Bergþór fékk fyrsta laxinn

Reykvíkingur ársins, Bergþór Grétar Böðvarsson, með fyrsta laxinn í Elliðaánum ...
Reykvíkingur ársins, Bergþór Grétar Böðvarsson, með fyrsta laxinn í Elliðaánum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun. 

Laxinn reyndist vera um fimm pund en hann beit á hjá Bergþóri í Sjávarfossi aðeins nokkrum mínútum eftir að veiði hófst klukkan sjö.

Bergþór er þjálfari knattspyrnuliðsins FC Sækó en hann starfar hjá batamiðstöðinni hjá Landspítalanum við Klepp. Bergþór þekkir geðfötlun vel af eigin raun og hefur náð miklum bata, segir á vef FC Sækó. 

Við Elliðaárnar í morgun.
Við Elliðaárnar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór hlaut hvatningarveðlaun ÖBÍ í flokki einstaklinga 2011 fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.

Þar segir að Bergþór hafi alist upp vesturbæ Kópavogs og æft og spilað fótbolta með Breiðabliki fram til 15 ára aldurs. Bergþór greinist með geðsjúkdóm þegar hann er rétt rúmlega tvítugur. Við tók 10 ára tímabil þar sem hann var meira og minna inni á geðdeild en í kringum aldamótin fór Bergþór að vinna í sínu bataferli með aðstoð notendafélaga eins og Klúbbnum Geysi og Hugarafli, segir ennfremur.

Bergþór Grétar Böðvarsson með fyrsta laxinn á.
Bergþór Grétar Böðvarsson með fyrsta laxinn á. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór hóf svo störf á geðsviði Landspítalans, 2006 sem fulltrúi notenda og talsmaður sjúklinga. Árið 2010 fór hann að vinna hjá Hlutverkasetri og þar varð fótboltaverkefnið geðveikur fótbolti til.

Í samtali viðmbl.is segir Bergþór að þetta sé fyrsti fiskurinn sem hann dregur að landi. Þetta hafi verið skemmtileg en stutt viðureign sem sé eins gott því hann þurfi að mæta í vinnu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri landaði einnig laxi úr Elliðaánum í ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri landaði einnig laxi úr Elliðaánum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór er verkefnastjóri hjá Hlutverkasetri og segir að fótboltaverkefnið hafi fyrst komið til í samtölum við notendur þjónustunnar sem eru búsettir í búsetukjörnum. Rætt hafi verið um að fá starfsmenn til þess að virkja íbúana í að sinna áhugamálum sem þeir sjálfir hafa. „Stundum getur verið erfitt að fá svör um hvað fólk hafi áhuga á en áhugi getur smitað út frá sér. Til að mynda áhugi á tónlist, hlaup, dans, veiði eða fótbolti,“ segir Bergþór. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Svo vildi til að á þessum fundi var starfsmaður sem hefur áhuga á fótbolta. „Ég sagði strax já bara endilega og við drifum okkur í að spila fótbolta einu sinni í viku, á mánudögum,“ segir Bergþór en liðið, FC Sækó spilar enn á mánudögum og hefur bætt í og æfir tvisvar í viku.

Árið 2012 var meira kapp lagt í verkefnið og samstarfi komið á við Skota sem ráku svipaða knattspyrnuklúbba. Árið 2016 fórFCSækó til Englands að keppa og allir þeir sem voru virkir í félaginu fóru með. 

Fyrsti lax ársins í Elliðaánum.
Fyrsti lax ársins í Elliðaánum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór segir að FC Sækó keppi bæði innanhúss sem utan og knattspyrnumót haldin á hverju sumri og vetri. Í ár hefur liðið farið til Noregs að keppa og að sögn Bergþórs skipta ferðalög sem þessi miklu máli og þetta eru jafnvel fyrstu utanlandsferðir þeirra sem eru með liðinu.

„Áhuginn skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Bergþór og það hafi vakið athygli hversu mikill áhuginn er hér á landi. „Hér mæta kannski 20 að spila fótbolta og 10-15 að horfa á. Þetta skiptir okkur miklu máli og hugsaðu þér þá sigra sem fólk er að ná í þessu starfi,“ segir Bergþór. 

Spjallað við veiðihúsið við Elliðaárnar.
Spjallað við veiðihúsið við Elliðaárnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Hefja viðræður um uppbyggingu samgangna

16:28 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið er að komast að samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu Meira »

Tvö bílslys á Öxi

16:12 Tvö minniháttar bílslys urðu á Öxi í morgun og hafnaði önnur bifreiðin utan vegar. Sjúkrabíll var kallaður til en engin alvarleg slys urðu á fólki. Björgunarsveitin á Djúpavogi var kölluð út til aðstoðar á vettvangi þar sem færðin var mjög slæm á köflum. Fjöldi ferðamanna er á svæðinu og fáir á vetrardekkjum. Meira »

Fáir hnökrar í samræmdu prófunum

16:04 Nemendur í 7. bekk hafa nú lokið við töku samræmdra könnunarprófa í stærðfræði og íslensku en um það bil 4.100 nemendur þreyttu hvort próf. Í tveimur skólum varð tímabundin truflun á netsambandi við töku prófanna. Atvikin voru þó leyst á skömmum tíma og ekki þurfti að endurtaka prófin. Meira »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

15:45 „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

15:37 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »

Þurfi ekki að tala íslensku

15:20 Ekki verður lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku, samkvæmt frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Frítt í strætó á laugardag

15:15 Á morgun verður frítt í strætó allan daginn í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum, sem haldinn verður á morgun.   Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

15:08 Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Tveir lausir úr gæsluvarðhaldi

15:07 Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á mánudag vegna ráns í Hafnarfirði eru lausir úr haldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag en mennirnir losnuðu fyrr úr haldi. Landsréttur snéri við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir öðrum manninum. Meira »

SÍ greip inn í og seldi 9 milljónir evra

14:42 Í síðustu viku, þegar krónan hafði veikst um tæplega 7% frá mánaðarmótum og um rúmlega 2% innan dags, greip Seðlabankinn inn í og seldi 9 milljónir evra. Þetta eru fyrstu inngrip Seðlabankans síðan í nóvember 2017, þegar bankinn keypti 3 milljónir evra. Meira »

Myndi ríða rafrettuverslunum að fullu

14:34 Félag atvinnurekenda (FA) krefst þess að reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins um rafrettur verði felld úr gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða framleiðendur og innflytjendur rafrettna að tilkynna Neytendastofu um allar vörur sex mánuðum áður en þær eru settar á markað. Meira »

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

14:24 Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Barnaþing verði lögfest

14:12 Sérstakt barnaþing mun fara fram á tveggja ára fresti undir stjórn umboðsmanns barna, samkvæmt frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

14:07 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa. Meira »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »

Rólegt en kólnandi veður um helgina

13:04 Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á sunnudag fer að hvessa og talsverð rigning verður á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, ásamt hvassviðri. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

13:04 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

13:01 Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.  Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...