Andlát: Poul Mohr, fv. ræðismaður í Færeyjum

Poul Mohr ræðismaður Íslands í Færeyjum
Poul Mohr ræðismaður Íslands í Færeyjum mbl.is/Auðunn Arnórson

Poul Mohr lést 16. júní síðastliðinn, 88 ára að aldri. Mohr var kjörræðismaður Íslands í Færeyjum í 22 ár, frá árinu 1985 allt til ársins 2007 þegar Ísland opnaði sendiskrifstofu í Þórshöfn.

Mohr fæddist árið 1929. Hann hóf störf við Tórshavnar Skipasmiðju árið 1952 og varð aðaleigandi og forstjóri fyrirtækisins árið 1979. Gegndi hann því starfi til ársins 2004. Mohr var vel liðinn meðal starfsmanna sinna og í færeysku samfélagi. Var hann ennfremur einn aðalhvatamaðurinn að baki færeyska olíufyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem stofnað var árið 1998, en því var meðal annars ætlað að sinna olíuleit og -vinnslu innan efnahagslögsögu Færeyja.

Mohr var skipaður kjörræðismaður Íslands árið 1985 og sinnti hann því starfi ásamt Önnu eiginkonu sinni af mikilli elju og alúð í 22 ár. Íslandsvinur var hann mikill og hafði land og þjóð í hávegum. Sýndi Mohr og færeyska þjóðin öll vinskap sinn í verki árið 1995 þegar hann efndi til landssöfnunar meðal Færeyinga vegna snjóflóðsins á Súðavík og söfnuðust þar að minnsta kosti 5,5 milljónir íslenskra króna vegna náttúruhamfaranna.

Reiðmennska var á meðal helstu áhugamála Mohrs og hafði hann íslenska hestinn í hávegum. Tók Mohr þátt í hestaíþróttum á yngri árum með góðum árangri.

Útför Mohrs fór fram í gær í Færeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert