Byrðunum lyft af þeim veikustu

Svandís Svavarsdóttir segir nýja kerfið gott en ekki gallalaust. Mynd ...
Svandís Svavarsdóttir segir nýja kerfið gott en ekki gallalaust. Mynd úr safni. mbl.is/Valli

Hlutfall Sjúkratrygginga Íslands í heildarútgjöldum einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hefur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heildarútgjöld sjúklinga eru með nýja kerfinu um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en áður.

Þetta kemur fram í úttekt SÍ á reynslunni af kerfinu fyrsta árið, en úttektin var kynnt á blaðamannafundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum kom einnig fram að útgjöld vegna sjúkraþjálfunar og sérgreinalækna færu samanlagt um 700 milljónir umfram fjárheimildir.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginmarkmiðin með greiðsluþátttökukerfinu hafa náðst, en helsta markmiðið var að koma í veg fyrir íþyngjandi kostnað þeirra sem þurfa mest að nýta sér heilbrigðiskerfið.

Þá segir Svandís að notkun heilsugæslunnar hafi aukist og tilvísanakerfi barna virðist skila árangri, en nú komi um 50% barna til sérfræðilækna með tilvísun frá heilsugæslu, en þá er þjónustan nær gjaldfrjáls. Þetta hlutfall var 20% skömmu eftir að tilvísanakerfið tók gildi.

Heilsugæslan virðist hafa styrkst sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu.
Heilsugæslan virðist hafa styrkst sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Graf/Sjúkratryggingar Íslands

„Ég tel að þetta kerfi hafi náð markmiðum sínum í meginatriðum, sem er að jafna aðgengi sjúklinga að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag. Það er auðvitað þannig að það er enn þá svo að fólk er að greiða úr eigin vasa, en þó stefni ég að því að í lok þessa kjörtímabils verðum við komin á par við Norðurlandaþjóðirnar að meðaltali, sem er rétt um 16%,“ segir Svandís í samtali við mbl.is eftir fundinn.

Hennar persónulega mat er að heilbrigðisþjónusta ætti að vera án endurgjalds, en hún segir það verðugt markmið að vera á pari við Norðurlöndin.

„Við erum með dýrara kerfi fyrir einstaklinga og fyrir fjölskyldur heldur en er á Norðurlöndunum og þarna þurfum við að gera betur og það verður gert,“ segir Svandís.

Mikill einstaklingskostnaður á bak og burt

Í breyttu greiðsluþátttökukerfi greiðir enginn einstaklingur meira en 70.366 kr. fyrir heilbrigðisþjónustu á ársgrundvelli, en breytingarnar hafa haft það í för með sér að þeir sem eru lítið að nota heilbrigðiskerfið greiða í mörgum tilvikum meira en þeir gerðu í eldra kerfi.

Árið 2016 voru það alls 15.524 almennir einstaklingar, 1.814 lífeyrisþegar og 20 börn sem greiddu meira en 70 þúsund krónur fyrir heilbrigðisþjónustu. Þar af greiddu 825 meira en 200 þúsund, 43 meira en 300 þúsund og 8 einstaklingar greiddu meira en 350 þúsund krónur. Þessi mikli kostnaður einstaklinga er á bak og burt með breyttu kerfi.

Óvænt aukin ásókn í sjúkraþjálfun

Eftir að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi hóf ríkið að niðurgreiða sjúkraþjálfun meira en áður hafði verið gert og jukust útgjöld SÍ vegna sjúkraþjálfunar um rúma 2 milljarða á milli ára, eða um 83%.

Notendur greiða mun minna en áður og komum í sjúkraþjálfun fjölgaði um 17%, sem er meira en gert hafði verið ráð fyrir og þessi aukning þýðir það að útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar fara um 500 milljónir fram úr þeirri áætlun sem gerð var er nýja kerfið tók gildi.

Kostnaður SÍ vegna sjúkraþjálfunar eykst um 83% eftir breytingarnar.
Kostnaður SÍ vegna sjúkraþjálfunar eykst um 83% eftir breytingarnar. Graf/Sjúkratryggingar Íslands

Þá eru útgjöld umfram fjárheimildir vegna kostnaðar við þjónustu sérgreinalækna taldar nema um 200 milljónum til viðbótar og útgjöld umfram heimildir því í heild um 700 milljónir króna.

Mögulega uppsöfnuð þörf á sjúkraþjálfun

Heilbrigðisráðherra kynnti á fundinum að nauðsynlegt væri að endurskoða samninga vegna þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna með ábendingar Ríkisendurskoðunar í huga, en stofnunin benti á í skýrslu sinni um kaup SÍ á heilbrigðisþjónustu í febrúar að með einföldum verkgreiðslum sé áhætta af auknum kostnaði vegna meiri framleiðslu svo til öll á herðum ríkisins sem kaupanda þjónustunnar.

Svandís segir að hún hafi vitað að það væri framúrkeyrsla í þjálfuninni og að skoða þurfi hvernig brugðist verði við þessum útgjöldum umfram heimildir.

„En við verðum að vera meðvituð um það að eitt af því sem við erum að ræða hérna á Íslandi er mikil notkun á verkjalyfjum, svefnlyfjum og geðlyfjum og við höfum þá verið að tala um að það þyrfti að tryggja aðgengi að fjölbreyttari úrræðum. Við komumst ekkert hjá því að skoða það í samhengi, hvort þarna sé um að ræða að hluta til uppsafnaða þörf fyrir sjúkraþjálfun og þannig getum við komist hjá öðrum úrræðum, eins og verkjalyfjum, fyrir einhvern hóp,“ segir Svandís.

mbl.is

Innlent »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »

Sigri í Skrekk fagnað

Í gær, 19:30 Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Árbæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Meira »

Falsreikningur á Tinder og víðar

Í gær, 19:14 Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, hefur orðið því ítrekað frá í haust að búið er að búa til fals reikninga í hans nafni á samfélagsmiðlunum. Meira »

Fjórðungi verið nauðgað eða það reynt

Í gær, 19:13 Fjórðungi þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í rannsókn á áfallasögu kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til þess að nauðga þeim. Hlutfallið er hærra en sést hefur annars staðar, erlendis og hér á landi. „Þetta þykir okkur sláandi,“ segir Arna Hauksdóttir. Meira »

Reglur til að hemja Airbnb

Í gær, 19:11 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, situr nú leiðtogafund Sharing Cities í Barcelona fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Alls taka fulltrúar 31 borgar þátt í fundinum. Þar hefur verið rætt um áhrifin sem stöðugur vöxtur nethagkerfa eins og Airbnb, Uber, Booking.com og fleiri stórfyrirtækja hefur á mannlíf og efnahagsþróun í borgunum. Meira »

Kvenorka í kirkjunni og listin er hugrökk

Í gær, 18:57 „Þetta er óvenjulegt verk í helgirými. Ég tel þá kvenlegu orku sem það ber með sér mikilvæga fyrir kirkjuna og kirkjulistina. Við sjáum ekki öll það sama í þessu verki. Sum sjá kvensköp á meðan önnur sjá Maríu guðsmóður, rós eða engil,“ segir séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík. Meira »

Hafa unnið að frumvarpinu í fimm ár

Í gær, 18:47 Mennta- og menningarmálaráðuneytið vill að gefnu tilefni árétta að frumvarp til sviðslistalaga er enn í vinnslu innan ráðuneytisins. Meira »

Leigjendur Brynju fá 323 milljónir

Í gær, 18:32 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi í dag 323,4 milljónir króna til 423 einstaklinga sem áttu rétt á afturvirkum húsaleigubótum. Meira »

„Hvert höggið á fætur öðru“

Í gær, 18:30 „Það er miður að þetta sé að gerast. Við erum orðnir öllu vanir hér á Skaganum, ef svo má að orði komast. En það er skelfilegt þegar fólk er að missa lífsviðurværi sitt, í sumum tilfellum eftir áratuga starf,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um uppsagnir HB Granda. Meira »

Kvarta til ESA vegna fiskeldislaga

Í gær, 18:29 Landvernd hefur lagt fram kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna breytingar á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn reglum EES-samningsins. Meira »

Festist í lyftu á Vífilsstöðum

Í gær, 18:03 Viðvörunarkerfið fór í gang á sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum um hálffimmleytið í dag eftir að lyfta bilaði með manneskju þar inni. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
LAGER AF DIM UNDIRFATNAÐI TIL SÖLU!
Til sölu lager af DIM dömu undirfatnaði, sokkabuxum, sokkum ásamt herra nærfatn...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...