„Þetta skapar afleitt fordæmi“

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor.
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, í samtali við mbl.is um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana Evrópusambandsins með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í gegnum EES-samninginn í síðustu viku.

Tekin var ákvörðun um að byggja innleiðingu löggjafarinnar ekki á tveggja stoða kerfi EES-samningsins  sem er grundvöllur samningsins og snýst í stuttu máli um að aðildarríki samstarfsins sem ekki eru hluti Evrópusambandsins eigi ekki að vera undir vald stofnana sambandsins sett. Þess í stað eiga ríkin að heyra undir eftirlit stofnana sem haldið er úti af Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) sem ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, eiga þvert á móti aðild að.

Þess í stað felur persónuverndarlöggjöfin í sér að Persónuvernd á Íslandi heyri beint undir vald stofnunar Evrópusambandsins á sviði persónuverndarmála. Stefán Már veitti stjórnvöldum ráðgjöf vegna innleiðingar löggjafarinnar en fram kemur í álitsgerð hans í þeim efnum að hann teldi að ekki ætti að vinna áfram með þá leið sem síðan var farin við innleiðinguna.

Ákvarðarnir stofnunar ESB afar einhliða

Stefán Már benti í því sambandi á að ákvarðanir sem teknar væru af stofnun Evrópusambandsins væru afar einhliða en ákveðin gagnkvæmni væri mikilvægur þáttur við mat á mörkum leyfilegs framsals ríkisvalds samkvæmt stjórnarskránni. Þær væru einnig í andstöðu við tveggja stoða kerfið og á svig við þann fyrirsjáanleika sem gert hafi verið ráð fyrir við undirritun EES-samningsins.

Fyrir vikið fæli innleiðingin á persónuverndarlöggjöfinni í sér afleitt fordæmi. Hins vegar væri ekki hægt að fullyrða á heildina litið að málið stangaðist á við stjórnarskrána. Sú afstaða Stefáns Más er túlkuð þannig í greinargerð með þingsályktun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um samþykkt löggjafarinnar að hann hafi talið umrædda leið standast stjórnarskrána.

Aðspurður segir Stefán Már að þarna sé nokkuð frjálslega farið með. Ljóst má vera að orðalag hans felur hvorki í sér að innleiðingin standist stjórnarskrána né að hún geri það ekki. Bæði til að mynda Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, og laganefnd Lögmannafélags Íslands í umsögn um málið hafa lýst því yfir að málið kunni að fara gegn stjórnarskránni.

Sameiginlega yfirlýsingin ekki bindandi

Fram kemur ennfremur í greinargerð utanríkisráðherra að stjórnvöld hafi ekki talið fordæmisgildi málsins mikið vegna sérstöðu þess. Engu að síður hafi verið gefin út sérstök yfirlýsing aðila málsins um að málið skapaði ekki fordæmi vegna innleiðingar löggjafarinnar. Athygli vekur að einnig segir í greinargerðinni að fordæmi séu þegar fyrir því að fara þessa leið.

Stefán segir að þó slík sameiginleg yfirlýsing sé betri en ekkert sé hún ekki bindandi. Aðspurður segir hann ennfremur að það sé óneitanlega þversagnakennt að gefa út slíka yfirlýsingu, um að málið hafi ekki fordæmisgildi, á sama tíma og vísað sé í fyrri fordæmi.

Einnig kemur fram í greinargerðinni að Stefán Már hafi talið að þær leiðir sem skoðaðar hafi verið vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafarinnar „vera misálitlega út frá því sjónarmiði að viðhalda tveggja stoða kerfi EES-samningsins.“ Þó segir afdráttarlaust í álitsgerð Stefáns að sú leið sem farin var sé að hans áliti „í andstöðu við það tveggja stoða kerfi sem EES-samningurinn byggir á“.

Raunverulegar sjálfstæðar ákvarðanir?

Fram kemur í greinargerð utanríkisráðherra að ekki hafi verið talin þörf á að fara þá leið að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) héldi utan um framkvæmd persónuverndarlöggjafarinnar hér á landi í stað stofnunar Evrópusambandsins þar sem umræddar valdheimildir beindust aðeins að hinum opinbera hér á landi og stofnunum þess en ekki einstaklingum og lögaðilum.

Fram kemur í álitsgerð Stefáns Más að þetta sé ákveðið viðmið sem hafa verið í huga þegar heimildir til framsals valds séu metnar. Hins vegar segir hann í samtali við mbl.is að þar skipti miklu máli hvort um sé að ræða raunverulegar sjálfstæðar ákvarðanir stofnunar á vegum EFTA eða hvort hún sé í raun aðeins að afrita ákvarðanir stofnana Evrópusambandsins.

Þar er vísað til þess þegar stofnun á vegum EFTA tekur ákvörðun á grundvelli uppkasts frá stofnun Evrópusambandsins. „Ef um er að ræða stofnun sem tekur ekki sjálfstæðar ákvarðanir heldur hefur bara þann tilgang að stimpla eitthvað sem annar gerir, þá er tæplega unnt að ræða um aðra stoð. Þá er hún bara milliliður. Formlega tekur hún þá ákvörðun og það skiptir að vísu einhverju máli. Það sem mestu máli skiptir er þó að hún tekur enga sjálfstæða ákvörðun um efni málsins.“

Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina

Þannig geti verið að stofnun á vegum Evrópusambandsins sé í raun að taka ákvörðun sem beinist að einstaklingum og lögaðilum á Íslandi í gegnum EFTA-stofnun. Sama eigi við um Persónuverndarlöggjöfina. Ákvarðanir sem teknar eru af persónuverndarstofnun sambandsins og beint er að Persónuvernd á Íslandi kunni að leiða til ákvarðana sem varði slíka aðila.

Stefán Már segir mikilvægt að horfa heildstætt á það framsal valds sem átt hefur sér stað en ekki aðeins einstakar gerðir sem teknar eru upp í gegnum EES-samninginn. Samantekið séu slíkar gerðir sem teknar hafa verið upp í EES- samninginn eftir gildistöku hans að verða talsverður pakki. Þegar gætt sé að því að EES-samningurinn hafi á sínum tíma verið talinn á mörkum þess sem stjórnarskráin leyfði að því er varðar framsal ríkisvalds. Af því leiði að því séu takmörk sett hve mikið unnt sé að bæta við hann að óbreyttri stjórnarskrá.

Stefán Már segir ekkert hafa verið því til fyrirstöðu lagalega séð að farin væri sú leið að ákvarðanir varðandi persónuverndarlöggjöfina gagnvart EFTA/EES-ríkjunum væru teknar af stofnunum á vegum EFTA, sem ríkin ættu aðild að, í stað þess að þær væru teknar af ESB í andstöðu við tveggja stoða kerfi EES-samningsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Læknanemar lækna bangsa

16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »