Óboðinn næturgestur á Suðurnesjum

Brotist var inn á heimili á Suðurnesjum á meðan íbúi …
Brotist var inn á heimili á Suðurnesjum á meðan íbúi húsnæðisins var sofandi. Eggert Jóhannesson

Miklum verðmætum var stolið úr íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum um helgina samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur fram að innbrotið átti sér stað á meðan húsráðandi var sofandi.

Þjófurinn komst undan með Macbook-fartölvu, Nicon-ljósmyndavél, tugþúsundir króna í reiðufé og ýmis verðmæt handverkfæri. Hinn óboðni næturgestur ákvað einnig að stela ökuskírteini húsráðanda og lyklum að tveimur bifreiðum. Þjófurinn lét þó bílana óhreyfða.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert