Með lyfjakokteil í blóðinu

Ökumenn sem eru undir áhrifum vímuefna eru eins og tifandi …
Ökumenn sem eru undir áhrifum vímuefna eru eins og tifandi tímasprengjur í umferðinni. mbl.is/Golli

Ökumaður sem lögreglan stöðvaði í Kópavogi um tvö í nótt reyndist vera með fimm tegundir af fíkniefnum í blóðinu. Hann framvísaði neysluskammti af fíkniefnum þegar lögregla hafði afskipti af honum en auk þess að vera dópaður undir stýri er hann ekki með ökuréttindi þar sem hann hefur áður verið sviptur slíkum réttindum. Maðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Á níunda tímanum í gærkvöldi stöðvaði lögreglan ökumann í Grafarvogi grunaðan um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Á lögreglustöð sýndi fíkniefnapróf jákvæða svörun við fjórum tegundum fíkniefna. Ökumaður látinn laus að lokinni sýnatöku.

Tæplega þrjú í nótt stöðvaði lögreglan ökumann í Kópavogi grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á lögreglustöð sýndi fíkniefnapróf jákvæða svörun við þremur tegundum fíkniefna. Ökumaður látinn laus að lokinni sýnatöku.

Í Vestur- og Austurbæ Reykjavíkur voru fimm ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Allir látnir lausir að lokinni sýnatöku.

Um eitt í nótt stöðvaði lögreglan ökumann í Hafnarfirði grunaðan um akstur undir áhrifum áfengis og akstur án ökuréttinda. Ökumaður látinn laus að lokinni sýnatöku. Um svipað leyti var ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna stöðvaður í Breiðholti. Hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Ökumaður var látinn laus að lokinni sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert