Borgarstjóri ber fyrir sig Gústaf

Engir sætabrauðsdagar í borgarstjórn á fyrsta fundi eftir kosningar.
Engir sætabrauðsdagar í borgarstjórn á fyrsta fundi eftir kosningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þennan trúnaðarbrest þarf að rannsaka,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í ræðustól borgarstjórnar í dag. Þetta voru viðbrögð við að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti í ræðustól í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda hver fulltrúi minnihlutans yrði í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, stóð í rökræðum við Líf um breytingartillögur meirihlutans er varða verksvið nefnda. Líf lauk síðan andsvari með því að þakka fyrir að fá að starfa áfram með Mörtu að umhverfismálum í nýrri umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Marta gerði því athugasemd vegna þess að minnihlutinn hafði aldrei upplýst meirihlutann um hverja hann hygðist kjósa í nefndir borgarinnar og spurði Líf hvernig hún hefði vitneskju um áform Mörtu.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gerði verulegar athugasemdir vegna meints leka. Hann upplýsti að starfsmaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins hefði sent tillögur minnihlutans til starfsmanns borgarinnar í kjölfar þess að minnihlutinn hafði verið ítrekað beðinn um að senda frá sér sínar tillögur. Eyþór bætti síðan við að þetta hefði verið sent í trúnaði og ef svo væri ekki, er það furðulegt að minnihlutinn hafi ekki verið upplýstur um hverjar tillögur meirihlutans voru.

Gústafi Níelssyni að kenna

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hefð hefði myndast fyrir þessu verkferli að senda frá sér tillögur sínar vegna þeirra deilna sem tilnefning Gústafs Níelssonar í mannréttindaráð hefði skapað á sínum tíma.

„Hér talar borgarstjóri um það að hér þurfi að vega og meta fólk og þess vegna þurfa upplýsingar að liggja fyrir löngu fyrir fundi. Þurfti að vega og meta mig sem er með kjörbréf sem kjörinn borgarfulltrúi? Er það kannski bara geðþóttaákvörðun borgarstjórans hverju sinni hverjir eru vegnir og metnir? Ríkir hér jafnræði? Nei það ríkir ekki jafnræði hér í þessum sal. Hér hafa gögn legið fyrir, hér hafa sumir haft aðgengi að þessum gögnum og aðrir ekki,“ sagði Marta og fór fram á rannsókn á málinu þar sem þetta snérist að hennar nafni.

Mat Eyþórs var að engin hefð hafi myndast þar sem þetta hefur aldrei áður verið gert með þessum hætti. Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði síðan spurningar minnihlutans um hver það var sem lak umræddum upplýsingum. Þeirri spurningu var þó ekki svarað.

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti og borgarfulltrúi Flokks fólksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að flissa á meðan minnihlutinn hélt ræður. „Er það þetta sem bíður [næstu fjögur ár] fliss, háð, spott, gjamm og inngrip?“

Lif bar fyrir sig að henni hefði borist nöfn til eyrna í einkasamtali og frammi á göngum, en vildi ekki upplýsa hver hefði sagt henni frá tilnefningu minnihlutans. Marta hafði uppi spurningu hvort Líf hefði vitað hvernig fulltrúar minnihlutans hafi ætlað að kjósa í leynilegri kosningu. Líf sagði þá að lítil ástæða væri fyrir því að halda að atkvæðagreiðslur væru leynilegar þar sem niðurstöðurnar hefðu verið 11 gegn 12 fyrr á fundinum.

Fundurinn hófst klukkan 14 og stendur enn.

mbl.is

Innlent »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A. sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Kröfunni hefur verið hafnað af Vegagerðinni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

10:00 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »

Tjónið þegar töluvert

05:30 Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gærkvöldi. Verkfallið beindist að hótelum og rútubílstjórum og tóku verkalýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Flugfélögin ræðast við um helgina

05:30 Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skuldabréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Meira »

Hælisleitendum fjölgar verulega

05:30 Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Skattframtalsgerð einstaklingar/minni fé
Tek að mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni félög. Almennt bókhal...