Hjólreiðafólk sé meðvitað um blinda svæðið

Ljósmynd/Styrmir Kári

Mikil hætta hefur skapast við Klettagarða og Vatnagarða að undanförnu vegna aukinnar hjólreiðaumferðar. Þetta segir Haukur Jón Friðbertsson, vörubílstjóri, sem segist verða var við mikla hjólaumferð á vinnusvæðinu. Þar séu hann og fleiri vörubílstjórar í þungaflutningum og með því skapist mikil hætta fyrir hjólreiðafólk, sem hjóli reglulega á vinnusvæðinu utan hjólreiðastíga. Vörubílstjórar hafi auk þess svokallaðan „blindan punkt“ hægra megin við flutningabifreiðarnar sem geri þeim erfitt að sjá ef hjólreiðamenn reyni að taka fram úr bifreiðunum.

Hefur áhyggjur af hættunni

„Það líður ekki sá dagur sem við sjáum ekki fullt af hjólreiðamönnum, eða nánast klukkutími,“ segir Haukur sem hefur áhyggjur af þeirri hættu sem skapast af samgangi hjólreiðafólks og þungaflutningabifreiða. „Við reynum að virða hvert annað eins og við getum, en þetta er mjög óþægilegt því við erum með þennan blinda punkt hægra megin við flutningabifreiðarnar þar sem við sjáum ekki hjólin og hjólreiðafólkið reynir að komast fram úr okkur þar.“

Haukur segist sjálfur hafa lent í því að hafa naumlega getað stoppað fyrir hjólreiðamanni sem reyndi að taka fram úr flutningabíl sem hann stýrði og einnig hafi hann orðið vitni af öðrum tilvikum þar sem litu hafi munað að illa færi þegar hjólreiðafólk fór af gangstígum og út á umferðargötur á miklum hraða.

Haukur Jón Friðbertsson.
Haukur Jón Friðbertsson. Ljósmynd/Aðsend

Blindi punkturinn hættulegur

„Fólk þarf að átta sig á því að stærstu og þyngstu bílar landsins eru þarna. Flutningabílarnir geta verið um 26 tonn að þyngd,“ segir Haukur. Hann bætir við að það þurfi að brýna fyrir hjólreiðafólki blinda svæðið í námunda við flutningabifreiðar, þ.e. að taka ekki fram úr flutningabifreið hægra megin við hana, vegna hættunnar sem það skapar. Hann segist hafa rætt við bifhjólafólk sem kannist við blinda punktinn og reyni að forðast að koma vörubílstjórum að óvörum með því að taka fram úr þeim hægra megin.

Hann segist vilja benda á að aðstæður til hjólreiða séu hættulegar á flutningasvæðinu en segir að þrátt fyrir það sé algengt að hjólreiðafólk sé þar á ferli á götunni og stefni því sjálfum sér og öðrum í hættu með því að keyra í gegn um eitt mesta iðnaðar og þungaflutningasvæði borgarinnar.

Vilja ala hjólreiðafólk rétt upp

María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðaþjálfari, segist sammála Hauki Jóni varðandi hættulegar aðstæður til hjólreiða í þessu tiltekna hverfi. Leiðin um iðnaðarhverfið hafi verið hluti af svokölluðum Reykjavíkurhring en hún sneiði nú hjá svæðinu með sína hjólreiðahópa. Námskeið Maríu Agnar hafa m.a. það markmið að gera hjólreiðafólk öruggara. „Við viljum ala fólk rétt upp í þessu,“ segir María Ögn. Þá segist hún oft sjá fólk hjóla á stöðum þar sem hjólreiðafólk ætti alls ekki að vera og oftar en ekki sé það þekkingarleysi á hjólaleiðum sem valdi því.

 „Við hjólum á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og reynum að sýna fólki réttar leiðir. Þetta er nokkurs konar umhverfisfræðsla,“ segir María Ögn. „Hjólreiðafólk þarf að sýna ábyrgð og velja stígaleiðir sem hægt er að fara frekar en að fara inn í svona aðstæður.“

María Ögn Guðmundsdóttir hjólreiðaþjálfari segir hjólreiðafólk þurfa að sýna ábyrgð.
María Ögn Guðmundsdóttir hjólreiðaþjálfari segir hjólreiðafólk þurfa að sýna ábyrgð. mbl.is/Árni Sæberg

Landrými til staðar fyrir hjólreiðastíga

Varðandi „blinda punktinn“ sem Haukur minnist á segir María að margt hjólreiðafólk sem komi nýtt inn í hjólreiðaíþróttina kynni sér ekki umhverfi sitt. „Það er mikið þekkingarleysi til staðar, einnig varðandi það að meta hvernig er að keyra á stórum bíl. Það er eflaust fólk sem áttar sig ekki á því hvað hjólreiðamaðurinn er lítill miðað við svona stóra trukka.“

Á vefnum hjólreiðar.is er að finna leiðbeiningar fyrir hjólreiðafólk um hvernig skuli haga hjólreiðum í námunda við löng ökutæki, en þar segir:

Blind svæði þar sem ökumenn sjá ekki til eru stærri í löngum ökutækjum en fólksbílum eða litlum sendibílum. Ef hjólað er á blinda svæðinu sér bílstjórinn ekki hjólreiðamanninn og hjólreiðamaðurinn sér ekki fram fyrir sig. Ef hjólreiðamaður sér ekki hliðarspegil ökutækisins fyrir framan sig sér ökumaðurinn hann ekki heldur. Hjólreiðamaður ætti að halda sig þar sem hann sést í hliðarspeglinum eða í öruggri fjarlægð fyrir aftan.

Aldrei á að fara hægra megin fram úr löngu ökutæki nema maður sé alveg viss um að það beygji ekki meðan tekið er fram úr því, ekki einu sinni á hjólarein.

María Ögn bætir við það myndi bæta umhverfi hjólreiðafólks á þessum slóðum til muna ef Reykjavíkurborg myndi leggja hjólreiðastíg meðfram allri Sæbrautinni. „Það er landrými til staðar, það er bara ljótt gras þarna. Þá þyrfti fólk ekki að fara yfir Sæbrautina og inn í hverfi þar sem engir hjólreiðastígar eru og þaðan aftur út á Sæbraut,“ segir María Ögn að lokum.mbl.is

Innlent »

Fáir hnökrar í samræmdu prófunum

16:04 Nemendur í 7. bekk hafa nú lokið við töku samræmdra könnunarprófa í stærðfræði og íslensku en um það bil 4.100 nemendur þreyttu hvort próf. Í tveimur skólum varð tímabundin truflun á netsambandi við töku prófanna. Atvikin voru þó leyst á skömmum tíma og ekki þurfti að endurtaka prófin. Meira »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

15:45 „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

15:37 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »

Þurfi ekki að tala íslensku

15:20 Ekki verður lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku, samkvæmt frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Frítt í strætó á laugardag

15:15 Á morgun verður frítt í strætó allan daginn í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum, sem haldinn verður á morgun.   Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

15:08 Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Tveir lausir úr gæsluvarðhaldi

15:07 Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á mánudag vegna ráns í Hafnarfirði eru lausir úr haldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag en mennirnir losnuðu fyrr úr haldi. Landsréttur snéri við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir öðrum manninum. Meira »

SÍ greip inn í og seldi 9 milljónir evra

14:42 Í síðustu viku, þegar krónan hafði veikst um tæplega 7% frá mánaðarmótum og um rúmlega 2% innan dags, greip Seðlabankinn inn í og seldi 9 milljónir evra. Þetta eru fyrstu inngrip Seðlabankans síðan í nóvember 2017, þegar bankinn keypti 3 milljónir evra. Meira »

Myndi ríða rafrettuverslunum að fullu

14:34 Félag atvinnurekenda (FA) krefst þess að reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins um rafrettur verði felld úr gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða framleiðendur og innflytjendur rafrettna að tilkynna Neytendastofu um allar vörur sex mánuðum áður en þær eru settar á markað. Meira »

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

14:24 Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Barnaþing verði lögfest

14:12 Sérstakt barnaþing mun fara fram á tveggja ára fresti undir stjórn umboðsmanns barna, samkvæmt frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

14:07 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa. Meira »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »

Rólegt en kólnandi veður um helgina

13:04 Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á sunnudag fer að hvessa og talsverð rigning verður á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, ásamt hvassviðri. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

13:04 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

13:01 Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.  Meira »

Vilja byggja þyrlupall á Heimaey

12:00 Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að „auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.“ Meira »

Ætlar að hitta Áslaugu Thelmu

11:45 Helga Jónsdóttir, sem kemur til starfa sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á mánudaginn, ætlar að hitta Áslaugu Thelmu Einarsdóttur í næstu viku. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við mbl.is. Meira »
Sultukrukkur,minibarflöskur og skór..
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
EZ Detect skimpróf fyrir ristilkrabbameini
Eftir hægðir er Ez Detect prófblað sett í salernið. Ef ósýnilegt blóð er ti...