Vatnsleki í kjallara í Hjaltabakka

Slökkviliðið að störfum í Breiðholti.
Slökkviliðið að störfum í Breiðholti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir dælubílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir í fjölbýlishús í Hjaltabakka í Breiðholti vegna vatnsleka.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu varð lekinn vegna vatnsveðursins í dag.

Talsvert af vatni lak í sameiginlegan kjallara tveggja húsnúmera í fjölbýlishúsinu og vinnur slökkviliðið að því að dæla upp úr kjallaranum.

Slökkviliðið var kallað á staðinn upp úr klukkan 17.30.

Þrír til fjórir aðrir lekar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í dag sem slökkviliðið hefur þurft að sinna, bæði út af veðrinu og vegna bilana í pípulögnum.

Uppfært kl. 18.38:

Íbúar á staðnum segja að vatn hafi gusast upp úr niðurföllum og brunnum við fjölbýlishúsið. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert