Víða vætusamt á þjóðhátíðardegi

Veðurspá klukkan 12 á hádegi á morgun.
Veðurspá klukkan 12 á hádegi á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga á morgun má búast við sæmilegu vorveðri víðast hvar um landið samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Frekar hægri austlægri átt er spáð víðast hvar um landið, og skúrum, einkum sunnanlands.

„Það gæti jafnvel orðið bjart fyrir norðan fyrri hluta dags, en síðan byrjar að rigna þar líka,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir. Samkvæmt henni mun bæta í vind suðaustanlands þegar líður á daginn og í Öræfum gæti orðið strekkingsvindur annað kvöld.

Á höfuðborgarsvæðinu má búast við hægri austlægri átt og einhverjum smáskúrum, einum síðdegis. Hiti verður 10 til 12 stig.

Nánar á veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert