú landfastur við Hákarlavog nærri Gjögri í Árneshreppi á Ströndum. Að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri rak stærri ísjaka yfir fjörðinn og út að Byrgisvík.

Hilmar fór svo norður í Ófeigsfjörð þar sem fjóra stóra ísjaka rak yfir flóann. Hilmar er uppalinn á Gjögri en hefur þar nú sumardvöl og stundar strandveiðar.

Hilmar segir ekki óalgengt að ísjakar rati á svæðið, en að oft líði mörg ár á milli. „Og ég tala nú ekki um að það komi svona margir jakar eins og eru að koma þarna, en það hafa komið stórir borgarísjakar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert