Mættur til Volgograd eftir 23 tíma ferð

Það var þröngt á þingi í stuðningsmannalestinni frá Moskvu til ...
Það var þröngt á þingi í stuðningsmannalestinni frá Moskvu til Volgograd en stemningin með ágætum. Ljósmynd/Grímur Jóhannsson

Grímur Jóhannsson er á ferðalagi um Rússland og fer á alla leiki Íslands í riðlakeppninni. Hann var líklega með fyrstu Íslendingunum til þess að koma sér til Volgograd, þar sem Ísland leikur sinn næsta leik gegn Nígeríu á föstudag. Lestarferð hans frá Moskvu til Volgograd tók 23 tíma með sérstakri stuðningsmannalest og var hann eini Íslendingurinn um borð.

„Þar sem að leikurinn í gærkvöldi var á milli Englands og Túnis voru bara Englendingar og Túnisbúar í lestinni. Ég held að ég hafi verið sá eini sem var hvorugt,“ segir Grímur í samtali við mbl.is, en áður hafði hann lýst ferðalagi sínu til borgarinnar í hlaðvarpsþætti dagskrárgerðamanna Rásar 1, Gerska ævintýrinu.

„Ég lenti í klefa með þremur Englendingum, sem voru reyndar ekki þessir týpísku ensku stuðningsmenn, þessar ensku bullur sem við sjáum í sjónvarpinu, heldur 25 ára strákar, nýútskrifaðir úr Cambridge-háskóla,“ segir Grímur, en bætir við að stemningin um borð hafi heilt yfir verið ágæt.

„Túnismenn voru aðallega bara með öðrum Túnismönnum og Englendingarnir með hinum Englendingunum, það var ekki mikill svona „banter“ á milli þeirra en það var alveg sungið og svoleiðis, en svo var bara mjög góð öryggisgæsla,“ segir Grímur.

Hér er Grímur á Stade de France í París á ...
Hér er Grímur á Stade de France í París á EM fyrir tveimur árum. Ljósmynd/Aðsend

Lestin lagði af stað frá Moskvu upp úr hádegi á sunnudag og var komin til Volgograd laust fyrir hádegi í gær og segir Grímur að hún hafi stoppað margoft á leiðinni án þess þó að farþegum væri hleypt út. Það telur Grímur væntanlega vera vegna þess að þessar sérstöku stuðningsmannalestir, sem bjóðast stuðningsmönnum liðanna þeim að kostnaðarlausu, séu aukalestir í rússneska lestarkerfinu og þurfi að víkja af teinunum fyrir venjulegu lestunum.

Konan ráðlagði gegn innanlandsflugi

En var þessi langa lestarferð besta leiðin til að ferðast á milli leikstaðanna?

„Þetta var náttúrlega ókeypis, þannig að það spilaði inn í, en líka var það svona pæling að þetta gæti verið gaman, að hitta aðra stuðningsmenn og tala við þá og kynnast fólki og taka þátt í HM-stemningunni,“ segir Grímur. 

Aðalástæðan fyrir því að Grímur valdi lestina var þó sú að konan hans, sem starfað hefur við mál tengd flugsamgönguöryggi í tengslum við reglugerðir Evrópusambandsins þar að lútandi, ráðlagði honum að láta rússneskt innanlandsflug eiga sig.

„Hún í rauninni ráðlagði mér bara mikið að fljúga ekki innanlands og fyrst að hún var svo góð að leyfa mér að fara í þetta ferðalag ákvað ég að taka þessu ráði og taka bara lestarferðir,“ segir Grímur en hann og kona hans eru búsett í Brussel.

Íslendingar fari að týnast inn í dag og á morgun

Hann ferðaðist þaðan einn og er einn á þessu mikla ferðalagi um Rússland.

„Ég skipulagði ferðalagið bara sjálfur. Það var enginn tilbúinn að fara í þetta „all-in“ þegar ég var að skipuleggja þetta bara í febrúar eða eitthvað,“ segir Grímur en bætir við að hann hitti einhverja félaga á öllum leikstöðum.

„Ég á von á félögum sem ég þekki held ég á morgun, en ég á von á að Íslendingar fari að týnast inn kannski í dag eða jafnvel á morgun,“ segir Grímur, sem hefur ekki orðið var við marga Íslendinga né Nígeríumenn í borginni hingað til.

Lítið sem minnir á bardagann um Stalíngrad

Grímur segir að borgin beri það ekki með sér að hún hafi verið einn mannskæðasti vígvöllur síðari heimstyrjaldarinnar, en baráttan um Stalíngrad, eins og borgin hét þá, kostaði um tvær milljónir Þjóðverja og Sovétmanna lífið á árunum 1942-3.

Aðdáendasvæðið í Volgograd. Það er blíða við bakka stórfljótsins og ...
Aðdáendasvæðið í Volgograd. Það er blíða við bakka stórfljótsins og mikill hiti. Ljósmynd/Grímur Jóhannsson

Borgin var að sjálfsögðu algjörlega í rúst eftir þau átök og byggð upp að nýju eftir styrjöldina og Grímur segir að við fyrstu sýn virðist enginn afmarkaður miðbær vera í borginni, sem teygir sig meðfram bökkum Volgu.

„Ég hef ekki tekið eftir neinum almennilegum miðbæ, þetta eru bara götur og blokkir og byggingar og kannski einn og einn veitingastaður hér og þar og einn og einn bar hér og þar, en ég hef ekki fundið neinn svona miðbæ, sem er svolítið skrítið, ég hafði ekkert pælt í því áður en ég kom,“ segir Grímur.

Hann hefur þó gengið fram hjá Fan Zone-inu í borginni sem verður væntanlega miðstöð íslenskra stuðningsmanna er nær dregur leik og segir það líta vel út, en þar eru allir leikir mótsins sýndir á risaskjám.

Ekkert verra en á Mývatni

Mikið flugnager hefur verið í Volgograd síðustu daga og setti það svip sinn á viðureign Englands og Túnis í gær, þar sem ensku stjörnurnar böðuðu út öllum öngum fyrir leik og á meðan honum stóð, auk þess sem Harry Kane, markaskorari liðsins, sagðist í viðtali eftir leik hafa gleypt flugu.

„Ég tók eftir því eiginlega um leið og ég kom út úr lestinni að það væri mikið af einhverjum mýflugum, sem eru að þvælast fyrir þér og í andlitinu á þér. En það virðist vera minna af þeim í dag en í gær. En ég las einhversstaðar að rússnesk yfirvöld væru að reyna að hafa stjórn á þeim, ég veit reyndar ekki hvernig þau fara að því að stjórna því hvað það er mikið af flugum á einhverjum stað,“ segir Grímur og hlær.

„En þær hafa allavega ekki bitið mig hingað til, sem ég held að sé gott. Þær bara fara í andlitið á manni og maður slær þær frá. Þetta er ekkert verra en á Mývatni,“ segir Grímur, sem óttast ekki að honum leiðist í borginni fram að leik, þrátt fyrir að hún sé kannski ekki jafn spennandi og höfuðborgin Moskva.

Séð yfir stuðningsmannasvæðið við árbakkann í Volgograd.
Séð yfir stuðningsmannasvæðið við árbakkann í Volgograd. Ljósmynd/Grímur Jóhannsson

„Þegar ég ákvað að vera fimm daga í Volgograd fór ég svona aðeins að pæla í því hvað ég ætti að gera og það var annað hvort að fara í mikið „research“ um hvað maður geti gert eða bara að dóla sér. En síðan bara hugsaði ég, það er alltaf fótbolti í gangi, ef mér leiðist þá er bara alltaf hægt að horfa á fótbolta og þá leiðist manni ekki lengur.“

mbl.is

Innlent »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

Í gær, 18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

Í gær, 18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

Í gær, 18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

Í gær, 17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Í gær, 17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

Í gær, 17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

Í gær, 17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

Í gær, 16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

Í gær, 16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...