Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

Sigrún fór með Hafrúnu, vinkonu sinni á Argentínuleikinn, en þær ...
Sigrún fór með Hafrúnu, vinkonu sinni á Argentínuleikinn, en þær lentu í miklu ævintýri á leiðinni út. Ljósmynd/Aðsend

„Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund, sem ákvað að kaupa miða á alla leiki Íslands í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi án þess að vita hvort einhver sem hún þekkti væri að fara. „Ég sótti um „follow your team“ miða fyrir fyrsta dráttinn, áður en kom í ljós í hvaða riðli við værum, og fékk alla miðana,“ útskýrir hún.

Það kom svo í ljós að vinkona hennar, Hafrún Kristjánsdóttir, átti miða á Argentínuleikinn og fóru þær því samferða út og voru saman tvo daga í Moskvu. Frá því á sunnudag hefur Sigrún hins vegar verið ein á báti, þó hún hafi vissulega verið í sambandi við aðra Íslendinga. Í gær fór hún til að mynda út að borða með 18 manna hópi sem samanstóð af Íslendingum úr öllum áttum. Síðustu tvo daga hefur hún nýtt í að skoða sig um í borginni og prufa ýmsa skemmtilega hluti, eins og að fara í klippingu á rússneskri hárgreiðslustofu þar sem enginn skildi ensku.

Sigrún var nýlent í Volgograd þegar blaðamaður náði tali af henni, en Íslendingar mæta þar Nígeríumönnum á föstudag. Hún gistir á hóteli í borginni eina nótt en á morgun koma vinir hennar til borgarinnar og þau verða saman í airbnb íbúð restina af ferðinni. Bæði í Volgograd og Rostov-on-don, þar sem Íslendingar spila á móti Króötum þriðjudaginn 26. júní.

Varð uppi fótur og fit á rakarastofunni

„Í gær voru svo margir Íslendingar farnir, það eru ekkert allir sem ætla að taka Volgograd líka og allur gangur á því hvenær fólk er að fara, þannig ég er svolítið búin að vera að ráfa um. Ég veit af fólki hér og þar, en er fyrst og fremst bara ein,“ segir Sigrún sem hefur þrátt fyrir það skemmt sér konunglega.

„Þegar ég var á gangi í gær þá kom upp að mér maður með „flyer“ fyrir rakarastofu. Ég hafði ekki komist í klippingu heima en fannst tilvalið að nýta tímann hér úti og fara í klippingu, maðurinn hló bara að mér. Ég fór inn á rakarastofuna þar sem varð uppi fótur og fit og þeir þverneituðu að klippa mig þar sem þetta væri nú rakarastofa. Ég fór því aftur út, en fannst þetta svo góð hugmynd þannig ég „gúgglaði“ næstu hárgreiðslustofu. Sá að það var ein sem fékk 4,3 stjörnur í fimm mínútna fjarlægð, þannig ég prófaði að labba inn,“ segir hún skellihlæjandi yfir uppátæki sínu.

Sigrún er ljómandi ánægð með nýju klippinguna.
Sigrún er ljómandi ánægð með nýju klippinguna. Ljósmynd/Aðsend

Starfsfólkið á hárgreiðslustofunni var alveg til í að klippa hárið á Sigrúnu en vandamálið var að það talaði enginn ensku. „Þeim fannst ég pínu skrýtin, en ég fékk að komast strax að og settist niður. Konan reyndi að spyrja mig að einhverju en við skildum ekki hvor aðra og enginn skildi mig. Svo kom þarna inn rússnesk amma með barnabarnið sitt, 8 ára stelpu, og hún kunni pínulítið í ensku. Þá kom í ljós að hún var að spyrja mig hve marga sentimetra ætti að klippa af hárinu. Ég sýndi henni það með puttunum, hún lét til skarar skríða og ég er líka svona ljómandi ánægð með þetta,“ segir Sigrún um útkomuna.

„Það eru allir svo vingjarnlegir hérna og allir að vilja gerðir að hjálpa manni. Ég er búin að tjá mig mikið með táknmáli og það hefur gengið fínt,“ bætir hún við.

Það er óhætt að segja að gistaðstaða hennar síðustu nætur hafi einnig verið ævintýraleg og eflaust ekki fyrir alla. „Ég fór og gisti á svokölluðu „capsule hostel“ þar sem maður sefur í svona hylki. Það var svolítið skrýtið. Ég fékk smá innilokunarkennd þegar ég fór að sofa, en ég lét mig hafa það. Hostelið var svo ofboðslega vel staðsett við skemmtilegustu göngugötuna í Moskvu.“

Vissu ekki hver gjaldmiðillinn var 

Það er ekki bara dvölin í Moskvu sem hefur verið ævintýraleg heldur var ferðalagið þangað ævintýri út af fyrir sig. Sigrún og Hafrún, vinkona hennar, flugu fyrst til Prag í Tékklandi þar sem þær gistu eina nótt og svo aðra nótt í Minsk í Hvíta-Rússlandi áður en þær héldu áfram til Moskvu.

„Minsk var algjört bíó. Þegar við lentum á flugvellinum þá áttuðum við okkur á því að við höfðum ekki hugmynd um hver gjaldmiðillinn væri. Það er víst sér hvítrússneskur gjaldmiðill,“ segir Sigrún hlæjandi, en þær vinkonur höfðu ekkert spáð í þessu.

„Þegar ég kveikti á símanum fékk ég sms-skilaboð frá Vodafone þar sem mér var tilkynnt að eitt megabæt af gögnum kostaði 2.100 krónur, þannig ég slökkti strax á öllu reiki. Við vorum því ekkert að fara að fletta upp hver gjaldmiðillinn og gengið væri. Það yrði bara að koma í ljós.“

Þær tóku leigubíl á hótelið og spurðu áður en lagt var að stað hvort bílstjórinn tæki ekki kort. Hann svaraði því játandi þannig þær héldu að þetta yrði lítið mál. Annað kom hins vegar á daginn.

„Þegar við komum á hótelið þá tók hann auðvitað ekki kort. Hann fór því með okkur inn á að skipta pening, en það var geðveikt mál. Það var þarna kona í skotheldu glerbúri og ég þurfti að rétta henni passann minn, en „fan id“ gilti sem visa, í gegnum stálbox sem hún lokaði. Þannig það var ekkert samband á milli. Leigubíllinn kostaði 100 þannig ég ákvað að taka út 500. Hélt að það væri nærri lagi. Við borguðum bílstjóranum og gáfum honum þjórfé upp á 20.“

Féflettar af ljúfum leigubílstjóra

Þegar þær voru búnar að tékka sig inn á hótelið og ganga frá dótinu sínu ákváðu þær að kíkja í miðbæinn og spurðu til vegar á hótelinu. Þar komust þær að því að þær voru í miðbænum, þó ekkert í umhverfinu bæri þess merki. Enginn miðbæjarbragur, göngugötur eða kaffihús. bara hraðbrautir.

„Þó að Minsk sé tveggja milljóna manna borg þá er enginn miðbær þar. Alveg stórfurðulegt. Það eru engin kaffihús eða pylsusalar en við fundum veitingastað og vissum þá enn ekki hvað gengið var. Ég pantaði mér stóra pizzu og tvo drykki og það kostaði 7. Ég hugsaði þá með mér hvað ég ætti að gera við þessar 380 sem eftir voru. Þessi ljúfi leigubílstjóri hafði auðvitað bara tekið okkur í rassgatið. Við komust að því því að við höfðum borgað um 6.000 kall fyrir leigubílinn en svo fórum við mjög fínt út að borða fyrir 350 krónur,“ segir hún hlæjandi. Sem betur fer var skaðinn ekki mikill þó leigubílstjórinn hefði ákveðið að féfletta ráðvillta ferðamenn.

Þrátt fyrir að Sigrún hafi verið ein á báti síðustu ...
Þrátt fyrir að Sigrún hafi verið ein á báti síðustu daga hefur hún verið í sambandi við Íslendinga og fór út að borða með stórum hópi í gær. Ljósmynd/Aðsend

Leið eins og við hefðum orðið heimsmeistarar

Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á leik Íslands og Argentínu á laugardag, segir Sigrún það hafa verið ólýsanlega upplifun að fylgjast með leiknum.

 „Í fyrsta lagi þá leið mér eins og við hefðum orðið heimsmeistarar, ekkert minna. Þegar Hannes varði þá vorum við bara að skora sigurmarkið á HM, það var bara þannig. Maður bara trylltist úr gleði og öll stúkan. Ég fór í Tólfupartýið um kvöldið þar sem við dönsuðum eins enginn væri morgundagurinn.“

Hún segist alltaf vekja mikla athygli hvar sem hún fer í íslenska búningnum. „Maður er alltaf stoppaður og allir rosalega ánægðir með Íslands. Rússar segjast allir halda með Íslandi og allir tala um leikinn. Það er ekkert smá mikill velvilji sem maður finnur gagnvart Íslandi. Það halda greinilega allir með okkur. Meira að segja Argentínumennirnir sem ég hef hitt hafa ekki geta sagt annað en þetta hafi verið góður leikur. Ég hef huggað þá með því að þetta sé góðs viti. Portúgalar gerðu jafntefli við okkur og urðu svo Evrópumeistarar,“ segir Sigrún kímin að lokum.

mbl.is

Innlent »

Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

14:07 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa. Meira »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »

Rólegt en kólnandi veður um helgina

13:04 Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á sunnudag fer að hvessa og talsverð rigning verður á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, ásamt hvassviðri. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

13:01 Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.  Meira »

Vilja byggja þyrlupall á Heimaey

12:00 Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að „auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.“ Meira »

Ætlar að hitta Áslaugu Thelmu

11:45 Helga Jónsdóttir, sem kemur til starfa sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á mánudaginn, ætlar að hitta Áslaugu Thelmu Einarsdóttur í næstu viku. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við mbl.is. Meira »

Fréttir oftast sóttar á fréttavefi

11:41 Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem var framkvæmd 3. til 10. ágúst. Meira »

Leita að liðsafla í stærstu björgunarsveitina

11:25 Söfnunarþáttur fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg verður sýndur á Stöð 2 í opinni dagskrá annað kvöld, klukkan 19.25. Þar verður leitast við að tryggja félaginu sem flesta bakverði sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Meira »

Meintur svikahrappur í gæsluvarðhald

11:18 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni erlendan karlmann sem grunaður er um að hafa ferðast á flugmiða sem svikinn var út á stolið greiðslukort eða kortaupplýsingar. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. september. Meira »

Tímaþjófar í haldi

11:00 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag þrjá karlmenn vegna rannsóknar á máli er kom upp þegar úri að verðmæti 370 þúsund krónur var stolið úr úra- og skartgripaverslun í umdæminu. Meira »

Athugasemdir við hæfniskröfur

10:55 Stjórn Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) hefur sent skriflegar athugasemdir til stjórnar Veitna ofh. vegna auglýsingar um lausar stöður forstöðumanna hjá Veitum. VFÍ telur menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfanna ekki nægilega miklar og óskar eftir skýringum á því af hverju sérfræðiþekkingu og háskólamenntun á sviði verkfræði sé gert svo lágt undir höfði. Meira »

Ráðherra fékk leiðsögn frá lögreglu

10:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kom hjólandi á fund ríkisstjórnarinnar sem fram fór í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Tilefnið er evrópsk samgönguvika sem nú stendur yfir. Meira »

Ölvaður með sveppapoka í bílnum

10:36 Ökumaður sem lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu í gær vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna viðurkenndi að vera einnig ölvaður. Í hólfi undir farþegasæti í bifreið hans fannst poki með sveppum og viðurkenndi hann eign sína á þeim. Meira »

Krefst gagna frá Isavia

10:15 Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur óskað eftir því að Isavia láti nefndinni í té „trúnaðargögn“ um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hvers flugrekanda sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2017 vegna kæru vefmiðilsins Túrista til úrskurðarnefndarinnar. Meira »

Eldur í bíl við Helguvík

10:09 Eldur kom upp í kyrrstæðri og mannlausri bifreið í nágrenni Helguvíkur í gær. Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn en bifreiðin er gjörónýt. Bifreiðin hafði bilað og var því skilin eftir í vegkantinum. Meira »

Eldislax hefði náð að hrygna í haust

09:24 Eldislax sem veiddist í Eyjafjarðará í byrjun mánaðarins var að því kominn að hrygna og hefði líklega náð því í haust. Þetta kemur fram í máli Guðna Bergssonar, sviðsstjóra og sérfræðings ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Bein aðför að smábátaútgerð

08:48 Formenn þriggja svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda hafa harðlega gagnrýnt tillögur um að banna handfæraveiðar á tilteknum svæðum í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

Nýjar íbúðir kosta 51 milljón að meðaltali

08:36 Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga, samanborið við þrjú prósent árið 2010. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um markað með nýjar íbúðir. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...