„Þetta skapar afleitt fordæmi“

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor.
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, í samtali við mbl.is um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana Evrópusambandsins með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í gegnum EES-samninginn í síðustu viku.

Tekin var ákvörðun um að byggja innleiðingu löggjafarinnar ekki á tveggja stoða kerfi EES-samningsins  sem er grundvöllur samningsins og snýst í stuttu máli um að aðildarríki samstarfsins sem ekki eru hluti Evrópusambandsins eigi ekki að vera undir vald stofnana sambandsins sett. Þess í stað eiga ríkin að heyra undir eftirlit stofnana sem haldið er úti af Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) sem ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, eiga þvert á móti aðild að.

Þess í stað felur persónuverndarlöggjöfin í sér að Persónuvernd á Íslandi heyri beint undir vald stofnunar Evrópusambandsins á sviði persónuverndarmála. Stefán Már veitti stjórnvöldum ráðgjöf vegna innleiðingar löggjafarinnar en fram kemur í álitsgerð hans í þeim efnum að hann teldi að ekki ætti að vinna áfram með þá leið sem síðan var farin við innleiðinguna.

Ákvarðarnir stofnunar ESB afar einhliða

Stefán Már benti í því sambandi á að ákvarðanir sem teknar væru af stofnun Evrópusambandsins væru afar einhliða en ákveðin gagnkvæmni væri mikilvægur þáttur við mat á mörkum leyfilegs framsals ríkisvalds samkvæmt stjórnarskránni. Þær væru einnig í andstöðu við tveggja stoða kerfið og á svig við þann fyrirsjáanleika sem gert hafi verið ráð fyrir við undirritun EES-samningsins.

Fyrir vikið fæli innleiðingin á persónuverndarlöggjöfinni í sér afleitt fordæmi. Hins vegar væri ekki hægt að fullyrða á heildina litið að málið stangaðist á við stjórnarskrána. Sú afstaða Stefáns Más er túlkuð þannig í greinargerð með þingsályktun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um samþykkt löggjafarinnar að hann hafi talið umrædda leið standast stjórnarskrána.

Aðspurður segir Stefán Már að þarna sé nokkuð frjálslega farið með. Ljóst má vera að orðalag hans felur hvorki í sér að innleiðingin standist stjórnarskrána né að hún geri það ekki. Bæði til að mynda Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, og laganefnd Lögmannafélags Íslands í umsögn um málið hafa lýst því yfir að málið kunni að fara gegn stjórnarskránni.

Sameiginlega yfirlýsingin ekki bindandi

Fram kemur ennfremur í greinargerð utanríkisráðherra að stjórnvöld hafi ekki talið fordæmisgildi málsins mikið vegna sérstöðu þess. Engu að síður hafi verið gefin út sérstök yfirlýsing aðila málsins um að málið skapaði ekki fordæmi vegna innleiðingar löggjafarinnar. Athygli vekur að einnig segir í greinargerðinni að fordæmi séu þegar fyrir því að fara þessa leið.

Stefán segir að þó slík sameiginleg yfirlýsing sé betri en ekkert sé hún ekki bindandi. Aðspurður segir hann ennfremur að það sé óneitanlega þversagnakennt að gefa út slíka yfirlýsingu, um að málið hafi ekki fordæmisgildi, á sama tíma og vísað sé í fyrri fordæmi.

Einnig kemur fram í greinargerðinni að Stefán Már hafi talið að þær leiðir sem skoðaðar hafi verið vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafarinnar „vera misálitlega út frá því sjónarmiði að viðhalda tveggja stoða kerfi EES-samningsins.“ Þó segir afdráttarlaust í álitsgerð Stefáns að sú leið sem farin var sé að hans áliti „í andstöðu við það tveggja stoða kerfi sem EES-samningurinn byggir á“.

Raunverulegar sjálfstæðar ákvarðanir?

Fram kemur í greinargerð utanríkisráðherra að ekki hafi verið talin þörf á að fara þá leið að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) héldi utan um framkvæmd persónuverndarlöggjafarinnar hér á landi í stað stofnunar Evrópusambandsins þar sem umræddar valdheimildir beindust aðeins að hinum opinbera hér á landi og stofnunum þess en ekki einstaklingum og lögaðilum.

Fram kemur í álitsgerð Stefáns Más að þetta sé ákveðið viðmið sem hafa verið í huga þegar heimildir til framsals valds séu metnar. Hins vegar segir hann í samtali við mbl.is að þar skipti miklu máli hvort um sé að ræða raunverulegar sjálfstæðar ákvarðanir stofnunar á vegum EFTA eða hvort hún sé í raun aðeins að afrita ákvarðanir stofnana Evrópusambandsins.

Þar er vísað til þess þegar stofnun á vegum EFTA tekur ákvörðun á grundvelli uppkasts frá stofnun Evrópusambandsins. „Ef um er að ræða stofnun sem tekur ekki sjálfstæðar ákvarðanir heldur hefur bara þann tilgang að stimpla eitthvað sem annar gerir, þá er tæplega unnt að ræða um aðra stoð. Þá er hún bara milliliður. Formlega tekur hún þá ákvörðun og það skiptir að vísu einhverju máli. Það sem mestu máli skiptir er þó að hún tekur enga sjálfstæða ákvörðun um efni málsins.“

Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina

Þannig geti verið að stofnun á vegum Evrópusambandsins sé í raun að taka ákvörðun sem beinist að einstaklingum og lögaðilum á Íslandi í gegnum EFTA-stofnun. Sama eigi við um Persónuverndarlöggjöfina. Ákvarðanir sem teknar eru af persónuverndarstofnun sambandsins og beint er að Persónuvernd á Íslandi kunni að leiða til ákvarðana sem varði slíka aðila.

Stefán Már segir mikilvægt að horfa heildstætt á það framsal valds sem átt hefur sér stað en ekki aðeins einstakar gerðir sem teknar eru upp í gegnum EES-samninginn. Samantekið séu slíkar gerðir sem teknar hafa verið upp í EES- samninginn eftir gildistöku hans að verða talsverður pakki. Þegar gætt sé að því að EES-samningurinn hafi á sínum tíma verið talinn á mörkum þess sem stjórnarskráin leyfði að því er varðar framsal ríkisvalds. Af því leiði að því séu takmörk sett hve mikið unnt sé að bæta við hann að óbreyttri stjórnarskrá.

Stefán Már segir ekkert hafa verið því til fyrirstöðu lagalega séð að farin væri sú leið að ákvarðanir varðandi persónuverndarlöggjöfina gagnvart EFTA/EES-ríkjunum væru teknar af stofnunum á vegum EFTA, sem ríkin ættu aðild að, í stað þess að þær væru teknar af ESB í andstöðu við tveggja stoða kerfi EES-samningsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

14:08 Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Aftanákeyrsla á Akureyri

13:56 Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann ók aftan á bíl ferðaþjónustu fatlaðra á Hlíðarbraut á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Meira »

Krefst þess að Stundin biðjist afsökunar

13:34 Sendiherra Póllands á Íslandi segir frétt Stundarinnar, um að leiðtogar Póllands hafi marsérað um götur Varsjár í fjölmenngri göngu ásamt nýfasistum, sé móðgandi fyrir pólsku þjóðina. Meira »

500 þúsund vörur á Já.is

13:15 Allt vöruúrval íslenskra vefverslana er nú orðið aðgengilegt á nýjum vef Já.is sem settur var í loftið í dag. Þar má skoða yfir 500 þúsund vörur frá yfir 300 íslenskum vefverslunum og er markmiðið að auðvelda Íslendingum að gera góð kaup á netinu hjá íslenskum kaupmönnum. Meira »

Róðurinn í innanlandsfluginu þungur

13:01 Ásókn millilandaflugfélaganna í starfsfólk, gengi krónunnar og hækkandi olíuverð hefur komið niður á rekstri Flugfélagsins Ernis. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir farþegum í innanlandsflugi hafa farið fækkandi í ár. Meira »

Eldur um borð í báti í Hafnarfirði

12:56 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu vegna elds um borð í báti í Hafnarfjarðarhöfn. Tveir menn voru um borð þegar eldurinn kom upp. Meira »

Sagafilm hlýtur Hvatningaverðlaun jafnréttismála 2018

12:25 Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra veitti Sagafilm Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2018 á fundi um Jafnréttismál sem haldinn var í Háskóla Íslands í morgun. Meira »

Liðkar fyrir flugi til Asíu

11:55 Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að gera ekki lengur kröfu um að íslenskir flugrekendur sem vilja nota Síberíuflug­leiðina haldi jafn­framt uppi beinu áætl­un­ar­flugi til áfangastaðar í Rússlandi breytir engum áætlunum hjá Icelandair. Þetta segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Ákvörðunin liðkar hins vegar fyrir áætlunarflugi til Asíu í nánustu framtíð. Meira »

Blaðamannafundur vegna OR-málsins

11:54 Orkuveita Reykjavíkur hefur boðað til blaðamannafundar í dag kl. 15:00 þar sem niðurstaða úttektar innri endurskoðunar á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum verður kynnt. Meira »

Mánudags-Margeir gagnrýnir samfélagið

11:41 „Nú fyrir helgi var gefin út viðvörun til íslenskra foreldra í jólabókaflóðinu að þar leyndist stórhættulegur áróðurspési. Hann er skrifaður af konu sem áður var sveitaballadrottning. Í bókinni „Lára fer til læknis” er reynt að telja börnum undir grunnskólaaldri trú um að karlar séu læknar og konur séu hjúkrunarfræðingar.“ Meira »

Andri settur ríkislögmaður í bótanefndinni

11:32 Andri Árnason lögmaður hefur verið skipaður settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru nú haust um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Frá þessi er greint í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Skjánotkun barna er að verða vandamál

11:26 Skjánotkun barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Við höfum tilhneigingu til að vera alltaf með síma eða tölvur við hendina. Fólk horfir frekar á heiminn í gegnum skjái heldur en að eiga bein samskipti þar sem það horfist í augu og nú er svo komið að mörg börn geta ekki sest að matarborðinu án þess að hafa síma eða tölvu við hendina. Meira »

„Mælirinn er fullur“

11:25 Heiðveig María Einarsdóttir laug blygðunarlaust upp á Sjómannafélag Íslands, veitti félaginu högg neðan beltis og vó að heiðri og sæmd sjómanna. Þetta segir Jón Hafsteinn Ragnarsson, félagsmaður í Sjómannafélaginu og einn þeirra sem skipa trúnaðarmannaráðið sem vék Heiðveigu úr félaginu. Meira »

Niðurstöðurnar kynntar í dag

10:23 Niðurstöður innri endurskoðunar vegna úttektar á vinnustaðamenningu og einstökum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar stjórum OR og Orku náttúrunnar í dag. Þær verða síðan gerðar opinberar. Meira »

Rannsókn hafin á upptökum eldsins

10:21 „Menn eru núna að gera sig klára til að fara í þessa vettvangsvinnu,“ segir Skúli Jónsson stöðvarstjóri á lögreglustöðinni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði og tæknideild lögreglu hefja núna í birtingu rannsókn á upptökum eldsins á Hvaleyrarbraut. Meira »

Hlutur kirkjunnar fer minnkandi

10:17 Samkvæmt Þjóðskrá Íslands stofnuðu 162 einstaklingar til hjúskapar í október en 85 einstaklingar skildu. Hlutur Þjóðkirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi síðari ár. Meira »

Ungbörn fjórðungur þeirra í garðinum

08:28 Fyrir um 200 árum dó um fjórðungur allra barna hér á landi áður en þau náðu eins árs aldri. Með nokkrum veigamiklum breytingum þegar kemur að hreinlæti og næringu breyttist þetta hins vegar mikið. Þessi mikli ungbarnadauði kemur vel í ljós þegar listi yfir látna í Víkurgarði er skoðaður. Meira »

Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar

08:19 Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar segir fjarstæðukennt að halda því fram að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér að Íslendingar verði neyddir til þess að samþykkja sæstreng. Meira »

Dreifðu límmiðum á höfuðborgarsvæðinu

08:05 Ungir jafnaðarmenn fóru um höfuðborgarsvæðið í gær og dreifðu límmiðum með jákvæðum skilaboðum í garð flóttafólks og hælisleitenda sem vilja setjast að hér á landi. Er þessi gjörningur andspyrna við öfl sem hafa upp á síðkastið dreift hatursáróðri gegn þessum viðkvæmu hópum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, segir í tilkynningu. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....