Hefur aldrei fundist jafn gaman í vinnunni og nú

Kristjana Arnarsdóttir.
Kristjana Arnarsdóttir. mbl/Arnþór Birkisson

„Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf. Það er mjög gaman að setjast yfir þessi lið sem ég hef sjálf fylgst með á stórmótum frá því ég var pínulítil. Það er einfaldlega frábært að fá að taka þátt í þessu núna,“ segir Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV.

Kristjana hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína í HM-stofunni á RÚV síðustu daga. Á sínu fyrsta stórmóti mætir hún til leiks eins og hún hafi aldrei gert annað og er sem ferskur andvari inn í umhverfi sem jafnan er nær eingöngu skipað körlum. Kristjana og stallsystir hennar, Edda Sif Pálsdóttir sem flytur fréttir frá Rússlandi, eiga sannarlega hrós skilið fyrir frammistöðu sína.

Kristjana steig sín fyrstu skref í fjölmiðlum á Fréttablaðinu árið 2010 en var lengi vel efins um hvort hún ætti að ílengjast í fjölmiðlaumhverfinu, að því er fram kemur í viðtali við hana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert