Mættur til Volgograd eftir 23 tíma ferð

Það var þröngt á þingi í stuðningsmannalestinni frá Moskvu til ...
Það var þröngt á þingi í stuðningsmannalestinni frá Moskvu til Volgograd en stemningin með ágætum. Ljósmynd/Grímur Jóhannsson

Grímur Jóhannsson er á ferðalagi um Rússland og fer á alla leiki Íslands í riðlakeppninni. Hann var líklega með fyrstu Íslendingunum til þess að koma sér til Volgograd, þar sem Ísland leikur sinn næsta leik gegn Nígeríu á föstudag. Lestarferð hans frá Moskvu til Volgograd tók 23 tíma með sérstakri stuðningsmannalest og var hann eini Íslendingurinn um borð.

„Þar sem að leikurinn í gærkvöldi var á milli Englands og Túnis voru bara Englendingar og Túnisbúar í lestinni. Ég held að ég hafi verið sá eini sem var hvorugt,“ segir Grímur í samtali við mbl.is, en áður hafði hann lýst ferðalagi sínu til borgarinnar í hlaðvarpsþætti dagskrárgerðamanna Rásar 1, Gerska ævintýrinu.

„Ég lenti í klefa með þremur Englendingum, sem voru reyndar ekki þessir týpísku ensku stuðningsmenn, þessar ensku bullur sem við sjáum í sjónvarpinu, heldur 25 ára strákar, nýútskrifaðir úr Cambridge-háskóla,“ segir Grímur, en bætir við að stemningin um borð hafi heilt yfir verið ágæt.

„Túnismenn voru aðallega bara með öðrum Túnismönnum og Englendingarnir með hinum Englendingunum, það var ekki mikill svona „banter“ á milli þeirra en það var alveg sungið og svoleiðis, en svo var bara mjög góð öryggisgæsla,“ segir Grímur.

Hér er Grímur á Stade de France í París á ...
Hér er Grímur á Stade de France í París á EM fyrir tveimur árum. Ljósmynd/Aðsend

Lestin lagði af stað frá Moskvu upp úr hádegi á sunnudag og var komin til Volgograd laust fyrir hádegi í gær og segir Grímur að hún hafi stoppað margoft á leiðinni án þess þó að farþegum væri hleypt út. Það telur Grímur væntanlega vera vegna þess að þessar sérstöku stuðningsmannalestir, sem bjóðast stuðningsmönnum liðanna þeim að kostnaðarlausu, séu aukalestir í rússneska lestarkerfinu og þurfi að víkja af teinunum fyrir venjulegu lestunum.

Konan ráðlagði gegn innanlandsflugi

En var þessi langa lestarferð besta leiðin til að ferðast á milli leikstaðanna?

„Þetta var náttúrlega ókeypis, þannig að það spilaði inn í, en líka var það svona pæling að þetta gæti verið gaman, að hitta aðra stuðningsmenn og tala við þá og kynnast fólki og taka þátt í HM-stemningunni,“ segir Grímur. 

Aðalástæðan fyrir því að Grímur valdi lestina var þó sú að konan hans, sem starfað hefur við mál tengd flugsamgönguöryggi í tengslum við reglugerðir Evrópusambandsins þar að lútandi, ráðlagði honum að láta rússneskt innanlandsflug eiga sig.

„Hún í rauninni ráðlagði mér bara mikið að fljúga ekki innanlands og fyrst að hún var svo góð að leyfa mér að fara í þetta ferðalag ákvað ég að taka þessu ráði og taka bara lestarferðir,“ segir Grímur en hann og kona hans eru búsett í Brussel.

Íslendingar fari að týnast inn í dag og á morgun

Hann ferðaðist þaðan einn og er einn á þessu mikla ferðalagi um Rússland.

„Ég skipulagði ferðalagið bara sjálfur. Það var enginn tilbúinn að fara í þetta „all-in“ þegar ég var að skipuleggja þetta bara í febrúar eða eitthvað,“ segir Grímur en bætir við að hann hitti einhverja félaga á öllum leikstöðum.

„Ég á von á félögum sem ég þekki held ég á morgun, en ég á von á að Íslendingar fari að týnast inn kannski í dag eða jafnvel á morgun,“ segir Grímur, sem hefur ekki orðið var við marga Íslendinga né Nígeríumenn í borginni hingað til.

Lítið sem minnir á bardagann um Stalíngrad

Grímur segir að borgin beri það ekki með sér að hún hafi verið einn mannskæðasti vígvöllur síðari heimstyrjaldarinnar, en baráttan um Stalíngrad, eins og borgin hét þá, kostaði um tvær milljónir Þjóðverja og Sovétmanna lífið á árunum 1942-3.

Aðdáendasvæðið í Volgograd. Það er blíða við bakka stórfljótsins og ...
Aðdáendasvæðið í Volgograd. Það er blíða við bakka stórfljótsins og mikill hiti. Ljósmynd/Grímur Jóhannsson

Borgin var að sjálfsögðu algjörlega í rúst eftir þau átök og byggð upp að nýju eftir styrjöldina og Grímur segir að við fyrstu sýn virðist enginn afmarkaður miðbær vera í borginni, sem teygir sig meðfram bökkum Volgu.

„Ég hef ekki tekið eftir neinum almennilegum miðbæ, þetta eru bara götur og blokkir og byggingar og kannski einn og einn veitingastaður hér og þar og einn og einn bar hér og þar, en ég hef ekki fundið neinn svona miðbæ, sem er svolítið skrítið, ég hafði ekkert pælt í því áður en ég kom,“ segir Grímur.

Hann hefur þó gengið fram hjá Fan Zone-inu í borginni sem verður væntanlega miðstöð íslenskra stuðningsmanna er nær dregur leik og segir það líta vel út, en þar eru allir leikir mótsins sýndir á risaskjám.

Ekkert verra en á Mývatni

Mikið flugnager hefur verið í Volgograd síðustu daga og setti það svip sinn á viðureign Englands og Túnis í gær, þar sem ensku stjörnurnar böðuðu út öllum öngum fyrir leik og á meðan honum stóð, auk þess sem Harry Kane, markaskorari liðsins, sagðist í viðtali eftir leik hafa gleypt flugu.

„Ég tók eftir því eiginlega um leið og ég kom út úr lestinni að það væri mikið af einhverjum mýflugum, sem eru að þvælast fyrir þér og í andlitinu á þér. En það virðist vera minna af þeim í dag en í gær. En ég las einhversstaðar að rússnesk yfirvöld væru að reyna að hafa stjórn á þeim, ég veit reyndar ekki hvernig þau fara að því að stjórna því hvað það er mikið af flugum á einhverjum stað,“ segir Grímur og hlær.

„En þær hafa allavega ekki bitið mig hingað til, sem ég held að sé gott. Þær bara fara í andlitið á manni og maður slær þær frá. Þetta er ekkert verra en á Mývatni,“ segir Grímur, sem óttast ekki að honum leiðist í borginni fram að leik, þrátt fyrir að hún sé kannski ekki jafn spennandi og höfuðborgin Moskva.

Séð yfir stuðningsmannasvæðið við árbakkann í Volgograd.
Séð yfir stuðningsmannasvæðið við árbakkann í Volgograd. Ljósmynd/Grímur Jóhannsson

„Þegar ég ákvað að vera fimm daga í Volgograd fór ég svona aðeins að pæla í því hvað ég ætti að gera og það var annað hvort að fara í mikið „research“ um hvað maður geti gert eða bara að dóla sér. En síðan bara hugsaði ég, það er alltaf fótbolti í gangi, ef mér leiðist þá er bara alltaf hægt að horfa á fótbolta og þá leiðist manni ekki lengur.“

mbl.is

Innlent »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mæður veikra barna sendar heim

05:30 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yfirvinnubann ljósmæðra sem boðað hefur verið á miðvikudaginn. Meira »

Handtóku óvelkominn mann

05:15 Íbúi í austurhluta Reykjavíkur óskaði aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna manna sem væru óvelkomnir í húsinu hans. Meira »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

Í gær, 22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »