591 brautskráður frá HR

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 591 nemanda við hátíðlega athöfn í …
Háskólinn í Reykjavík brautskráði 591 nemanda við hátíðlega athöfn í Hörpu. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 591 nemanda við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Alls voru 390 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 199 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu. Í útskriftarhópnum voru 271 konur og 320 karlar.

Flestir luku námi frá frá tækni- og verkfræðideild háskólans, eða 214 nemendur, þar af 79 með meistaragráðu. Frá viðskiptadeild háskólans útskrifuðust 211 nemendur, þar af 95 með meistaragráðu. Tölvunarfræðideild útskrifaði 120 nemendur, þar af 7 með meistaragráðu og tvo með doktorsgráðu. Lagadeild útskrifaði 46 nemendur, þar af 18 með meistaragráðu.

Védís Hervör Árnadóttir, samskipta- og miðlunarstjóri Viðskiptaráðs Íslands, veitti verðlaun VÍ fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi. Þau hlutu að þessu sinni: Hjalti Jón Guðmundsson BA í lögfræði, Sigurður Davíð Stefánsson BSc í rekstrarverkfræði, Andrea Björnsdóttir BSc í viðskiptafræði og Hanna Ragnarsdóttir BSc í tölvunarfræði.

Hægt er að horfa á upptöku frá brautskráningunni á vef HR. 

Útskrifarhópurinn í tölum:

Viðskiptadeild 211

Grunnnám 116, meistaranám 95. Konur 121, karlar 90.

Tækni- og verkfræðideild 214

Grunnnám 135, meistaranám 79. Konur 89, karlar 125.

Lagadeild 46

Grunnnám 28, meistaranám 18. Konur 28, karlar 18.

Tölvunarfræði 120

Grunnnám 111, meistaranám 7, doktorsnám 2. Konur 33, karlar 87.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert