Samninganefndir funda á morgun

Frá fundi deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í síðasta mánuði.
Frá fundi deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í síðasta mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funda á morgun vegna kröfu ljósmæðra um launaleiðréttingu. Fundurinn fer fram klukkan 11:00 í húsum ríkisáttasemjara. Nefndirnar hafa ekki fundað síðan ljósmæður höfnuðu nýjum kjarasamningum með yfirgnæfandi meirihluti 8. júní.  

Ekki náðist í Katrínu Sif Sigurgeirsdóttur, formann kjaranefndar Ljóðmæðrafélagsins, en ljóst er að viðræðurnar verða strembnar. Fundir ljósmæðra og ríkisins eru nú komnir yfir heilan tug en samkvæmt Áslaugu Valsdóttur, formanni Ljósmæðrafélagsins, eru viðræðurnar aftur komnar á núllpunkt eftir atkvæðagreiðsluna um nýja kjarasamninga fyrr í mánuðinum.

Ólíklegt er að einhver sátt náist á fundinum á morgun, en aðeins eru tæpar tvær vikur þangað til uppsagnir nítján ljósmæðra eigi að taka gildi. Fleiri uppsagnir munu svo taka gildi í ágúst og september að öllu óbreyttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert