Bergþór fékk fyrsta laxinn

Reykvíkingur ársins, Bergþór Grétar Böðvarsson, með fyrsta laxinn í Elliðaánum ...
Reykvíkingur ársins, Bergþór Grétar Böðvarsson, með fyrsta laxinn í Elliðaánum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun. 

Laxinn reyndist vera um fimm pund en hann beit á hjá Bergþóri í Sjávarfossi aðeins nokkrum mínútum eftir að veiði hófst klukkan sjö.

Bergþór er þjálfari knattspyrnuliðsins FC Sækó en hann starfar hjá batamiðstöðinni hjá Landspítalanum við Klepp. Bergþór þekkir geðfötlun vel af eigin raun og hefur náð miklum bata, segir á vef FC Sækó. 

Við Elliðaárnar í morgun.
Við Elliðaárnar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór hlaut hvatningarveðlaun ÖBÍ í flokki einstaklinga 2011 fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.

Þar segir að Bergþór hafi alist upp vesturbæ Kópavogs og æft og spilað fótbolta með Breiðabliki fram til 15 ára aldurs. Bergþór greinist með geðsjúkdóm þegar hann er rétt rúmlega tvítugur. Við tók 10 ára tímabil þar sem hann var meira og minna inni á geðdeild en í kringum aldamótin fór Bergþór að vinna í sínu bataferli með aðstoð notendafélaga eins og Klúbbnum Geysi og Hugarafli, segir ennfremur.

Bergþór Grétar Böðvarsson með fyrsta laxinn á.
Bergþór Grétar Böðvarsson með fyrsta laxinn á. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór hóf svo störf á geðsviði Landspítalans, 2006 sem fulltrúi notenda og talsmaður sjúklinga. Árið 2010 fór hann að vinna hjá Hlutverkasetri og þar varð fótboltaverkefnið geðveikur fótbolti til.

Í samtali viðmbl.is segir Bergþór að þetta sé fyrsti fiskurinn sem hann dregur að landi. Þetta hafi verið skemmtileg en stutt viðureign sem sé eins gott því hann þurfi að mæta í vinnu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri landaði einnig laxi úr Elliðaánum í ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri landaði einnig laxi úr Elliðaánum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór er verkefnastjóri hjá Hlutverkasetri og segir að fótboltaverkefnið hafi fyrst komið til í samtölum við notendur þjónustunnar sem eru búsettir í búsetukjörnum. Rætt hafi verið um að fá starfsmenn til þess að virkja íbúana í að sinna áhugamálum sem þeir sjálfir hafa. „Stundum getur verið erfitt að fá svör um hvað fólk hafi áhuga á en áhugi getur smitað út frá sér. Til að mynda áhugi á tónlist, hlaup, dans, veiði eða fótbolti,“ segir Bergþór. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Svo vildi til að á þessum fundi var starfsmaður sem hefur áhuga á fótbolta. „Ég sagði strax já bara endilega og við drifum okkur í að spila fótbolta einu sinni í viku, á mánudögum,“ segir Bergþór en liðið, FC Sækó spilar enn á mánudögum og hefur bætt í og æfir tvisvar í viku.

Árið 2012 var meira kapp lagt í verkefnið og samstarfi komið á við Skota sem ráku svipaða knattspyrnuklúbba. Árið 2016 fórFCSækó til Englands að keppa og allir þeir sem voru virkir í félaginu fóru með. 

Fyrsti lax ársins í Elliðaánum.
Fyrsti lax ársins í Elliðaánum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór segir að FC Sækó keppi bæði innanhúss sem utan og knattspyrnumót haldin á hverju sumri og vetri. Í ár hefur liðið farið til Noregs að keppa og að sögn Bergþórs skipta ferðalög sem þessi miklu máli og þetta eru jafnvel fyrstu utanlandsferðir þeirra sem eru með liðinu.

„Áhuginn skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Bergþór og það hafi vakið athygli hversu mikill áhuginn er hér á landi. „Hér mæta kannski 20 að spila fótbolta og 10-15 að horfa á. Þetta skiptir okkur miklu máli og hugsaðu þér þá sigra sem fólk er að ná í þessu starfi,“ segir Bergþór. 

Spjallað við veiðihúsið við Elliðaárnar.
Spjallað við veiðihúsið við Elliðaárnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Hugsað sem meira stuð

22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »

13% upplifa áreiti af þjónustuþegum

16:40 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sker sig úr þegar skoðaðar eru tölur úr viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar þegar litið er til þess liðar er snýr að einelti áreitni og fordómum. 22,7% starfsmanna sviðsins segjast verða fyrir áreiti af hálfu þjónustuþega og 9,1% af hálfu kollega. Meira »

Tveir úr Norrænu stöðvaðir

16:37 Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn voru tveir farþegar á leið inn í landið stöðvaðir.  Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...