Byrðunum lyft af þeim veikustu

Svandís Svavarsdóttir segir nýja kerfið gott en ekki gallalaust. Mynd ...
Svandís Svavarsdóttir segir nýja kerfið gott en ekki gallalaust. Mynd úr safni. mbl.is/Valli

Hlutfall Sjúkratrygginga Íslands í heildarútgjöldum einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hefur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heildarútgjöld sjúklinga eru með nýja kerfinu um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en áður.

Þetta kemur fram í úttekt SÍ á reynslunni af kerfinu fyrsta árið, en úttektin var kynnt á blaðamannafundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum kom einnig fram að útgjöld vegna sjúkraþjálfunar og sérgreinalækna færu samanlagt um 700 milljónir umfram fjárheimildir.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginmarkmiðin með greiðsluþátttökukerfinu hafa náðst, en helsta markmiðið var að koma í veg fyrir íþyngjandi kostnað þeirra sem þurfa mest að nýta sér heilbrigðiskerfið.

Þá segir Svandís að notkun heilsugæslunnar hafi aukist og tilvísanakerfi barna virðist skila árangri, en nú komi um 50% barna til sérfræðilækna með tilvísun frá heilsugæslu, en þá er þjónustan nær gjaldfrjáls. Þetta hlutfall var 20% skömmu eftir að tilvísanakerfið tók gildi.

Heilsugæslan virðist hafa styrkst sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu.
Heilsugæslan virðist hafa styrkst sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Graf/Sjúkratryggingar Íslands

„Ég tel að þetta kerfi hafi náð markmiðum sínum í meginatriðum, sem er að jafna aðgengi sjúklinga að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag. Það er auðvitað þannig að það er enn þá svo að fólk er að greiða úr eigin vasa, en þó stefni ég að því að í lok þessa kjörtímabils verðum við komin á par við Norðurlandaþjóðirnar að meðaltali, sem er rétt um 16%,“ segir Svandís í samtali við mbl.is eftir fundinn.

Hennar persónulega mat er að heilbrigðisþjónusta ætti að vera án endurgjalds, en hún segir það verðugt markmið að vera á pari við Norðurlöndin.

„Við erum með dýrara kerfi fyrir einstaklinga og fyrir fjölskyldur heldur en er á Norðurlöndunum og þarna þurfum við að gera betur og það verður gert,“ segir Svandís.

Mikill einstaklingskostnaður á bak og burt

Í breyttu greiðsluþátttökukerfi greiðir enginn einstaklingur meira en 70.366 kr. fyrir heilbrigðisþjónustu á ársgrundvelli, en breytingarnar hafa haft það í för með sér að þeir sem eru lítið að nota heilbrigðiskerfið greiða í mörgum tilvikum meira en þeir gerðu í eldra kerfi.

Árið 2016 voru það alls 15.524 almennir einstaklingar, 1.814 lífeyrisþegar og 20 börn sem greiddu meira en 70 þúsund krónur fyrir heilbrigðisþjónustu. Þar af greiddu 825 meira en 200 þúsund, 43 meira en 300 þúsund og 8 einstaklingar greiddu meira en 350 þúsund krónur. Þessi mikli kostnaður einstaklinga er á bak og burt með breyttu kerfi.

Óvænt aukin ásókn í sjúkraþjálfun

Eftir að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi hóf ríkið að niðurgreiða sjúkraþjálfun meira en áður hafði verið gert og jukust útgjöld SÍ vegna sjúkraþjálfunar um rúma 2 milljarða á milli ára, eða um 83%.

Notendur greiða mun minna en áður og komum í sjúkraþjálfun fjölgaði um 17%, sem er meira en gert hafði verið ráð fyrir og þessi aukning þýðir það að útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar fara um 500 milljónir fram úr þeirri áætlun sem gerð var er nýja kerfið tók gildi.

Kostnaður SÍ vegna sjúkraþjálfunar eykst um 83% eftir breytingarnar.
Kostnaður SÍ vegna sjúkraþjálfunar eykst um 83% eftir breytingarnar. Graf/Sjúkratryggingar Íslands

Þá eru útgjöld umfram fjárheimildir vegna kostnaðar við þjónustu sérgreinalækna taldar nema um 200 milljónum til viðbótar og útgjöld umfram heimildir því í heild um 700 milljónir króna.

Mögulega uppsöfnuð þörf á sjúkraþjálfun

Heilbrigðisráðherra kynnti á fundinum að nauðsynlegt væri að endurskoða samninga vegna þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna með ábendingar Ríkisendurskoðunar í huga, en stofnunin benti á í skýrslu sinni um kaup SÍ á heilbrigðisþjónustu í febrúar að með einföldum verkgreiðslum sé áhætta af auknum kostnaði vegna meiri framleiðslu svo til öll á herðum ríkisins sem kaupanda þjónustunnar.

Svandís segir að hún hafi vitað að það væri framúrkeyrsla í þjálfuninni og að skoða þurfi hvernig brugðist verði við þessum útgjöldum umfram heimildir.

„En við verðum að vera meðvituð um það að eitt af því sem við erum að ræða hérna á Íslandi er mikil notkun á verkjalyfjum, svefnlyfjum og geðlyfjum og við höfum þá verið að tala um að það þyrfti að tryggja aðgengi að fjölbreyttari úrræðum. Við komumst ekkert hjá því að skoða það í samhengi, hvort þarna sé um að ræða að hluta til uppsafnaða þörf fyrir sjúkraþjálfun og þannig getum við komist hjá öðrum úrræðum, eins og verkjalyfjum, fyrir einhvern hóp,“ segir Svandís.

mbl.is

Innlent »

Hætt við göngugötur í miðborginni

20:01 Horfið hefur verið frá því að fram­lengja opnun á göngu­göt­um í miðbæn­um út árið. Í fréttatilkynningu frá borginni segir að tímabili göngugatna í miðborginni ljúki 1. október næstkomandi og þá verði um leið opnað aftur fyrir bílaumferð. Málið var enn á borði skipulags- og samgönguráðs. Meira »

Vilja efla Þorlákshöfn enn frekar

19:28 Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja að Alþingi skipi starfshóp til að móta stefnu um hvernig megi bæta höfnina í Þorlákshöfn enn frekar, svo hún geti vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem lögð var fram í gær. Meira »

Stuðningur tryggir festu í starfinu

19:27 Í kvöld munu fara fram þrjár æfingar Slysvarnarfélagsins Landsbjargar sem eru hluti af kynningar- og fjáröflunarátaki undir yfirskriftinni: Þú getur alltaf treyst á okkur – nú treystum við á þig. Meira »

Magni og Þórdís Lóa í föstudagsspjallinu

18:33 Magni Ásgeirsson, rokkstjarnan sem er kominn í bæinn til að troða upp á Hard Rock um helgina og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs fóru yfir áhugaverðar fréttir. Meira »

Skýrt að vinna við borgarlínu hefst 2020

18:29 „Þetta hefur mjög mikla þýðingu. Við náðum saman fyrr á þessu ári um meginverkefnin í samgöngumálum, Borgarlínu og fjölda verkefna sem lúta að stofnvegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Á þessu hausti klárum við viðræður um það hvernig við tryggjum fjármögnun á þessum pakka.“ Meira »

Kynlífsdúkkan og bíllinn fundin

18:07 Kynlífsdúkkan Kittý og bíllinn sem notaður var til að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu fundust á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glæsibæ um þrjúleytið í dag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Meira »

Veitur ohf. svarar athugasemdum VFÍ

17:36 Framkvæmdarstjóri Veitna ohf. hefur svarað athugasemdum sem fyrirtækinu barst frá Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ) vegna menntunarkrafna til stjórnendastarfa sem verið er að ráða í. VFÍ taldi Veitur gera sérfræðiþekkingu og háskólamenntun lágt undir höfði. Meira »

Tengingar við borgina á áætlun eftir 2023

17:35 Gert er ráð fyrir 13,5 milljörðum til nýframkvæmda á árunum 2019-2021 í nýrri samgönguáætlun og 14,5 milljörðum árlega á árabilinu 2024-2033. Fæst dýrari verkefni á höfuðborgarsvæðinu virðast þó eiga að koma til framkvæmda fyrr en eftir 2023 Meira »

Tímafrekt að koma jáeindaskanna í notkun

17:22 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að misskilningshafi gætt í umræðunni um nýjan jáeindaskanna, sem var nýleg tekið í notkun á spítalanum. „Einhverjar væntingar voru um að mögulega yrði hægt að taka skannann í notkun fyrr en reynslan sýnir að þetta er tímafrekt verkefni og gera má ráð fyrir að undirbúningur taki a.m.k. 3-4 ár.“ Meira »

Margþætt mismunun viðgengist

17:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstofnunum beri að tryggja að viðeigandi áætlanir séu fyrir hendi til að bregðast við áreitni og ofbeldi innan vinnustaða en einnig, og ekki síður, að sinna forvarnarhlutverki sínu þannig að uppræa megi þá menningu sem skarpar farveg fyrir áreitni og ofbeldi. Meira »

Efla samgöngur og skoða gjaldtöku

16:28 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Eyða á flöskuhálsum, bæta umferðaflæði og skoða fjármögnunarleiðir með gjaldtöku. Meira »

Tvö bílslys á Öxi

16:12 Tvö minniháttar bílslys urðu á Öxi í morgun og hafnaði önnur bifreiðin utan vegar. Sjúkrabíll var kallaður til en engin alvarleg slys urðu á fólki. Björgunarsveitin á Djúpavogi var kölluð út til aðstoðar á vettvangi þar sem færðin var mjög slæm á köflum. Fjöldi ferðamanna er á svæðinu og fáir á vetrardekkjum. Meira »

Fáir hnökrar í samræmdu prófunum

16:04 Nemendur í 7. bekk hafa nú lokið við töku samræmdra könnunarprófa í stærðfræði og íslensku en um það bil 4.100 nemendur þreyttu hvort próf. Í tveimur skólum varð tímabundin truflun á netsambandi við töku prófanna. Atvikin voru þó leyst á skömmum tíma og ekki þurfti að endurtaka prófin. Meira »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

15:45 „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

15:37 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »

Þurfi ekki að tala íslensku

15:20 Ekki verður lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku, samkvæmt frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Frítt í strætó á laugardag

15:15 Á morgun verður frítt í strætó allan daginn í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum, sem haldinn verður á morgun.   Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

15:08 Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Tveir lausir úr gæsluvarðhaldi

15:07 Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á mánudag vegna ráns í Hafnarfirði eru lausir úr haldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag en mennirnir losnuðu fyrr úr haldi. Landsréttur snéri við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir öðrum manninum. Meira »