Svikin um miða á leik Íslands gegn Argentínu

Fjölskyldan beið fyrir utan leikvanginn í langan tíma.
Fjölskyldan beið fyrir utan leikvanginn í langan tíma.

Margir Íslendingar lögðu leið sína til Moskvu um síðustu helgi. Meðal þeirra er íslensk fjölskylda sem lenti í óskemmtilegri reynslu og var svikin um miða á leik Íslands gegn Argentínu í Moskvu. Hallfríður Brynjólfsdóttir og fjölskylda hennar keyptu miða á leikinn en þau komust aldrei lengra en að leikvanginum.

Misvísandi skilaboð

Hallfríður segist hafa keypt miðana af vefsíðunni Ticombo. „Þetta var mjög traustvekjandi til að byrja með, skilaboðum svarað strax, lofað endurgreiðslu ef eitthvað færi úrskeiðis. Svo áttu miðarnir að berast heim til okkar fyrir 29. maí og þá komu engir miðar.“ Þá fékk Hallfríður strax póst og var þar fullyrt að miðarnir væru í Moskvu, hjá afhendingarstöð Fifa. „Svo fór ég að senda póst 5-6 dögum fyrir brottför – bara til að gá í hvaða sæti við værum og svona. Þá svarar Ticombo mér alltaf að það sé mikið að gera, þeir biðja um heimilisfang í Moskvu og segjast ætla að senda miðana á hótelið, þannig að það var ekki verið að svara spurningunum mínum.“

Þá var Hallfríður farin að efast um ferlið. „Svo voru miðarnir ekki á hótelinu þegar við komum daginn fyrir leik, þannig að ég hringdi eins og brjálæðingur, í tugatali.“ Segir Hallfríður ekki eitt einasta svar hafa borist seinustu tvo dagana fyrir leikinn.

„Á laugardeginum fer ég með krakkana með mér og ætla bara að gera gott úr þessu. Fer og finn stað þar sem við verðum og ég verð bara að sætta mig við það að við förum ekki á leikinn.

Svo hringir maður í mig tveimur og hálfum tíma fyrir leik og segist vera með miðana mína, fyrir utan leikvanginn. Þannig að við mætum þangað tveim tímum fyrir leik og enginn hringir. Ég reyni að hringja í þetta númer, sem ég hef ekki séð áður, fjölmörgum sinnum en ekkert svar. Hann hringir svo þegar 4 mínútur eru liðnar af leiknum. Ég segi honum hvar erum, við bíðum í hálftíma en hann kom aldrei. Svo gáfumst við upp og enduðum á því að horfa á seinni hálfleikinn á bar með eldhressum Argentínumönnum og það var bara gaman.“

Hallfríður segir fyrrgreinda vefsíðu vera nú í sambandi við sig og lofa öllu fögru. „Lofa einhverri Spánarferð og eitthvað. Við sjáum hvernig það endar.“ Fjölskyldan samanstendur af miklum fótboltaaðdáendum og fóru þau t.a.m. til Frakklands á EM og á EM í Hollandi í fyrra. „Börnin eru búin að bíða eftir þessu í hálft ár, að sjá Messi. Þetta eru rosaleg vonbrigði, tilfinningalega er þetta bara mjög erfitt.“ Hallfríður veit um a.m.k. eina íslenska fjölskyldu sem lenti í sömu ógöngum og líklegt er að þær séu fleiri. KSÍ ítrekar að almenningur hafi aðgát og kaupi ekki miða í gegnum aðra en FIFA eða KSÍ.

Innlent »

Á von á því að ljósmæður samþykki

11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »