Hjólreiðafólk sé meðvitað um blinda svæðið

Ljósmynd/Styrmir Kári

Mikil hætta hefur skapast við Klettagarða og Vatnagarða að undanförnu vegna aukinnar hjólreiðaumferðar. Þetta segir Haukur Jón Friðbertsson, vörubílstjóri, sem segist verða var við mikla hjólaumferð á vinnusvæðinu. Þar séu hann og fleiri vörubílstjórar í þungaflutningum og með því skapist mikil hætta fyrir hjólreiðafólk, sem hjóli reglulega á vinnusvæðinu utan hjólreiðastíga. Vörubílstjórar hafi auk þess svokallaðan „blindan punkt“ hægra megin við flutningabifreiðarnar sem geri þeim erfitt að sjá ef hjólreiðamenn reyni að taka fram úr bifreiðunum.

Hefur áhyggjur af hættunni

„Það líður ekki sá dagur sem við sjáum ekki fullt af hjólreiðamönnum, eða nánast klukkutími,“ segir Haukur sem hefur áhyggjur af þeirri hættu sem skapast af samgangi hjólreiðafólks og þungaflutningabifreiða. „Við reynum að virða hvert annað eins og við getum, en þetta er mjög óþægilegt því við erum með þennan blinda punkt hægra megin við flutningabifreiðarnar þar sem við sjáum ekki hjólin og hjólreiðafólkið reynir að komast fram úr okkur þar.“

Haukur segist sjálfur hafa lent í því að hafa naumlega getað stoppað fyrir hjólreiðamanni sem reyndi að taka fram úr flutningabíl sem hann stýrði og einnig hafi hann orðið vitni af öðrum tilvikum þar sem litu hafi munað að illa færi þegar hjólreiðafólk fór af gangstígum og út á umferðargötur á miklum hraða.

Haukur Jón Friðbertsson.
Haukur Jón Friðbertsson. Ljósmynd/Aðsend

Blindi punkturinn hættulegur

„Fólk þarf að átta sig á því að stærstu og þyngstu bílar landsins eru þarna. Flutningabílarnir geta verið um 26 tonn að þyngd,“ segir Haukur. Hann bætir við að það þurfi að brýna fyrir hjólreiðafólki blinda svæðið í námunda við flutningabifreiðar, þ.e. að taka ekki fram úr flutningabifreið hægra megin við hana, vegna hættunnar sem það skapar. Hann segist hafa rætt við bifhjólafólk sem kannist við blinda punktinn og reyni að forðast að koma vörubílstjórum að óvörum með því að taka fram úr þeim hægra megin.

Hann segist vilja benda á að aðstæður til hjólreiða séu hættulegar á flutningasvæðinu en segir að þrátt fyrir það sé algengt að hjólreiðafólk sé þar á ferli á götunni og stefni því sjálfum sér og öðrum í hættu með því að keyra í gegn um eitt mesta iðnaðar og þungaflutningasvæði borgarinnar.

Vilja ala hjólreiðafólk rétt upp

María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðaþjálfari, segist sammála Hauki Jóni varðandi hættulegar aðstæður til hjólreiða í þessu tiltekna hverfi. Leiðin um iðnaðarhverfið hafi verið hluti af svokölluðum Reykjavíkurhring en hún sneiði nú hjá svæðinu með sína hjólreiðahópa. Námskeið Maríu Agnar hafa m.a. það markmið að gera hjólreiðafólk öruggara. „Við viljum ala fólk rétt upp í þessu,“ segir María Ögn. Þá segist hún oft sjá fólk hjóla á stöðum þar sem hjólreiðafólk ætti alls ekki að vera og oftar en ekki sé það þekkingarleysi á hjólaleiðum sem valdi því.

 „Við hjólum á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og reynum að sýna fólki réttar leiðir. Þetta er nokkurs konar umhverfisfræðsla,“ segir María Ögn. „Hjólreiðafólk þarf að sýna ábyrgð og velja stígaleiðir sem hægt er að fara frekar en að fara inn í svona aðstæður.“

María Ögn Guðmundsdóttir hjólreiðaþjálfari segir hjólreiðafólk þurfa að sýna ábyrgð.
María Ögn Guðmundsdóttir hjólreiðaþjálfari segir hjólreiðafólk þurfa að sýna ábyrgð. mbl.is/Árni Sæberg

Landrými til staðar fyrir hjólreiðastíga

Varðandi „blinda punktinn“ sem Haukur minnist á segir María að margt hjólreiðafólk sem komi nýtt inn í hjólreiðaíþróttina kynni sér ekki umhverfi sitt. „Það er mikið þekkingarleysi til staðar, einnig varðandi það að meta hvernig er að keyra á stórum bíl. Það er eflaust fólk sem áttar sig ekki á því hvað hjólreiðamaðurinn er lítill miðað við svona stóra trukka.“

Á vefnum hjólreiðar.is er að finna leiðbeiningar fyrir hjólreiðafólk um hvernig skuli haga hjólreiðum í námunda við löng ökutæki, en þar segir:

Blind svæði þar sem ökumenn sjá ekki til eru stærri í löngum ökutækjum en fólksbílum eða litlum sendibílum. Ef hjólað er á blinda svæðinu sér bílstjórinn ekki hjólreiðamanninn og hjólreiðamaðurinn sér ekki fram fyrir sig. Ef hjólreiðamaður sér ekki hliðarspegil ökutækisins fyrir framan sig sér ökumaðurinn hann ekki heldur. Hjólreiðamaður ætti að halda sig þar sem hann sést í hliðarspeglinum eða í öruggri fjarlægð fyrir aftan.

Aldrei á að fara hægra megin fram úr löngu ökutæki nema maður sé alveg viss um að það beygji ekki meðan tekið er fram úr því, ekki einu sinni á hjólarein.

María Ögn bætir við það myndi bæta umhverfi hjólreiðafólks á þessum slóðum til muna ef Reykjavíkurborg myndi leggja hjólreiðastíg meðfram allri Sæbrautinni. „Það er landrými til staðar, það er bara ljótt gras þarna. Þá þyrfti fólk ekki að fara yfir Sæbrautina og inn í hverfi þar sem engir hjólreiðastígar eru og þaðan aftur út á Sæbraut,“ segir María Ögn að lokum.mbl.is

Innlent »

Ljósmæður á hlaupum um allt land

07:45 „Við reynum bara að taka á þessu eins og við getum,“ sagði Anna Björnsdóttir, deildarstjóri á kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, um ástandið vegna kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Meira »

Meðalhitinn í júlí 9,9 stig

07:39 Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tuttugu daga júlímánaðar er 9,9 stig. Það er -0,6 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990, og -2,0 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ára. Meira »

Kólnar heldur næstu daga

07:12 Það kólnar heldur næstu daga en síðan fer hlýnandi aftur um miðja næstu viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands.   Meira »

Íslenskir bændur aflögufærir

06:10 „Bændur hugsa til kollega sinna á Norðurlöndunum. Það hafa verið erfiðleikar í öllum Norðurlandaríkjunum, í suðurhluta Finnlands, Svíþjóðar og Noregs og eiginlega í allri Danmörku, svo að bændur fara kannski ekkert að smyrja neitt á verðið með tilliti til þess,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Meira »

Eiga um 40 jarðir á Íslandi

05:57 Breski auðmaðurinn James Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga nú hátt í 40 jarðir á Íslandi. Um 30 þessara jarða eru í Vopnafirði. Þá eiga þeir aðild að á þriðja tug félaga. Meira »

Dagur með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm

05:51 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á líffæri eins og augun og hjartalokur. Hann hefur hafið sterka lyfjameðferð. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Segir málið „storm í vatnsglasi“

Í gær, 23:18 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist velvirðingar á því ef orðaskipti á fundi borgarstjórnar 19. júní hafi vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri. Það gerir hún í bréfi sem hún sendi forsætisnefnd borgarstjórnar í dag. Meira »

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Í gær, 21:28 „Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland sem hefur slæm áhrif. Við missum trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Margir hafa afbókað ferðir sínar í kjölfar veiða á blendingshval. Meira »

Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard

Í gær, 21:14 Kvikmyndagerðarkonan Elísabet Ronaldsdóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún ætli að skila fálkaorðu sem hún var sæmd 1. janúar árið 2016. Elísabet segist ekki geta verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara. Meira »

Leita allra leiða vegna skorts

Í gær, 21:00 „Leitað er allra leiða til þess að takast á við fóðurskortinn í Noregi,“ segir Kåre Oskar Larsen, deildarstjóri fagdeildar ráðgjafarmiðstöðvar norsks landbúnaðar, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir verið sé að samræma aðgerðir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þurrkana. Meira »

Afskipti ríkisins af ljósmæðrum óeðlileg

Í gær, 20:34 „Afskipti samninganefndar ríkisins af störfum undanþágunefndarinnar hafa verið mjög mikil og óeðlileg,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, fulltrúi ljósmæðra í undanþágunefnd sem afgreiðir umsóknir sem berast um undanþágur frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Meira »

Í hátíðarskapi í vikulokin

Í gær, 19:21 Regína Ósk er nýja „K100 röddin“. Hún kíkti í föstudagsspjall með nýbökuðum föður, Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Regína Ósk sagði okkur frá nýju Abba myndinni og Ásgeir viðurkenndi að fyrsta spurning til ljósmóður eftir fæðingu dóttur hans hafi verið sérstök. Meira »

Svíi datt í lukkupottinn

Í gær, 19:17 Svíi hafði heppnina með sér í EuroJackpot-útdrætti kvöldsins en hann var með allar tölurnar réttar og fær fyrir það 2,8 milljarðar íslenskra króna í sinn hlut. Meira »

Móttaka hjartveikra gengið vonum framar

Í gær, 19:08 Móttaka bráðveikra hjartasjúklinga á bráðamóttökunni í Fossvogi hefur gengið vonum framar. Þá gengur samrekstur við aðrar þjónustur að mestu vel, að því er fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Alþingi greiddi hótel fyrir boðsgesti

Í gær, 18:22 Alþingi greiddi hótelkostnað fyrir tvær nætur fyrir hvern boðsgest sem boðinn var á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sem fór fram í vikunni. Ekki var greitt fyrir annað en hótel og ekkert var greitt fyrir fylgdarlið boðsgesta samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis. Meira »

Hlaupa maraþon í kjólum

Í gær, 17:51 „Jæja gott fólk það er sturluð staðreynd að íslenskar ömmur hlaupa heilt maraþon. Við erum svo heppin að hafa eina í okkar liði...“ segir í stöðuuppfærslu Péturs Ívarssonar í Boss búðinni sem mætti í Magasínið ásamt Bjarka Diego. Saman hlupu þeir maraþon í fyrra í jakkafötum ásamt hlaupafélögunum. Meira »

Ógnaði tveimur með byssu

Í gær, 17:02 Maður, sem var handtekinn og færður í fangageymslu eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á Svalbarðseyri í nótt, ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Meira »

Komin á nýtt og alvarlegra stig

Í gær, 16:33 Mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild náði ekki upp í verkfallsneyðarlista áður en yfirvinnuverkfall skall á aðfaranótt miðvikudags, og nú hafa bæst við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Metmánuður í fíkniefnaakstri

Í gær, 16:12 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í júní, en aldrei hafa slík brot verið fleiri í einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Meira »
Bílalyftur frá JEMA á lager, pósta og skæralyftur.
Eigum 4 tonna gólffríar bílalyftur á lager. Einnig snigildrifnar danskar gæðaly...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
FJÖLSKYLDUFERÐ Í SÓLINA. Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallar...
Max
...