Fall reyndist fararheill

Anna Berglind Pálmadóttir var fyrsta konan í mark í 43 ...
Anna Berglind Pálmadóttir var fyrsta konan í mark í 43 km utanvegahlaupi á Tenerife á dögunum. Alls kepptu 750 í hlaupinu.

Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna Berglind var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis en það hefur Elísabet Margeirsdóttir gert tvisvar, samkvæmt mælingum ITRA (International Trail Running Association).

Að sögn Önnu gekk á ýmsu áður en hún og eiginmaður hennar, Helgi Rúnar Pálsson, komust í mark, 43 km, 2.350 metra hækkun og 3.500 lækkun síðar. Anna Berglind hljóp á 04:58:51 og var um það bil hálftíma á undan næstu konu í mark.

Anna Berglind bjó ásamt fjölskyldu sinni á Spáni um tíma og fyrir rúmu ári greindi spænskur vinur fjölskyldunnar þeim frá því að hann ætlaði að taka þátt í hlaupinu og hvort þau kæmu ekki með honum í hlaupið.

Anna Berglind Pálmadóttir á hlaupum í gegnum skóginn.
Anna Berglind Pálmadóttir á hlaupum í gegnum skóginn.

„Við vorum með hlaupið á bak við eyrað þar sem við höfum oft verið hér á Tenerife og þegar ákveðið var að fara í enn eina fjölskylduferðina þangað ákváðum við að miða ferðalagið við keppnina nú í júní,“ segir Anna Berglind sem hleypur mikið heima á Akureyri. Þar er hún í hlaupahóp UFA Eyrarskokks en Anna kennir við Verkmenntaskólann.

„Að vísu fór félagi okkar lengstu vegalengdina sem eru rúmir 100 km þvert yfir eyjuna. En við ákváðum að láta 43 km duga. Hlaupið er þekkt í hlaupaheiminum og margir landsliðshlauparar taka þátt. Þar á meðal fólk sem er mjög framarlega á heimslistanum í utanvegahlaupum.“ 

Anna og Helgi voru skráð í rútu sem átti að flytja hlauparana á byrjunarreit hlaupsins, Camino de Mamio, en alls voru 750 manns skráðir í þessa vegalengd. Af þeim komust 556 í mark.

„Ég vaknaði klukkan 04:15 til að græja mig og borða en við þurftum að taka leigubíl þangað sem rúta á vegum hlaupsins átti að sækja okkur kl. 5:50,“ skrifar Anna á Facebook-síðu sína.

„En þá tók við löng bið. Við vorum alveg viðbúin því að rútan gæti verið eitthvað sein, svona að hætti Spánverja, þannig að við vorum hin rólegustu í byrjun. Við vorum fjögur að bíða eftir rútunni á þessum stað, við Helgi og Felix Sigurðsson og Kanadamaður. En þegar meira en hálftími var liðinn frá því að við áttum að leggja af stað og ekkert bólaði á rútunni þá hætti mér að standa á sama. Eftir klukkutíma þá sagði ég við þá að þetta gengi ekki svona. Núna förum við og náum okkur í leigubíl annars missum við af hlaupinu. Við drifum okkur af stað með leigubíl. En þar sem við ætluðum að taka rútu sem átti að flytja keppendur þá vorum við ekki einu sinni með nákvæma staðsetningu á startinu,“ segir Anna í samtali við mbl.is.

Þau reyndu að finna út úr þessu í leigubílnum og var það allt annað en auðvelt. „Þetta er ekki eins og að finna upphafspunkt hlaups í miðborg Reykjavíkur heldur er þetta einhvers staðar upp í miðju fjalli,“ segir Anna. 

Leigubílstjórinn vissi hvenær hlaupið ætti að byrja og farþegarnir orðnir ansi stressaðir í bílnum þannig að hann keyrði eins og hann væri að keppa í rallýkeppni í spænskum fjöllum. „Ég var hreinlega orðin græn í framan þegar við komum í marklínu tólf mínútum áður en hlaupið átti að hefjast og þá áttum við eftir að skrá okkur inn. Það tekur alltaf tíma að fara í gegnum tékk þar sem farið er yfir hvort hlauparar séu með allan þann búnað sem þeir eiga að vera með. Ég henti því af mér töskunni, stökk út í runna að pissa og var mætt í startið fimm mínútum áður en hlaupið hófst,“ segir Anna.

Hún segir að þau hafa hugsað að annað hvort væri þetta bilun eða fall væri fararheill. „Fyrstu kílómetrana var ég að reyna að komast fram úr fólki sem hljóp hægar en við en fórum samt rólega. Þetta var síðan hlaup þar sem allt gekk upp segir Anna þrátt fyrir erfiðar aðstæður, úrhellisrigning og mikla leðju. Hlaupið er í gegnum þéttan skóg sem er eins konar regnskógur og mikill raki í loftinu. 

Anna Berglind Pálmadóttir á verðlaunapalli eftir hlaupið.
Anna Berglind Pálmadóttir á verðlaunapalli eftir hlaupið.

Önnu og Helga gekk mjög vel á leiðinni upp fjallið en niðurhlaupið tók mun meira á og hressilegar harðsperrur sem biðu hennar daginn eftir í framanverðum lærvöðvunum.

„Ég var þó í þrumustandi, náði að nærast vel og átti nóg eftir þegar við byrjuðum að klífa seinna fjallið en það var bara klifur upp kletta og drullustíga, inni í skógi sem var svo þéttur að GPS náði sjaldnast sambandi. Þarna var hnéð á Helga löngu búið að fá nóg og ákváðum við á 25 km að ég færi á undan. Ég mokaði mér því upp fjallið á stöfunum. Þegar niðurhlaupið hófst aftur byrjaði ballið. Þarna var mígandi rigning og stígarnir bara ein leðja. Þarna fóru flest allir á hausinn og var ég mjög stolt af því að hafa staðið á fótunum, hangandi á stöfunum, þar sem ég dett oftar en ekki í keppnishlaupum utanvega. Við tók lengsta niðurhlaup sem ég hef nokkurn tíma tekið þátt í en það einkenndist af mikilli gleði, ótrúlega mikilli hvatningu þar sem ég var alls staðar trítuð sem rokkstjarna, auk sárra táa þar sem þær fengu að kíttast fram í skóna af miklum móð. Eins hafði ég töluverðar áhyggjur af því hvernig Helga gengi að komast niður fjallið,“ skrifar Anna á Facebook eftir hlaupið.

Síðasti hluti hlaupsins er eftir strandlengjunni þar sem múgur og margmenni hvatti hlauparana til dáða.

„Síðasti hlutinn eftir strandlengjunni var svo alveg geggjaður þar sem ég reyndar hélt oft að ég sæi marklínuna en þegar loksins ég var komin í mark, tóku við myndatökur og viðtöl í þessari líka karnival stemmningu. Þvílík stemmning og þvílík gleði sem jókst svo enn frekar þegar Helgi skilaði sér í mark ca. 11 mínútum á eftir mér. Hann hafði þá verið stoppaður á einni drykkjarstöð þar sem þeim leist alls ekkert á að leyfa honum að halda áfram en með ótrúlegri seiglu og þrjósku kom hann sér í mark, nánast nær dauða en lífi,“ skrifar Anna á Facebook. 

Anna Berglind Pálmadóttir að vonum ánægð eftir erfiðan dag.
Anna Berglind Pálmadóttir að vonum ánægð eftir erfiðan dag.

Í samtali við mbl.is segir Anna að hlaupið sé tæknilega mjög krefjandi ekki síst mikil niðurhlaup sem taka mjög á. Einhverjar táneglur gáfu upp öndina en að sögn Önnu fylgir það hlaupum sem þessum. En það hafi verið gríðarlega hvetjandi þessi mikla stemming sem var meðfram hlaupaleiðinni og allt skipulag til fyrirmyndar fyrir utan rútuklúðrið.

„Ég var vel undirbúin fyrir þetta hlaup og búin að æfa mikið en þrátt fyrir það var árangurinn framar mínum vonum,“ segir Anna.

Að hennar sögn virðist sem íslenskum hlaupurum gangi mun betur í Laugavegshlaupinu heldur en í sambærilegum erlendum hlaupum. Þar skipti undirlagið miklu máli og eins loftslagið en það eru aðstæður sem íslenskir hlauparar þekkja vel. 

Næsta hlaup sem Anna ætlar að taka þátt í er Laugavegshlaupið 14. júlí og er það í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í því. Í byrjun september stefnir hún á Hengilshlaupið og síðan hefur hún áhuga á að keppa í maraþoni í götuhlaupum í haust eða snemma í vetur. En það fer allt eftir því hvernig gengur á Laugaveginum. 

Anna Berglind er að verða 39 ára gömul og aðeins fjögur ár síðan hún hóf að æfa hlaup. „Ég fór alveg óvart að æfa hlaup en ég kenndi lengi þolfimi og æfði crossfit. Mér var bent á það árið 2014 að ég væri sennilega ágætt efni í hlaupara og ári síðar var ég farin að keppa með landsliðinu í frjálsum. Ég hef síðan fært mig meira inn á utanvegahlaupin og finnst þau á margan hátt skemmtilegri en hleyp samt líka á götu. Þannig að mig langar í gott götumaraþon einhvern tíma á næstunni,“ segir Anna Berglind Pálmadóttir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

15:45 „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

15:37 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »

Þurfi ekki að tala íslensku

15:20 Ekki verður lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku, samkvæmt frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Frítt í strætó á laugardag

15:15 Á morgun verður frítt í strætó allan daginn í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum, sem haldinn verður á morgun.   Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

15:08 Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Tveir lausir úr gæsluvarðhaldi

15:07 Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á mánudag vegna ráns í Hafnarfirði eru lausir úr haldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag en mennirnir losnuðu fyrr úr haldi. Landsréttur snéri við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir öðrum manninum. Meira »

SÍ greip inn í og seldi 9 milljónir evra

14:42 Í síðustu viku, þegar krónan hafði veikst um tæplega 7% frá mánaðarmótum og um rúmlega 2% innan dags, greip Seðlabankinn inn í og seldi 9 milljónir evra. Þetta eru fyrstu inngrip Seðlabankans síðan í nóvember 2017, þegar bankinn keypti 3 milljónir evra. Meira »

Myndi ríða rafrettuverslunum að fullu

14:34 Félag atvinnurekenda (FA) krefst þess að reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins um rafrettur verði felld úr gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða framleiðendur og innflytjendur rafrettna að tilkynna Neytendastofu um allar vörur sex mánuðum áður en þær eru settar á markað. Meira »

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

14:24 Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Barnaþing verði lögfest

14:12 Sérstakt barnaþing mun fara fram á tveggja ára fresti undir stjórn umboðsmanns barna, samkvæmt frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

14:07 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa. Meira »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »

Rólegt en kólnandi veður um helgina

13:04 Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á sunnudag fer að hvessa og talsverð rigning verður á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, ásamt hvassviðri. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

13:04 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

13:01 Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.  Meira »

Vilja byggja þyrlupall á Heimaey

12:00 Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að „auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.“ Meira »

Ætlar að hitta Áslaugu Thelmu

11:45 Helga Jónsdóttir, sem kemur til starfa sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á mánudaginn, ætlar að hitta Áslaugu Thelmu Einarsdóttur í næstu viku. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við mbl.is. Meira »

Fréttir oftast sóttar á fréttavefi

11:41 Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem var framkvæmd 3. til 10. ágúst. Meira »