Lokanir í borginni vegna 17. júní

Kort/Aðsent

Þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag, þar á meðal í miðborg Reykjavíkur. Af því tilefni hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birt kort sem sýnir lokanir í borginni í tengslum við hátíðina.

Klukkan 13 munu skátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu frá Hlemmi í Reykjavík niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. 

Þegar skrúðgöngur koma í Hljómskálagarðinn hefjast stórtónleikar sem standa til kl. 18.00. Meðal þeirra sem koma fram eru Heimilistónar, Daði Freyr, hljómsveitin Ateria sem sigraði Músíktilraunir í ár, Ronja Ræningjadóttir, Floni og  Aron Can lýkur tónlistarveislunni kl. 18. 

Í Hljómskálagarðinum verður afar fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert