„Þetta skapar afleitt fordæmi“

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor.
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, í samtali við mbl.is um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana Evrópusambandsins með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í gegnum EES-samninginn í síðustu viku.

Tekin var ákvörðun um að byggja innleiðingu löggjafarinnar ekki á tveggja stoða kerfi EES-samningsins  sem er grundvöllur samningsins og snýst í stuttu máli um að aðildarríki samstarfsins sem ekki eru hluti Evrópusambandsins eigi ekki að vera undir vald stofnana sambandsins sett. Þess í stað eiga ríkin að heyra undir eftirlit stofnana sem haldið er úti af Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) sem ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, eiga þvert á móti aðild að.

Þess í stað felur persónuverndarlöggjöfin í sér að Persónuvernd á Íslandi heyri beint undir vald stofnunar Evrópusambandsins á sviði persónuverndarmála. Stefán Már veitti stjórnvöldum ráðgjöf vegna innleiðingar löggjafarinnar en fram kemur í álitsgerð hans í þeim efnum að hann teldi að ekki ætti að vinna áfram með þá leið sem síðan var farin við innleiðinguna.

Ákvarðarnir stofnunar ESB afar einhliða

Stefán Már benti í því sambandi á að ákvarðanir sem teknar væru af stofnun Evrópusambandsins væru afar einhliða en ákveðin gagnkvæmni væri mikilvægur þáttur við mat á mörkum leyfilegs framsals ríkisvalds samkvæmt stjórnarskránni. Þær væru einnig í andstöðu við tveggja stoða kerfið og á svig við þann fyrirsjáanleika sem gert hafi verið ráð fyrir við undirritun EES-samningsins.

Fyrir vikið fæli innleiðingin á persónuverndarlöggjöfinni í sér afleitt fordæmi. Hins vegar væri ekki hægt að fullyrða á heildina litið að málið stangaðist á við stjórnarskrána. Sú afstaða Stefáns Más er túlkuð þannig í greinargerð með þingsályktun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um samþykkt löggjafarinnar að hann hafi talið umrædda leið standast stjórnarskrána.

Aðspurður segir Stefán Már að þarna sé nokkuð frjálslega farið með. Ljóst má vera að orðalag hans felur hvorki í sér að innleiðingin standist stjórnarskrána né að hún geri það ekki. Bæði til að mynda Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, og laganefnd Lögmannafélags Íslands í umsögn um málið hafa lýst því yfir að málið kunni að fara gegn stjórnarskránni.

Sameiginlega yfirlýsingin ekki bindandi

Fram kemur ennfremur í greinargerð utanríkisráðherra að stjórnvöld hafi ekki talið fordæmisgildi málsins mikið vegna sérstöðu þess. Engu að síður hafi verið gefin út sérstök yfirlýsing aðila málsins um að málið skapaði ekki fordæmi vegna innleiðingar löggjafarinnar. Athygli vekur að einnig segir í greinargerðinni að fordæmi séu þegar fyrir því að fara þessa leið.

Stefán segir að þó slík sameiginleg yfirlýsing sé betri en ekkert sé hún ekki bindandi. Aðspurður segir hann ennfremur að það sé óneitanlega þversagnakennt að gefa út slíka yfirlýsingu, um að málið hafi ekki fordæmisgildi, á sama tíma og vísað sé í fyrri fordæmi.

Einnig kemur fram í greinargerðinni að Stefán Már hafi talið að þær leiðir sem skoðaðar hafi verið vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafarinnar „vera misálitlega út frá því sjónarmiði að viðhalda tveggja stoða kerfi EES-samningsins.“ Þó segir afdráttarlaust í álitsgerð Stefáns að sú leið sem farin var sé að hans áliti „í andstöðu við það tveggja stoða kerfi sem EES-samningurinn byggir á“.

Raunverulegar sjálfstæðar ákvarðanir?

Fram kemur í greinargerð utanríkisráðherra að ekki hafi verið talin þörf á að fara þá leið að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) héldi utan um framkvæmd persónuverndarlöggjafarinnar hér á landi í stað stofnunar Evrópusambandsins þar sem umræddar valdheimildir beindust aðeins að hinum opinbera hér á landi og stofnunum þess en ekki einstaklingum og lögaðilum.

Fram kemur í álitsgerð Stefáns Más að þetta sé ákveðið viðmið sem hafa verið í huga þegar heimildir til framsals valds séu metnar. Hins vegar segir hann í samtali við mbl.is að þar skipti miklu máli hvort um sé að ræða raunverulegar sjálfstæðar ákvarðanir stofnunar á vegum EFTA eða hvort hún sé í raun aðeins að afrita ákvarðanir stofnana Evrópusambandsins.

Þar er vísað til þess þegar stofnun á vegum EFTA tekur ákvörðun á grundvelli uppkasts frá stofnun Evrópusambandsins. „Ef um er að ræða stofnun sem tekur ekki sjálfstæðar ákvarðanir heldur hefur bara þann tilgang að stimpla eitthvað sem annar gerir, þá er tæplega unnt að ræða um aðra stoð. Þá er hún bara milliliður. Formlega tekur hún þá ákvörðun og það skiptir að vísu einhverju máli. Það sem mestu máli skiptir er þó að hún tekur enga sjálfstæða ákvörðun um efni málsins.“

Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina

Þannig geti verið að stofnun á vegum Evrópusambandsins sé í raun að taka ákvörðun sem beinist að einstaklingum og lögaðilum á Íslandi í gegnum EFTA-stofnun. Sama eigi við um Persónuverndarlöggjöfina. Ákvarðanir sem teknar eru af persónuverndarstofnun sambandsins og beint er að Persónuvernd á Íslandi kunni að leiða til ákvarðana sem varði slíka aðila.

Stefán Már segir mikilvægt að horfa heildstætt á það framsal valds sem átt hefur sér stað en ekki aðeins einstakar gerðir sem teknar eru upp í gegnum EES-samninginn. Samantekið séu slíkar gerðir sem teknar hafa verið upp í EES- samninginn eftir gildistöku hans að verða talsverður pakki. Þegar gætt sé að því að EES-samningurinn hafi á sínum tíma verið talinn á mörkum þess sem stjórnarskráin leyfði að því er varðar framsal ríkisvalds. Af því leiði að því séu takmörk sett hve mikið unnt sé að bæta við hann að óbreyttri stjórnarskrá.

Stefán Már segir ekkert hafa verið því til fyrirstöðu lagalega séð að farin væri sú leið að ákvarðanir varðandi persónuverndarlöggjöfina gagnvart EFTA/EES-ríkjunum væru teknar af stofnunum á vegum EFTA, sem ríkin ættu aðild að, í stað þess að þær væru teknar af ESB í andstöðu við tveggja stoða kerfi EES-samningsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

16:10 Allt tiltækt slökkvið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor fyrir allt að 100mm greinar. Öflu...