Lög sem vinna gegn mismunun

Ný lög munu eflaust hjálpa til í baráttu verkalýðsins gegn …
Ný lög munu eflaust hjálpa til í baráttu verkalýðsins gegn launaleynd, fjölþættri mismunun og launamun kynjanna. mbl.is/​Hari

Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði voru samþykkt undir lok þings í byrjun vikunnar.

Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, segir að lögin gætu hjálpað verkalýðshreyfingunni í baráttunni gegn launaleynd, fjölþættri mismunun á vinnumarkaði og launamun kynjanna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann þó of snemmt að fullyrða hvaða áhrif löggjöfin muni hafa á íslenskan vinnumarkað. Markmið laganna er að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga á vinnumarkaði. Laun 18-19 ára fólks gætu hækkað vegna laganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert