Byrðunum lyft af þeim veikustu

Svandís Svavarsdóttir segir nýja kerfið gott en ekki gallalaust. Mynd ...
Svandís Svavarsdóttir segir nýja kerfið gott en ekki gallalaust. Mynd úr safni. mbl.is/Valli

Hlutfall Sjúkratrygginga Íslands í heildarútgjöldum einstaklinga sem nýta sér heilbrigðisþjónustu hefur hækkað úr 74% í 82% frá því að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi 1. maí í fyrra. Heildarútgjöld sjúklinga eru með nýja kerfinu um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en áður.

Þetta kemur fram í úttekt SÍ á reynslunni af kerfinu fyrsta árið, en úttektin var kynnt á blaðamannafundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum kom einnig fram að útgjöld vegna sjúkraþjálfunar og sérgreinalækna færu samanlagt um 700 milljónir umfram fjárheimildir.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginmarkmiðin með greiðsluþátttökukerfinu hafa náðst, en helsta markmiðið var að koma í veg fyrir íþyngjandi kostnað þeirra sem þurfa mest að nýta sér heilbrigðiskerfið.

Þá segir Svandís að notkun heilsugæslunnar hafi aukist og tilvísanakerfi barna virðist skila árangri, en nú komi um 50% barna til sérfræðilækna með tilvísun frá heilsugæslu, en þá er þjónustan nær gjaldfrjáls. Þetta hlutfall var 20% skömmu eftir að tilvísanakerfið tók gildi.

Heilsugæslan virðist hafa styrkst sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu.
Heilsugæslan virðist hafa styrkst sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Graf/Sjúkratryggingar Íslands

„Ég tel að þetta kerfi hafi náð markmiðum sínum í meginatriðum, sem er að jafna aðgengi sjúklinga að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag. Það er auðvitað þannig að það er enn þá svo að fólk er að greiða úr eigin vasa, en þó stefni ég að því að í lok þessa kjörtímabils verðum við komin á par við Norðurlandaþjóðirnar að meðaltali, sem er rétt um 16%,“ segir Svandís í samtali við mbl.is eftir fundinn.

Hennar persónulega mat er að heilbrigðisþjónusta ætti að vera án endurgjalds, en hún segir það verðugt markmið að vera á pari við Norðurlöndin.

„Við erum með dýrara kerfi fyrir einstaklinga og fyrir fjölskyldur heldur en er á Norðurlöndunum og þarna þurfum við að gera betur og það verður gert,“ segir Svandís.

Mikill einstaklingskostnaður á bak og burt

Í breyttu greiðsluþátttökukerfi greiðir enginn einstaklingur meira en 70.366 kr. fyrir heilbrigðisþjónustu á ársgrundvelli, en breytingarnar hafa haft það í för með sér að þeir sem eru lítið að nota heilbrigðiskerfið greiða í mörgum tilvikum meira en þeir gerðu í eldra kerfi.

Árið 2016 voru það alls 15.524 almennir einstaklingar, 1.814 lífeyrisþegar og 20 börn sem greiddu meira en 70 þúsund krónur fyrir heilbrigðisþjónustu. Þar af greiddu 825 meira en 200 þúsund, 43 meira en 300 þúsund og 8 einstaklingar greiddu meira en 350 þúsund krónur. Þessi mikli kostnaður einstaklinga er á bak og burt með breyttu kerfi.

Óvænt aukin ásókn í sjúkraþjálfun

Eftir að breytt greiðsluþátttökukerfi tók gildi hóf ríkið að niðurgreiða sjúkraþjálfun meira en áður hafði verið gert og jukust útgjöld SÍ vegna sjúkraþjálfunar um rúma 2 milljarða á milli ára, eða um 83%.

Notendur greiða mun minna en áður og komum í sjúkraþjálfun fjölgaði um 17%, sem er meira en gert hafði verið ráð fyrir og þessi aukning þýðir það að útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar fara um 500 milljónir fram úr þeirri áætlun sem gerð var er nýja kerfið tók gildi.

Kostnaður SÍ vegna sjúkraþjálfunar eykst um 83% eftir breytingarnar.
Kostnaður SÍ vegna sjúkraþjálfunar eykst um 83% eftir breytingarnar. Graf/Sjúkratryggingar Íslands

Þá eru útgjöld umfram fjárheimildir vegna kostnaðar við þjónustu sérgreinalækna taldar nema um 200 milljónum til viðbótar og útgjöld umfram heimildir því í heild um 700 milljónir króna.

Mögulega uppsöfnuð þörf á sjúkraþjálfun

Heilbrigðisráðherra kynnti á fundinum að nauðsynlegt væri að endurskoða samninga vegna þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna með ábendingar Ríkisendurskoðunar í huga, en stofnunin benti á í skýrslu sinni um kaup SÍ á heilbrigðisþjónustu í febrúar að með einföldum verkgreiðslum sé áhætta af auknum kostnaði vegna meiri framleiðslu svo til öll á herðum ríkisins sem kaupanda þjónustunnar.

Svandís segir að hún hafi vitað að það væri framúrkeyrsla í þjálfuninni og að skoða þurfi hvernig brugðist verði við þessum útgjöldum umfram heimildir.

„En við verðum að vera meðvituð um það að eitt af því sem við erum að ræða hérna á Íslandi er mikil notkun á verkjalyfjum, svefnlyfjum og geðlyfjum og við höfum þá verið að tala um að það þyrfti að tryggja aðgengi að fjölbreyttari úrræðum. Við komumst ekkert hjá því að skoða það í samhengi, hvort þarna sé um að ræða að hluta til uppsafnaða þörf fyrir sjúkraþjálfun og þannig getum við komist hjá öðrum úrræðum, eins og verkjalyfjum, fyrir einhvern hóp,“ segir Svandís.

mbl.is

Innlent »

Eineltismenning jafnvel ríkt lengi

16:02 Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins í borgarstjórn telja að sterkar vísbendingar séu um að í Ráðhúsi Reykjavíkur ríki eineltismenning og að hún hafi jafnvel ríkt lengi. Þetta kemur fram í bókun þeirra frá fundi borgarráðs á fimmtudag. Meira »

Sigraði anorexíuna

13:55 Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »