Væta og sólarglennur þjóðhátíðardaginn

Í dag fögnum við þjóðhátíðardegi Íslands.
Í dag fögnum við þjóðhátíðardegi Íslands. mbl.is/Eggert

Útlit er fyrir hægan vind og skúraleiðingar sunnan- og vestanlands í dag, en að mestu verður þurrt og jafnvel bjart fyrir norðan.

Eftir hádegi stefnir í skúrir fyrir norðan og jafnframt bætir heldur í vindinn suðaustantil síðdegis með rigningu sunnan- og austanlands í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Það stefnir því í einhverja vætu á flestum stöðum þar sem haldið er upp á þjóðhátíðardaginn, en þó er einnig von á sólarglennum víða.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert