Fjórir á móti einum

Mynd úr safni sem sýnir krot á vegg við Laugaveg.
Mynd úr safni sem sýnir krot á vegg við Laugaveg. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál á Laugavegi á öðrum tímanum í nótt þar sem fjórir væru á móti einum. Þegar lögregla kom á staðinn voru átökin yfirstaðin og engar kröfur frá neinum. Lögregla hafði þó frekari afskipti af einum sem reyndist hafa tvo ólöglega hnífa á sér. Hnífarnir voru haldlagðir en vopnaburður á almannafæri er bannaður.

Lögreglan hafði afskipti af tveimur körlum og konu á Laugaveginum um tvö í nótt en tilkynnt hafði verið að fólkið væri að úða á húsgafl við götuna. Þau neituðu öll sök í málinu þrátt fyrir að athæfi þeirra næðist á upptöku eftirlitsmyndavéla. Úðabrúsarnir voru haldlagðir, að því er segir í dagbók lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert