„Þetta skapar afleitt fordæmi“

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor.
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, í samtali við mbl.is um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana Evrópusambandsins með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í gegnum EES-samninginn í síðustu viku.

Tekin var ákvörðun um að byggja innleiðingu löggjafarinnar ekki á tveggja stoða kerfi EES-samningsins  sem er grundvöllur samningsins og snýst í stuttu máli um að aðildarríki samstarfsins sem ekki eru hluti Evrópusambandsins eigi ekki að vera undir vald stofnana sambandsins sett. Þess í stað eiga ríkin að heyra undir eftirlit stofnana sem haldið er úti af Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) sem ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, eiga þvert á móti aðild að.

Þess í stað felur persónuverndarlöggjöfin í sér að Persónuvernd á Íslandi heyri beint undir vald stofnunar Evrópusambandsins á sviði persónuverndarmála. Stefán Már veitti stjórnvöldum ráðgjöf vegna innleiðingar löggjafarinnar en fram kemur í álitsgerð hans í þeim efnum að hann teldi að ekki ætti að vinna áfram með þá leið sem síðan var farin við innleiðinguna.

Ákvarðarnir stofnunar ESB afar einhliða

Stefán Már benti í því sambandi á að ákvarðanir sem teknar væru af stofnun Evrópusambandsins væru afar einhliða en ákveðin gagnkvæmni væri mikilvægur þáttur við mat á mörkum leyfilegs framsals ríkisvalds samkvæmt stjórnarskránni. Þær væru einnig í andstöðu við tveggja stoða kerfið og á svig við þann fyrirsjáanleika sem gert hafi verið ráð fyrir við undirritun EES-samningsins.

Fyrir vikið fæli innleiðingin á persónuverndarlöggjöfinni í sér afleitt fordæmi. Hins vegar væri ekki hægt að fullyrða á heildina litið að málið stangaðist á við stjórnarskrána. Sú afstaða Stefáns Más er túlkuð þannig í greinargerð með þingsályktun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um samþykkt löggjafarinnar að hann hafi talið umrædda leið standast stjórnarskrána.

Aðspurður segir Stefán Már að þarna sé nokkuð frjálslega farið með. Ljóst má vera að orðalag hans felur hvorki í sér að innleiðingin standist stjórnarskrána né að hún geri það ekki. Bæði til að mynda Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, og laganefnd Lögmannafélags Íslands í umsögn um málið hafa lýst því yfir að málið kunni að fara gegn stjórnarskránni.

Sameiginlega yfirlýsingin ekki bindandi

Fram kemur ennfremur í greinargerð utanríkisráðherra að stjórnvöld hafi ekki talið fordæmisgildi málsins mikið vegna sérstöðu þess. Engu að síður hafi verið gefin út sérstök yfirlýsing aðila málsins um að málið skapaði ekki fordæmi vegna innleiðingar löggjafarinnar. Athygli vekur að einnig segir í greinargerðinni að fordæmi séu þegar fyrir því að fara þessa leið.

Stefán segir að þó slík sameiginleg yfirlýsing sé betri en ekkert sé hún ekki bindandi. Aðspurður segir hann ennfremur að það sé óneitanlega þversagnakennt að gefa út slíka yfirlýsingu, um að málið hafi ekki fordæmisgildi, á sama tíma og vísað sé í fyrri fordæmi.

Einnig kemur fram í greinargerðinni að Stefán Már hafi talið að þær leiðir sem skoðaðar hafi verið vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafarinnar „vera misálitlega út frá því sjónarmiði að viðhalda tveggja stoða kerfi EES-samningsins.“ Þó segir afdráttarlaust í álitsgerð Stefáns að sú leið sem farin var sé að hans áliti „í andstöðu við það tveggja stoða kerfi sem EES-samningurinn byggir á“.

Raunverulegar sjálfstæðar ákvarðanir?

Fram kemur í greinargerð utanríkisráðherra að ekki hafi verið talin þörf á að fara þá leið að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) héldi utan um framkvæmd persónuverndarlöggjafarinnar hér á landi í stað stofnunar Evrópusambandsins þar sem umræddar valdheimildir beindust aðeins að hinum opinbera hér á landi og stofnunum þess en ekki einstaklingum og lögaðilum.

Fram kemur í álitsgerð Stefáns Más að þetta sé ákveðið viðmið sem hafa verið í huga þegar heimildir til framsals valds séu metnar. Hins vegar segir hann í samtali við mbl.is að þar skipti miklu máli hvort um sé að ræða raunverulegar sjálfstæðar ákvarðanir stofnunar á vegum EFTA eða hvort hún sé í raun aðeins að afrita ákvarðanir stofnana Evrópusambandsins.

Þar er vísað til þess þegar stofnun á vegum EFTA tekur ákvörðun á grundvelli uppkasts frá stofnun Evrópusambandsins. „Ef um er að ræða stofnun sem tekur ekki sjálfstæðar ákvarðanir heldur hefur bara þann tilgang að stimpla eitthvað sem annar gerir, þá er tæplega unnt að ræða um aðra stoð. Þá er hún bara milliliður. Formlega tekur hún þá ákvörðun og það skiptir að vísu einhverju máli. Það sem mestu máli skiptir er þó að hún tekur enga sjálfstæða ákvörðun um efni málsins.“

Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina

Þannig geti verið að stofnun á vegum Evrópusambandsins sé í raun að taka ákvörðun sem beinist að einstaklingum og lögaðilum á Íslandi í gegnum EFTA-stofnun. Sama eigi við um Persónuverndarlöggjöfina. Ákvarðanir sem teknar eru af persónuverndarstofnun sambandsins og beint er að Persónuvernd á Íslandi kunni að leiða til ákvarðana sem varði slíka aðila.

Stefán Már segir mikilvægt að horfa heildstætt á það framsal valds sem átt hefur sér stað en ekki aðeins einstakar gerðir sem teknar eru upp í gegnum EES-samninginn. Samantekið séu slíkar gerðir sem teknar hafa verið upp í EES- samninginn eftir gildistöku hans að verða talsverður pakki. Þegar gætt sé að því að EES-samningurinn hafi á sínum tíma verið talinn á mörkum þess sem stjórnarskráin leyfði að því er varðar framsal ríkisvalds. Af því leiði að því séu takmörk sett hve mikið unnt sé að bæta við hann að óbreyttri stjórnarskrá.

Stefán Már segir ekkert hafa verið því til fyrirstöðu lagalega séð að farin væri sú leið að ákvarðanir varðandi persónuverndarlöggjöfina gagnvart EFTA/EES-ríkjunum væru teknar af stofnunum á vegum EFTA, sem ríkin ættu aðild að, í stað þess að þær væru teknar af ESB í andstöðu við tveggja stoða kerfi EES-samningsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Viðurkenndi að hafa veist að eiginkonunni

15:25 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa með alvarlegum hætti ógnað lífi, heilsu og velferð eiginkonu sinnar. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða 18. júlí, en brotið átti sér stað 24. maí. Meira »

Engar uppsagnir dregnar tilbaka

15:20 „Það eru allir að hugsa þetta hver í sínu horni,“ seg­ir Edda Guðrún Krist­ins­dótt­ir, ljós­móðir á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri (SAK). Þær ljósmæður sem hafa sagt upp störfum sínum að undanförnu hafa ekki dregið uppsagnir sínar tilbaka. Meira »

Hraðakstur í meðallagi í Mosfellsdal

15:04 Hraðamælingar lögreglu í Mosfellsdal sl. 2 ár benda ekki til þess að hraðakstur sé áberandi mikill á Þingvallavegi. Nokkrum sinnum á undanförnum árum hefur hraði ökumanna á veginum verið mældur með sérstökum hraðamælingabíl lögreglunnar og samkvæmt mælingunum er svonefnt brotahlutfall í meðallagi. Meira »

Einstaklingar geti aðeins keypt jarðir

14:26 „Ráðaleysið virðist algert meðan landið er selt undan þjóðinni,“ segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta af umfangsmiklum kaupum erlendra auðmanna á jörðum hér á landi. Meira »

Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi

14:21 Konan sem lést í banaslysi á Þingvallavegi í Mosfellsdal á laugardaginn hét Guðný Þórðardóttir. Hún var fædd árið 1937 og var búsett í Reykjavík. Meira »

Stöðugleikinn „með ólíkindum“

13:04 Veðrið á Íslandi er oft sagt óútreiknanlegt. Fyrir hádegi skín sól, eftir hádegi haglél og þess á milli eitthvað allt annað. Síðustu vikur hefur veðurfar þó verið óvenjustöðugt, bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Meira »

Alvarlega særður eftir hnífstungu

12:16 Karlmaður er alvarlega særður eftir hnífstungu á Akranesi í nótt. Að sögn yfirlögregluþjóns var maðurinn fluttur á Landspítalann í nótt en er kominn úr lífshættu. Meira »

Engar „sáraeinfaldar“ lausnir

11:15 Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir engar „sáraeinfaldar“ lausnir á reiðu sem hægt væri að fara í strax til að draga úr hraðaakstri um Mosfellsdal. Nema þá helst að setja upp hraðamyndavélar. Það sé dýrt og hann viti ekki til þess að slíkt sé á döfinni í dalnum. Meira »

Enn ekki tímabært að meta skaðann

10:50 „Það varð land undir skriðunni og það þarf ekki að meta það neitt nánar, það er bara ónýtt,“ segir Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal. Rúmar tvær vikur eru liðnar síðan geysilega stór grjótskriða féll úr Fagraskógafjalli skammt frá bæ Finnboga. Meira »

Rannsókn í Svalbarðseyrarmálinu á lokastigi

10:10 Rannsókn máls vegna vopnaðs manns á Svalbarðseyri er á lokastigi. Skýrslutaka yfir manninum fer fram síðar í dag og í framhaldinu verður metið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Meira »

Kenna sirkuslistir

09:43 Á laugardögum í sumar hafa nokkrir drengir tekið að sér að kenna sirkuslistir á Klambratúni. Þrír þeirra mættu í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 og reyndu að kenna Loga og Rikku einföldustu atriði. Meira »

Vill úrbætur í Mosfellsdal strax

09:23 „Ég skil áhyggjur íbúa Mosfellsdal fullkomlega. Við erum sannarlega með þeim í liði í því að fá framkvæmdir sem þarna standa til í gegn sem fyrst,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ um umferðaröryggismál í Mosfellsdal. Meira »

Vegaframkvæmdir allan sólarhringinn

08:49 Stefnt er að því að malbika 3,7 km langan kafla á Akrafjallsvegi í dag og á morgun. Veginum verður lokað í báðar áttir og allri umferð beint norðan við Akrafjall og í gegnum Akranes. Meira »

Versta hugmynd í heimi?

08:37 Samkvæmt rannsókn við Harvard háskólann er lítil skynsemi í því að láta starfsfólk vinna í opnu rými. Guðríður Sigurðardóttir, hjá Attendus, ræddi þessi mál í morgunþættinum Ísland vaknar. Hún segir að mikið atriði sé að skipuleggja opin vinnurými rétt. Meira »

Í sundi um miðja nótt

07:26 Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og lyfja í gærkvöldi og nótt. Jafnframt var fólk rekið upp úr Kópavogslauginni í nótt og eins var einn handtekinn fyrir að sýna af sér ósæmilega hegðun á almannafæri. Meira »

„Þaulsetið lægðardrag“ yfir landinu

07:00 Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Kolvitlaust að gera hjá lögreglunni

06:55 Kolvitlaust var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Alls komu 70 mál inn á borð lögreglunnar frá klukkan 19 til þrjú í nótt. Meðal annars komu nokkrar árásir til kasta lögreglu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Komu bát til bjargar á Skjálfanda

06:38 Félagar í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík komu bát til bjargar á Skjálfanda í gærkvöldi eftir að báturinn missti stýrið. Einn var um borð í bátnum þegar óhappið átti sér stað. Meira »

Endurveki forkaupsrétt sveitarfélaga

05:30 „Það er ekki nýtt að efnamenn beri víurnar í laxveiðihlunnindi. Það er kannski nýtt að erlendur auðmaður geri það í svona stórum stíl. Ég hef eðlilega áhyggjur eins og margir aðrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Ónotuð sumardekk til sölu
Hankook 15" /19565 S:6636615...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage in Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina...