Hjólreiðafólk sé meðvitað um blinda svæðið

Ljósmynd/Styrmir Kári

Mikil hætta hefur skapast við Klettagarða og Vatnagarða að undanförnu vegna aukinnar hjólreiðaumferðar. Þetta segir Haukur Jón Friðbertsson, vörubílstjóri, sem segist verða var við mikla hjólaumferð á vinnusvæðinu. Þar séu hann og fleiri vörubílstjórar í þungaflutningum og með því skapist mikil hætta fyrir hjólreiðafólk, sem hjóli reglulega á vinnusvæðinu utan hjólreiðastíga. Vörubílstjórar hafi auk þess svokallaðan „blindan punkt“ hægra megin við flutningabifreiðarnar sem geri þeim erfitt að sjá ef hjólreiðamenn reyni að taka fram úr bifreiðunum.

Hefur áhyggjur af hættunni

„Það líður ekki sá dagur sem við sjáum ekki fullt af hjólreiðamönnum, eða nánast klukkutími,“ segir Haukur sem hefur áhyggjur af þeirri hættu sem skapast af samgangi hjólreiðafólks og þungaflutningabifreiða. „Við reynum að virða hvert annað eins og við getum, en þetta er mjög óþægilegt því við erum með þennan blinda punkt hægra megin við flutningabifreiðarnar þar sem við sjáum ekki hjólin og hjólreiðafólkið reynir að komast fram úr okkur þar.“

Haukur segist sjálfur hafa lent í því að hafa naumlega getað stoppað fyrir hjólreiðamanni sem reyndi að taka fram úr flutningabíl sem hann stýrði og einnig hafi hann orðið vitni af öðrum tilvikum þar sem litu hafi munað að illa færi þegar hjólreiðafólk fór af gangstígum og út á umferðargötur á miklum hraða.

Haukur Jón Friðbertsson.
Haukur Jón Friðbertsson. Ljósmynd/Aðsend

Blindi punkturinn hættulegur

„Fólk þarf að átta sig á því að stærstu og þyngstu bílar landsins eru þarna. Flutningabílarnir geta verið um 26 tonn að þyngd,“ segir Haukur. Hann bætir við að það þurfi að brýna fyrir hjólreiðafólki blinda svæðið í námunda við flutningabifreiðar, þ.e. að taka ekki fram úr flutningabifreið hægra megin við hana, vegna hættunnar sem það skapar. Hann segist hafa rætt við bifhjólafólk sem kannist við blinda punktinn og reyni að forðast að koma vörubílstjórum að óvörum með því að taka fram úr þeim hægra megin.

Hann segist vilja benda á að aðstæður til hjólreiða séu hættulegar á flutningasvæðinu en segir að þrátt fyrir það sé algengt að hjólreiðafólk sé þar á ferli á götunni og stefni því sjálfum sér og öðrum í hættu með því að keyra í gegn um eitt mesta iðnaðar og þungaflutningasvæði borgarinnar.

Vilja ala hjólreiðafólk rétt upp

María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðaþjálfari, segist sammála Hauki Jóni varðandi hættulegar aðstæður til hjólreiða í þessu tiltekna hverfi. Leiðin um iðnaðarhverfið hafi verið hluti af svokölluðum Reykjavíkurhring en hún sneiði nú hjá svæðinu með sína hjólreiðahópa. Námskeið Maríu Agnar hafa m.a. það markmið að gera hjólreiðafólk öruggara. „Við viljum ala fólk rétt upp í þessu,“ segir María Ögn. Þá segist hún oft sjá fólk hjóla á stöðum þar sem hjólreiðafólk ætti alls ekki að vera og oftar en ekki sé það þekkingarleysi á hjólaleiðum sem valdi því.

 „Við hjólum á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og reynum að sýna fólki réttar leiðir. Þetta er nokkurs konar umhverfisfræðsla,“ segir María Ögn. „Hjólreiðafólk þarf að sýna ábyrgð og velja stígaleiðir sem hægt er að fara frekar en að fara inn í svona aðstæður.“

María Ögn Guðmundsdóttir hjólreiðaþjálfari segir hjólreiðafólk þurfa að sýna ábyrgð.
María Ögn Guðmundsdóttir hjólreiðaþjálfari segir hjólreiðafólk þurfa að sýna ábyrgð. mbl.is/Árni Sæberg

Landrými til staðar fyrir hjólreiðastíga

Varðandi „blinda punktinn“ sem Haukur minnist á segir María að margt hjólreiðafólk sem komi nýtt inn í hjólreiðaíþróttina kynni sér ekki umhverfi sitt. „Það er mikið þekkingarleysi til staðar, einnig varðandi það að meta hvernig er að keyra á stórum bíl. Það er eflaust fólk sem áttar sig ekki á því hvað hjólreiðamaðurinn er lítill miðað við svona stóra trukka.“

Á vefnum hjólreiðar.is er að finna leiðbeiningar fyrir hjólreiðafólk um hvernig skuli haga hjólreiðum í námunda við löng ökutæki, en þar segir:

Blind svæði þar sem ökumenn sjá ekki til eru stærri í löngum ökutækjum en fólksbílum eða litlum sendibílum. Ef hjólað er á blinda svæðinu sér bílstjórinn ekki hjólreiðamanninn og hjólreiðamaðurinn sér ekki fram fyrir sig. Ef hjólreiðamaður sér ekki hliðarspegil ökutækisins fyrir framan sig sér ökumaðurinn hann ekki heldur. Hjólreiðamaður ætti að halda sig þar sem hann sést í hliðarspeglinum eða í öruggri fjarlægð fyrir aftan.

Aldrei á að fara hægra megin fram úr löngu ökutæki nema maður sé alveg viss um að það beygji ekki meðan tekið er fram úr því, ekki einu sinni á hjólarein.

María Ögn bætir við það myndi bæta umhverfi hjólreiðafólks á þessum slóðum til muna ef Reykjavíkurborg myndi leggja hjólreiðastíg meðfram allri Sæbrautinni. „Það er landrými til staðar, það er bara ljótt gras þarna. Þá þyrfti fólk ekki að fara yfir Sæbrautina og inn í hverfi þar sem engir hjólreiðastígar eru og þaðan aftur út á Sæbraut,“ segir María Ögn að lokum.mbl.is

Innlent »

Hugsað sem meira stuð

22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »

13% upplifa áreiti af þjónustuþegum

16:40 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sker sig úr þegar skoðaðar eru tölur úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar þegar litið er til þess liðar er snýr að einelti áreitni og fordómum. 22,7% starfsmanna sviðsins segjast verða fyrir áreiti af hálfu þjónustuþega og 9,1% af hálfu kollega. Meira »

Tveir úr Norrænu stöðvaðir

16:37 Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn voru tveir farþegar á leið inn í landið stöðvaðir.  Meira »