Fáar sólarstundir og mikil úrkoma

Sólin hefur verið spör á sig í júní.
Sólin hefur verið spör á sig í júní.

Sólskinsstundir hafa verið afar fáar í Reykjavík þennan júnímánuðinn en „aðeins tvisvar er vitað um færri sólskinsstundir sömu daga, það var 1988 og 2013“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu.

„Júnímánuðir þessarar aldar hafa að jafnaði verið mun hlýrri en almennt var áður,“ segir Trausti. Eftir 2002 er meðalhitinn í júní í Reykjavík 10,4 stig en næstu 16 ár á undan var meðalhitinn ekki nema 9,0 stig. Á hlýskeiðinu 1931 til 1960 var meðalhitinn meira að segja lægri en meðalhitinn eftir 2002, eða 9,6 stig. Eftir árið 2001 hefur meðalhitinn í júní alltaf verið meiri en 9,0 stig.

„Þetta ástand er orðið svo langvinnt að farið er að reikna með því sem eðlilegu,“ segir Trausti. Meðalhitinn suðvestanlands fyrstu átta vikur sumars er 1,3 stigum minni en meðalhitinn síðustu tíu ár, samkvæmt blogginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert