Bjartur dagur fram undan

Spáð er björtu veðri í dag en ekki verður mjög …
Spáð er björtu veðri í dag en ekki verður mjög hlýtt í veðri. Búast má við að hitinn geti náð 13 stigum að hámarki á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag er bjartur og fallegur dagur í vændum, þótt ekki verði mjög hlýtt þar sem vindur stendur af hafi og vegna þess hve kaldur sjórinn er hefur sjávarhitinn mikil áhrif á lofthitann, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

„Á morgun breytist veðrið talsvert, komin allhvöss sunnanátt með rigningu um landið vestanvert, en lengst af þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti víða 8 til 14 stig í dag en gæti farið upp undir 20 stigin á Austurlandi á morgun. Suðvestlægari og minnkandi úrkoma á föstudag en hitastigið á svipuðum nótum og á morgun,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðvestan 3-10 m/s og léttir til og víða léttskýjað í dag. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðra.
Vaxandi sunnanátt í nótt, 8-15 og rigning um landið V-vert á morgun, en heldur hægari suðvestanátt og lengst af þurrt austan til. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á fimmtudag:

Gengur í sunnan 8-15 með rigningu V-til á landinu. Hægari og léttskýjað um landið A-vert, en þykknar upp síðdegis. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands. 

Á föstudag:
Suðvestan 5-13 m/s. Bjart veður NA- og A-lands, annars skýjað og súld eða rigning framan af degi. Hiti breytist lítið. 

Á laugardag:
Suðlæg átt og fer að rigna, fyrst SV-til, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 17 um landið NA-vert. 

Á sunnudag:
Suðvestanátt og súld með köflum, en þurrt á N- og A-landi. Víða rigning um kvöldið. Hiti breytist lítið. 

Á mánudag:
Vestlæg átt með rigningu um mestallt land. Hiti 6 til 11 stig. 

Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu þegar líður á daginn, fyrst SV-til. Hiti breytist lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert