Fall reyndist fararheill

Anna Berglind Pálmadóttir var fyrsta konan í mark í 43 ...
Anna Berglind Pálmadóttir var fyrsta konan í mark í 43 km utanvegahlaupi á Tenerife á dögunum. Alls kepptu 750 í hlaupinu.

Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna Berglind var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis en það hefur Elísabet Margeirsdóttir gert tvisvar, samkvæmt mælingum ITRA (International Trail Running Association).

Að sögn Önnu gekk á ýmsu áður en hún og eiginmaður hennar, Helgi Rúnar Pálsson, komust í mark, 43 km, 2.350 metra hækkun og 3.500 lækkun síðar. Anna Berglind hljóp á 04:58:51 og var um það bil hálftíma á undan næstu konu í mark.

Anna Berglind bjó ásamt fjölskyldu sinni á Spáni um tíma og fyrir rúmu ári greindi spænskur vinur fjölskyldunnar þeim frá því að hann ætlaði að taka þátt í hlaupinu og hvort þau kæmu ekki með honum í hlaupið.

Anna Berglind Pálmadóttir á hlaupum í gegnum skóginn.
Anna Berglind Pálmadóttir á hlaupum í gegnum skóginn.

„Við vorum með hlaupið á bak við eyrað þar sem við höfum oft verið hér á Tenerife og þegar ákveðið var að fara í enn eina fjölskylduferðina þangað ákváðum við að miða ferðalagið við keppnina nú í júní,“ segir Anna Berglind sem hleypur mikið heima á Akureyri. Þar er hún í hlaupahóp UFA Eyrarskokks en Anna kennir við Verkmenntaskólann.

„Að vísu fór félagi okkar lengstu vegalengdina sem eru rúmir 100 km þvert yfir eyjuna. En við ákváðum að láta 43 km duga. Hlaupið er þekkt í hlaupaheiminum og margir landsliðshlauparar taka þátt. Þar á meðal fólk sem er mjög framarlega á heimslistanum í utanvegahlaupum.“ 

Anna og Helgi voru skráð í rútu sem átti að flytja hlauparana á byrjunarreit hlaupsins, Camino de Mamio, en alls voru 750 manns skráðir í þessa vegalengd. Af þeim komust 556 í mark.

„Ég vaknaði klukkan 04:15 til að græja mig og borða en við þurftum að taka leigubíl þangað sem rúta á vegum hlaupsins átti að sækja okkur kl. 5:50,“ skrifar Anna á Facebook-síðu sína.

„En þá tók við löng bið. Við vorum alveg viðbúin því að rútan gæti verið eitthvað sein, svona að hætti Spánverja, þannig að við vorum hin rólegustu í byrjun. Við vorum fjögur að bíða eftir rútunni á þessum stað, við Helgi og Felix Sigurðsson og Kanadamaður. En þegar meira en hálftími var liðinn frá því að við áttum að leggja af stað og ekkert bólaði á rútunni þá hætti mér að standa á sama. Eftir klukkutíma þá sagði ég við þá að þetta gengi ekki svona. Núna förum við og náum okkur í leigubíl annars missum við af hlaupinu. Við drifum okkur af stað með leigubíl. En þar sem við ætluðum að taka rútu sem átti að flytja keppendur þá vorum við ekki einu sinni með nákvæma staðsetningu á startinu,“ segir Anna í samtali við mbl.is.

Þau reyndu að finna út úr þessu í leigubílnum og var það allt annað en auðvelt. „Þetta er ekki eins og að finna upphafspunkt hlaups í miðborg Reykjavíkur heldur er þetta einhvers staðar upp í miðju fjalli,“ segir Anna. 

Leigubílstjórinn vissi hvenær hlaupið ætti að byrja og farþegarnir orðnir ansi stressaðir í bílnum þannig að hann keyrði eins og hann væri að keppa í rallýkeppni í spænskum fjöllum. „Ég var hreinlega orðin græn í framan þegar við komum í marklínu tólf mínútum áður en hlaupið átti að hefjast og þá áttum við eftir að skrá okkur inn. Það tekur alltaf tíma að fara í gegnum tékk þar sem farið er yfir hvort hlauparar séu með allan þann búnað sem þeir eiga að vera með. Ég henti því af mér töskunni, stökk út í runna að pissa og var mætt í startið fimm mínútum áður en hlaupið hófst,“ segir Anna.

Hún segir að þau hafa hugsað að annað hvort væri þetta bilun eða fall væri fararheill. „Fyrstu kílómetrana var ég að reyna að komast fram úr fólki sem hljóp hægar en við en fórum samt rólega. Þetta var síðan hlaup þar sem allt gekk upp segir Anna þrátt fyrir erfiðar aðstæður, úrhellisrigning og mikla leðju. Hlaupið er í gegnum þéttan skóg sem er eins konar regnskógur og mikill raki í loftinu. 

Anna Berglind Pálmadóttir á verðlaunapalli eftir hlaupið.
Anna Berglind Pálmadóttir á verðlaunapalli eftir hlaupið.

Önnu og Helga gekk mjög vel á leiðinni upp fjallið en niðurhlaupið tók mun meira á og hressilegar harðsperrur sem biðu hennar daginn eftir í framanverðum lærvöðvunum.

„Ég var þó í þrumustandi, náði að nærast vel og átti nóg eftir þegar við byrjuðum að klífa seinna fjallið en það var bara klifur upp kletta og drullustíga, inni í skógi sem var svo þéttur að GPS náði sjaldnast sambandi. Þarna var hnéð á Helga löngu búið að fá nóg og ákváðum við á 25 km að ég færi á undan. Ég mokaði mér því upp fjallið á stöfunum. Þegar niðurhlaupið hófst aftur byrjaði ballið. Þarna var mígandi rigning og stígarnir bara ein leðja. Þarna fóru flest allir á hausinn og var ég mjög stolt af því að hafa staðið á fótunum, hangandi á stöfunum, þar sem ég dett oftar en ekki í keppnishlaupum utanvega. Við tók lengsta niðurhlaup sem ég hef nokkurn tíma tekið þátt í en það einkenndist af mikilli gleði, ótrúlega mikilli hvatningu þar sem ég var alls staðar trítuð sem rokkstjarna, auk sárra táa þar sem þær fengu að kíttast fram í skóna af miklum móð. Eins hafði ég töluverðar áhyggjur af því hvernig Helga gengi að komast niður fjallið,“ skrifar Anna á Facebook eftir hlaupið.

Síðasti hluti hlaupsins er eftir strandlengjunni þar sem múgur og margmenni hvatti hlauparana til dáða.

„Síðasti hlutinn eftir strandlengjunni var svo alveg geggjaður þar sem ég reyndar hélt oft að ég sæi marklínuna en þegar loksins ég var komin í mark, tóku við myndatökur og viðtöl í þessari líka karnival stemmningu. Þvílík stemmning og þvílík gleði sem jókst svo enn frekar þegar Helgi skilaði sér í mark ca. 11 mínútum á eftir mér. Hann hafði þá verið stoppaður á einni drykkjarstöð þar sem þeim leist alls ekkert á að leyfa honum að halda áfram en með ótrúlegri seiglu og þrjósku kom hann sér í mark, nánast nær dauða en lífi,“ skrifar Anna á Facebook. 

Anna Berglind Pálmadóttir að vonum ánægð eftir erfiðan dag.
Anna Berglind Pálmadóttir að vonum ánægð eftir erfiðan dag.

Í samtali við mbl.is segir Anna að hlaupið sé tæknilega mjög krefjandi ekki síst mikil niðurhlaup sem taka mjög á. Einhverjar táneglur gáfu upp öndina en að sögn Önnu fylgir það hlaupum sem þessum. En það hafi verið gríðarlega hvetjandi þessi mikla stemming sem var meðfram hlaupaleiðinni og allt skipulag til fyrirmyndar fyrir utan rútuklúðrið.

„Ég var vel undirbúin fyrir þetta hlaup og búin að æfa mikið en þrátt fyrir það var árangurinn framar mínum vonum,“ segir Anna.

Að hennar sögn virðist sem íslenskum hlaupurum gangi mun betur í Laugavegshlaupinu heldur en í sambærilegum erlendum hlaupum. Þar skipti undirlagið miklu máli og eins loftslagið en það eru aðstæður sem íslenskir hlauparar þekkja vel. 

Næsta hlaup sem Anna ætlar að taka þátt í er Laugavegshlaupið 14. júlí og er það í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í því. Í byrjun september stefnir hún á Hengilshlaupið og síðan hefur hún áhuga á að keppa í maraþoni í götuhlaupum í haust eða snemma í vetur. En það fer allt eftir því hvernig gengur á Laugaveginum. 

Anna Berglind er að verða 39 ára gömul og aðeins fjögur ár síðan hún hóf að æfa hlaup. „Ég fór alveg óvart að æfa hlaup en ég kenndi lengi þolfimi og æfði crossfit. Mér var bent á það árið 2014 að ég væri sennilega ágætt efni í hlaupara og ári síðar var ég farin að keppa með landsliðinu í frjálsum. Ég hef síðan fært mig meira inn á utanvegahlaupin og finnst þau á margan hátt skemmtilegri en hleyp samt líka á götu. Þannig að mig langar í gott götumaraþon einhvern tíma á næstunni,“ segir Anna Berglind Pálmadóttir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hugsað sem meira stuð

22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »

13% upplifa áreiti af þjónustuþegum

16:40 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sker sig úr þegar skoðaðar eru tölur úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar þegar litið er til þess liðar er snýr að einelti áreitni og fordómum. 22,7% starfsmanna sviðsins segjast verða fyrir áreiti af hálfu þjónustuþega og 9,1% af hálfu kollega. Meira »

Tveir úr Norrænu stöðvaðir

16:37 Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn voru tveir farþegar á leið inn í landið stöðvaðir.  Meira »
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...