Vísindaskólinn aldrei vinsælli

Ungt vísindafólk í Vísindaskóla unga fólksins.
Ungt vísindafólk í Vísindaskóla unga fólksins. Ljósmynd/Aðsend

Vísindaskóli unga fólksins hefst í fjórða skiptið í dag innan veggja Háskólans á Akureyri. Skólinn hefur aldrei verið vinsælli en alls eru um níutíu börn skráð í skólann og er hópur barna á biðlista eftir þátttöku. Þátttakendur eru á aldrinum ellefu til þrettán ára og koma alls staðar að af landinu.

Skólinn fer þannig fram að á hverjum degi er sérstakt þema sem nemendur einbeita sér að þann daginn. Á meðal þess sem unga vísindafólkið mun taka fyrir er skapandi hugsun, starf lögreglunnar og lífríkið í kringum okkur. Einnig fer kennsla fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri einn daginn þar sem svokölluð FAB LAB smiðja fer fram.

Vísindaskólanum lýkur svo með formlegri útskrift á föstudag þar sem aðstandendur og vinir nemenda eru boðnir velkomnir.

Ungt vísindafólk í Vísindaskóla unga fólksins.
Ungt vísindafólk í Vísindaskóla unga fólksins. Ljósmynd/Aðsend
Ungt vísindafólk í Vísindaskóla unga fólksins.
Ungt vísindafólk í Vísindaskóla unga fólksins. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert