Landsliðið slær rækilega í gegn á samfélagsmiðlum

Rúrik Gíslason hjólar á frídegi á HM í Rússlandi.
Rúrik Gíslason hjólar á frídegi á HM í Rússlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það er óhætt að segja að stjarna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu skíni skært þessa dagana. Eftir frábæra frammistöðu gegn sterku liði Argentínu á laugardag hafa vinsældir strákanna margfaldast, ekki síst á samfélagsmiðlum.  Fjallað var um málið á Smartlandi í gær.

Ber þar hæst vinsældir Rúriks Gíslasonar, kantmanns landsliðsins, en fylgjendafjöldi hans á Instagram hefur á einungis þremur dögum farið úr um 40.000 fylgjendum í tæplega 400.000.

Fyrir leik liðsins á laugardag var Gylfi Sigurðsson sá leikmaður þess sem var með flesta fylgjendur á Instagram, rúmlega 170.000. Rúrik var hins vegar ekki lengi að skjótast fram úr honum og er nú með um tvöfalt fleiri fylgjendur, að því er fram kemur í umfjöllun um samfélagsvinsældir landsliðsmanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert