Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

Sigrún fór með Hafrúnu, vinkonu sinni á Argentínuleikinn, en þær ...
Sigrún fór með Hafrúnu, vinkonu sinni á Argentínuleikinn, en þær lentu í miklu ævintýri á leiðinni út. Ljósmynd/Aðsend

„Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund, sem ákvað að kaupa miða á alla leiki Íslands í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi án þess að vita hvort einhver sem hún þekkti væri að fara. „Ég sótti um „follow your team“ miða fyrir fyrsta dráttinn, áður en kom í ljós í hvaða riðli við værum, og fékk alla miðana,“ útskýrir hún.

Það kom svo í ljós að vinkona hennar, Hafrún Kristjánsdóttir, átti miða á Argentínuleikinn og fóru þær því samferða út og voru saman tvo daga í Moskvu. Frá því á sunnudag hefur Sigrún hins vegar verið ein á báti, þó hún hafi vissulega verið í sambandi við aðra Íslendinga. Í gær fór hún til að mynda út að borða með 18 manna hópi sem samanstóð af Íslendingum úr öllum áttum. Síðustu tvo daga hefur hún nýtt í að skoða sig um í borginni og prufa ýmsa skemmtilega hluti, eins og að fara í klippingu á rússneskri hárgreiðslustofu þar sem enginn skildi ensku.

Sigrún var nýlent í Volgograd þegar blaðamaður náði tali af henni, en Íslendingar mæta þar Nígeríumönnum á föstudag. Hún gistir á hóteli í borginni eina nótt en á morgun koma vinir hennar til borgarinnar og þau verða saman í airbnb íbúð restina af ferðinni. Bæði í Volgograd og Rostov-on-don, þar sem Íslendingar spila á móti Króötum þriðjudaginn 26. júní.

Varð uppi fótur og fit á rakarastofunni

„Í gær voru svo margir Íslendingar farnir, það eru ekkert allir sem ætla að taka Volgograd líka og allur gangur á því hvenær fólk er að fara, þannig ég er svolítið búin að vera að ráfa um. Ég veit af fólki hér og þar, en er fyrst og fremst bara ein,“ segir Sigrún sem hefur þrátt fyrir það skemmt sér konunglega.

„Þegar ég var á gangi í gær þá kom upp að mér maður með „flyer“ fyrir rakarastofu. Ég hafði ekki komist í klippingu heima en fannst tilvalið að nýta tímann hér úti og fara í klippingu, maðurinn hló bara að mér. Ég fór inn á rakarastofuna þar sem varð uppi fótur og fit og þeir þverneituðu að klippa mig þar sem þetta væri nú rakarastofa. Ég fór því aftur út, en fannst þetta svo góð hugmynd þannig ég „gúgglaði“ næstu hárgreiðslustofu. Sá að það var ein sem fékk 4,3 stjörnur í fimm mínútna fjarlægð, þannig ég prófaði að labba inn,“ segir hún skellihlæjandi yfir uppátæki sínu.

Sigrún er ljómandi ánægð með nýju klippinguna.
Sigrún er ljómandi ánægð með nýju klippinguna. Ljósmynd/Aðsend

Starfsfólkið á hárgreiðslustofunni var alveg til í að klippa hárið á Sigrúnu en vandamálið var að það talaði enginn ensku. „Þeim fannst ég pínu skrýtin, en ég fékk að komast strax að og settist niður. Konan reyndi að spyrja mig að einhverju en við skildum ekki hvor aðra og enginn skildi mig. Svo kom þarna inn rússnesk amma með barnabarnið sitt, 8 ára stelpu, og hún kunni pínulítið í ensku. Þá kom í ljós að hún var að spyrja mig hve marga sentimetra ætti að klippa af hárinu. Ég sýndi henni það með puttunum, hún lét til skarar skríða og ég er líka svona ljómandi ánægð með þetta,“ segir Sigrún um útkomuna.

„Það eru allir svo vingjarnlegir hérna og allir að vilja gerðir að hjálpa manni. Ég er búin að tjá mig mikið með táknmáli og það hefur gengið fínt,“ bætir hún við.

Það er óhætt að segja að gistaðstaða hennar síðustu nætur hafi einnig verið ævintýraleg og eflaust ekki fyrir alla. „Ég fór og gisti á svokölluðu „capsule hostel“ þar sem maður sefur í svona hylki. Það var svolítið skrýtið. Ég fékk smá innilokunarkennd þegar ég fór að sofa, en ég lét mig hafa það. Hostelið var svo ofboðslega vel staðsett við skemmtilegustu göngugötuna í Moskvu.“

Vissu ekki hver gjaldmiðillinn var 

Það er ekki bara dvölin í Moskvu sem hefur verið ævintýraleg heldur var ferðalagið þangað ævintýri út af fyrir sig. Sigrún og Hafrún, vinkona hennar, flugu fyrst til Prag í Tékklandi þar sem þær gistu eina nótt og svo aðra nótt í Minsk í Hvíta-Rússlandi áður en þær héldu áfram til Moskvu.

„Minsk var algjört bíó. Þegar við lentum á flugvellinum þá áttuðum við okkur á því að við höfðum ekki hugmynd um hver gjaldmiðillinn væri. Það er víst sér hvítrússneskur gjaldmiðill,“ segir Sigrún hlæjandi, en þær vinkonur höfðu ekkert spáð í þessu.

„Þegar ég kveikti á símanum fékk ég sms-skilaboð frá Vodafone þar sem mér var tilkynnt að eitt megabæt af gögnum kostaði 2.100 krónur, þannig ég slökkti strax á öllu reiki. Við vorum því ekkert að fara að fletta upp hver gjaldmiðillinn og gengið væri. Það yrði bara að koma í ljós.“

Þær tóku leigubíl á hótelið og spurðu áður en lagt var að stað hvort bílstjórinn tæki ekki kort. Hann svaraði því játandi þannig þær héldu að þetta yrði lítið mál. Annað kom hins vegar á daginn.

„Þegar við komum á hótelið þá tók hann auðvitað ekki kort. Hann fór því með okkur inn á að skipta pening, en það var geðveikt mál. Það var þarna kona í skotheldu glerbúri og ég þurfti að rétta henni passann minn, en „fan id“ gilti sem visa, í gegnum stálbox sem hún lokaði. Þannig það var ekkert samband á milli. Leigubíllinn kostaði 100 þannig ég ákvað að taka út 500. Hélt að það væri nærri lagi. Við borguðum bílstjóranum og gáfum honum þjórfé upp á 20.“

Féflettar af ljúfum leigubílstjóra

Þegar þær voru búnar að tékka sig inn á hótelið og ganga frá dótinu sínu ákváðu þær að kíkja í miðbæinn og spurðu til vegar á hótelinu. Þar komust þær að því að þær voru í miðbænum, þó ekkert í umhverfinu bæri þess merki. Enginn miðbæjarbragur, göngugötur eða kaffihús. bara hraðbrautir.

„Þó að Minsk sé tveggja milljóna manna borg þá er enginn miðbær þar. Alveg stórfurðulegt. Það eru engin kaffihús eða pylsusalar en við fundum veitingastað og vissum þá enn ekki hvað gengið var. Ég pantaði mér stóra pizzu og tvo drykki og það kostaði 7. Ég hugsaði þá með mér hvað ég ætti að gera við þessar 380 sem eftir voru. Þessi ljúfi leigubílstjóri hafði auðvitað bara tekið okkur í rassgatið. Við komust að því því að við höfðum borgað um 6.000 kall fyrir leigubílinn en svo fórum við mjög fínt út að borða fyrir 350 krónur,“ segir hún hlæjandi. Sem betur fer var skaðinn ekki mikill þó leigubílstjórinn hefði ákveðið að féfletta ráðvillta ferðamenn.

Þrátt fyrir að Sigrún hafi verið ein á báti síðustu ...
Þrátt fyrir að Sigrún hafi verið ein á báti síðustu daga hefur hún verið í sambandi við Íslendinga og fór út að borða með stórum hópi í gær. Ljósmynd/Aðsend

Leið eins og við hefðum orðið heimsmeistarar

Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á leik Íslands og Argentínu á laugardag, segir Sigrún það hafa verið ólýsanlega upplifun að fylgjast með leiknum.

 „Í fyrsta lagi þá leið mér eins og við hefðum orðið heimsmeistarar, ekkert minna. Þegar Hannes varði þá vorum við bara að skora sigurmarkið á HM, það var bara þannig. Maður bara trylltist úr gleði og öll stúkan. Ég fór í Tólfupartýið um kvöldið þar sem við dönsuðum eins enginn væri morgundagurinn.“

Hún segist alltaf vekja mikla athygli hvar sem hún fer í íslenska búningnum. „Maður er alltaf stoppaður og allir rosalega ánægðir með Íslands. Rússar segjast allir halda með Íslandi og allir tala um leikinn. Það er ekkert smá mikill velvilji sem maður finnur gagnvart Íslandi. Það halda greinilega allir með okkur. Meira að segja Argentínumennirnir sem ég hef hitt hafa ekki geta sagt annað en þetta hafi verið góður leikur. Ég hef huggað þá með því að þetta sé góðs viti. Portúgalar gerðu jafntefli við okkur og urðu svo Evrópumeistarar,“ segir Sigrún kímin að lokum.

mbl.is

Innlent »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

Í gær, 21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Í gær, 20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í gær, 20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

Í gær, 19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

Í gær, 19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

Í gær, 18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

Í gær, 18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Í gær, 18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

Í gær, 18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

Í gær, 17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

Í gær, 17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

Í gær, 17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

Í gær, 16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

Í gær, 16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

Í gær, 16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 1500.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Sólbaðsstofa Súper sól
Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2, 109 Reykjavík. Nýir sól- og ko...