Þar sem pólarnir mættust

Fernanda í treyju íslenska landsliðsins og Tómas í þeirri argentínsku. …
Fernanda í treyju íslenska landsliðsins og Tómas í þeirri argentínsku. Gagnkvæm virðing er borin fyrir andstæðingnum og treyjuskiptin eru leið til að takast á við stöðuna.

Allt er með ró og spekt á heimili íslenska hafréttardómarans og argentínska diplómatsins í Buenos Aires. Óneitanlega er þó mikil eftirvænting í loftinu fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í dag.

Þau Tómas H. Heiðar og eiginkona hans, Fernanda Millicay, hyggjast horfa á leikinn á risaskjá á torgi í hjarta borgarinnar sem kennt er við San Martin, frelsishetju Argentínu. „Afstaða okkar til leiksins mótast auðvitað af því að við erum bæði mjög stolt af okkar þjóðum og hjörtu okkar munu slá með þeim,“ segir Tómas.

„Á hinn bóginn hef ég tekið ástfóstri við Argentínu, bæði höfuðborgina og ekki síður hina fjölbreyttu hluta landsins. Fernanda elskar allt sem íslenskt er; lopapeysur, flatkökur með hangikjöti, malt og appelsín, þorskalifur, íslenska náttúru og kaffihúsið Mokka, og hefur lært íslensku hér í Buenos Aires. Það mun auðvelda okkur að takast á við úrslit leiksins, hver sem þau verða.“ Fernanda er diplómat í argentínska utanríkisráðuneytinu en Tómas er dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg og ferðast reglulega til Hamborgar og Íslands.

Sjá samtal við Tómas H. Heiðar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert