Borgarstjóri ber fyrir sig Gústaf

Engir sætabrauðsdagar í borgarstjórn á fyrsta fundi eftir kosningar.
Engir sætabrauðsdagar í borgarstjórn á fyrsta fundi eftir kosningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þennan trúnaðarbrest þarf að rannsaka,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í ræðustól borgarstjórnar í dag. Þetta voru viðbrögð við að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti í ræðustól í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda hver fulltrúi minnihlutans yrði í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, stóð í rökræðum við Líf um breytingartillögur meirihlutans er varða verksvið nefnda. Líf lauk síðan andsvari með því að þakka fyrir að fá að starfa áfram með Mörtu að umhverfismálum í nýrri umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Marta gerði því athugasemd vegna þess að minnihlutinn hafði aldrei upplýst meirihlutann um hverja hann hygðist kjósa í nefndir borgarinnar og spurði Líf hvernig hún hefði vitneskju um áform Mörtu.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gerði verulegar athugasemdir vegna meints leka. Hann upplýsti að starfsmaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins hefði sent tillögur minnihlutans til starfsmanns borgarinnar í kjölfar þess að minnihlutinn hafði verið ítrekað beðinn um að senda frá sér sínar tillögur. Eyþór bætti síðan við að þetta hefði verið sent í trúnaði og ef svo væri ekki, er það furðulegt að minnihlutinn hafi ekki verið upplýstur um hverjar tillögur meirihlutans voru.

Gústafi Níelssyni að kenna

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hefð hefði myndast fyrir þessu verkferli að senda frá sér tillögur sínar vegna þeirra deilna sem tilnefning Gústafs Níelssonar í mannréttindaráð hefði skapað á sínum tíma.

„Hér talar borgarstjóri um það að hér þurfi að vega og meta fólk og þess vegna þurfa upplýsingar að liggja fyrir löngu fyrir fundi. Þurfti að vega og meta mig sem er með kjörbréf sem kjörinn borgarfulltrúi? Er það kannski bara geðþóttaákvörðun borgarstjórans hverju sinni hverjir eru vegnir og metnir? Ríkir hér jafnræði? Nei það ríkir ekki jafnræði hér í þessum sal. Hér hafa gögn legið fyrir, hér hafa sumir haft aðgengi að þessum gögnum og aðrir ekki,“ sagði Marta og fór fram á rannsókn á málinu þar sem þetta snérist að hennar nafni.

Mat Eyþórs var að engin hefð hafi myndast þar sem þetta hefur aldrei áður verið gert með þessum hætti. Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði síðan spurningar minnihlutans um hver það var sem lak umræddum upplýsingum. Þeirri spurningu var þó ekki svarað.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti og borgarfulltrúi Flokks fólksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að flissa á meðan minnihlutinn hélt ræður. „Er það þetta sem bíður [næstu fjögur ár] fliss, háð, spott, gjamm og inngrip?“

Lif bar fyrir sig að henni hefði borist nöfn til eyrna í einkasamtali og frammi á göngum, en vildi ekki upplýsa hver hefði sagt henni frá tilnefningu minnihlutans. Marta hafði uppi spurningu hvort Líf hefði vitað hvernig fulltrúar minnihlutans hafi ætlað að kjósa í leynilegri kosningu. Líf sagði þá að lítil ástæða væri fyrir því að halda að atkvæðagreiðslur væru leynilegar þar sem niðurstöðurnar hefðu verið 11 gegn 12 fyrr á fundinum.

Fundurinn hófst klukkan 14 og stendur enn.

mbl.is

Innlent »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mæður veikra barna sendar heim

05:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yfirvinnubann ljósmæðra sem boðað hefur verið á miðvikudaginn. Meira »

Handtóku óvelkominn mann

05:15 Íbúi í austurhluta Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna manna sem væru óvelkomnir í húsinu hans. Meira »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

Í gær, 22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »
Inntökupróf
Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitu...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...