Bríetar minnst á kvenréttindadeginum

Baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur var minnst í dag á kvenréttindadegi íslenskra …
Baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur var minnst í dag á kvenréttindadegi íslenskra kvenna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvenréttindadagur íslenskra kvenna er í dag en á þessum degi fyrir hundrað og þremur árum fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. 

Dóra Björt Guðjónsdóttir leggur blómsveig að leiði Bríetar.
Dóra Björt Guðjónsdóttir leggur blómsveig að leiði Bríetar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni dagsins var blómsveigur lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði við stutta athöfn þar sem þessarar merku konu og réttindabaráttu kvenna á Íslandi var minnst. Dóra Björt Guðjónsdóttir, verðandi forseti borgarstjórnar, lagði sveiginn að leiði Bríetar og flutti stutt ávarp og tónlistarkonan Ólöf Arnalds söng svo nokkur lög.

Enginn einn einstaklingur var áhrifameiri í baráttunni fyrir lagalegu jafnrétti kvenna á við karla en Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Hún var einn mesti brautryðjandi íslenskar kvenréttindabaráttu og átti hún frumkvæðið að stofnun Kvenréttindafélags Íslands, Verkakvennafélagsins Framsóknar og Lestrafélags Kvenna í Reykjavík ásamt því að stofna og ritstýra Kvennablaðinu.

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds.
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds. mbl.is/Kristinn Magnússon
Leikskólabörn við athöfnina í dag.
Leikskólabörn við athöfnina í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri myndar athöfnina.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri myndar athöfnina. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert