Metnaður og þrotlaus vinna að baki árangrinum

Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní. Katrín Jakobsdóttir flytur hátíðarræðu forsætisráðherra.
Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní. Katrín Jakobsdóttir flytur hátíðarræðu forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyrir hundrað árum hefði líklega engan órað fyrir því að íþróttalið frá þessari nærri furðulega fámennu eyju spilaði knattspyrnu á heimsvellinum, fámennasta þjóð sem hefði náð slíkum árangri. Og eiginlega trúum við því ekki enn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í dag af tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga.

Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, …
Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samanburður við tímana fyrir einni öld var þráðurinn í ræðu hennar og las hún upp úr dagbókarfærslum Elku Björnsdóttur verkakonu frá því fyrir hundrað árum, eða á fullveldisdeginum 1. desember 1918. Elka kom að stofnun verkakvennafélagsins Framsóknar og Alþýðuflokks Íslands.

Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní.
Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Samfélagið er sannarlega breytt frá því fyrir einni öld,“ sagði Katrín. „Raddir þess eru fleiri og fjölbreyttari nú en á Íslandi ársins 1918 og það er gott enda er þörfin brýn fyrir hæfileika á ólíkum sviðum, hugmyndir, dugnað og metnað. Í fámenninu munar um hvern og einn og því ber að fagna því þegar hinar fjölbreyttu raddir taka þátt í okkar stóra sameiginlega verkefni, lýðræðinu.“

„Við sveiflumst á milli þess að telja allan þann árangur sem Ísland hefur náð undraverðan yfir í að vera sjálfgefinn,“ sagði Katrín. „Veruleiki íþróttanna er skýr á yfirborði. Sigur alltaf betri en tap og í fótbolta þarf að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. En undir niðri býr margt fleira: einurð, metnaður og þrotlaus vinna liggja að baki góðum árangri. Hugurinn þarf að vera rétt stilltur gagnvart hverju verkefni,“ sagði hún.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ekki tilviljun að þjálfarar íslenska liðsins hafa lagt mesta áherslu á liðsheildina. Slíkur andi verður ekki til af sjálfu sér og er eitt af því dýrmæta sem íþróttir geta kennt okkur. Fyrst og fremst eru þetta skilaboð til komandi kynslóða; að þeim sem fæðast hér á þessari eyju eru lítil takmörk sett.“

Katrín talaði nokkuð um pólitíska umræðu sem væri að mörgu leiti grynnri en áður „og fer fyrst og fram með yfirlýsingum sem ekki mega spanna en meira en 28ö stafabil,“ sagði hún. „Sú staðreynd hefur gert það að verkum að dýpri stjórnmálaumræða á undir högg að sækja.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún talaði fyrir því að tækninýjungar komi sömuleiðis til að gjörbreyta atvinnuháttum framtíðar. „Við þurfum að setja metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, tala fyrir mannréttindum og náttúruvernd og búa okkur undir áskoranir framtíðarinnar í atvinnuháttum. Tæknin hefur nú þegar tekið svo stórstígum framförum að hún er farin að hafa áhrif á líf okkar, samfélagsgerð og okkur sjálf. “

Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þóra …
Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þóra Margét Baldvinsdóttir eiginkona hans. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum öll færi til þess hér á Íslandi að vera gerendur í tæknibyltingunni frekar en þiggjendur. Sagan sýnir okkur að stórhug hefur aldrei skort hér á landi og það er ábyrgð okkar að sækja fram gagnvart komandi breytingum til þess að tryggja áframhaldandi velsæld og jöfnuð,“ sagði Katrín en bætti við að flóknasta verkefnið í þeirri hraðskreiðu byltingu verði að tryggja að mennskan glatist ekki.

Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní. Steingrímur J. Sigfússon.
Þjóðhátíð á Austurvelli. 17. júní. Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir og Lilja Alfreðsdóttir.
Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir og Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert