Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

Sigrún fór með Hafrúnu, vinkonu sinni á Argentínuleikinn, en þær ...
Sigrún fór með Hafrúnu, vinkonu sinni á Argentínuleikinn, en þær lentu í miklu ævintýri á leiðinni út. Ljósmynd/Aðsend

„Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund, sem ákvað að kaupa miða á alla leiki Íslands í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi án þess að vita hvort einhver sem hún þekkti væri að fara. „Ég sótti um „follow your team“ miða fyrir fyrsta dráttinn, áður en kom í ljós í hvaða riðli við værum, og fékk alla miðana,“ útskýrir hún.

Það kom svo í ljós að vinkona hennar, Hafrún Kristjánsdóttir, átti miða á Argentínuleikinn og fóru þær því samferða út og voru saman tvo daga í Moskvu. Frá því á sunnudag hefur Sigrún hins vegar verið ein á báti, þó hún hafi vissulega verið í sambandi við aðra Íslendinga. Í gær fór hún til að mynda út að borða með 18 manna hópi sem samanstóð af Íslendingum úr öllum áttum. Síðustu tvo daga hefur hún nýtt í að skoða sig um í borginni og prufa ýmsa skemmtilega hluti, eins og að fara í klippingu á rússneskri hárgreiðslustofu þar sem enginn skildi ensku.

Sigrún var nýlent í Volgograd þegar blaðamaður náði tali af henni, en Íslendingar mæta þar Nígeríumönnum á föstudag. Hún gistir á hóteli í borginni eina nótt en á morgun koma vinir hennar til borgarinnar og þau verða saman í airbnb íbúð restina af ferðinni. Bæði í Volgograd og Rostov-on-don, þar sem Íslendingar spila á móti Króötum þriðjudaginn 26. júní.

Varð uppi fótur og fit á rakarastofunni

„Í gær voru svo margir Íslendingar farnir, það eru ekkert allir sem ætla að taka Volgograd líka og allur gangur á því hvenær fólk er að fara, þannig ég er svolítið búin að vera að ráfa um. Ég veit af fólki hér og þar, en er fyrst og fremst bara ein,“ segir Sigrún sem hefur þrátt fyrir það skemmt sér konunglega.

„Þegar ég var á gangi í gær þá kom upp að mér maður með „flyer“ fyrir rakarastofu. Ég hafði ekki komist í klippingu heima en fannst tilvalið að nýta tímann hér úti og fara í klippingu, maðurinn hló bara að mér. Ég fór inn á rakarastofuna þar sem varð uppi fótur og fit og þeir þverneituðu að klippa mig þar sem þetta væri nú rakarastofa. Ég fór því aftur út, en fannst þetta svo góð hugmynd þannig ég „gúgglaði“ næstu hárgreiðslustofu. Sá að það var ein sem fékk 4,3 stjörnur í fimm mínútna fjarlægð, þannig ég prófaði að labba inn,“ segir hún skellihlæjandi yfir uppátæki sínu.

Sigrún er ljómandi ánægð með nýju klippinguna.
Sigrún er ljómandi ánægð með nýju klippinguna. Ljósmynd/Aðsend

Starfsfólkið á hárgreiðslustofunni var alveg til í að klippa hárið á Sigrúnu en vandamálið var að það talaði enginn ensku. „Þeim fannst ég pínu skrýtin, en ég fékk að komast strax að og settist niður. Konan reyndi að spyrja mig að einhverju en við skildum ekki hvor aðra og enginn skildi mig. Svo kom þarna inn rússnesk amma með barnabarnið sitt, 8 ára stelpu, og hún kunni pínulítið í ensku. Þá kom í ljós að hún var að spyrja mig hve marga sentimetra ætti að klippa af hárinu. Ég sýndi henni það með puttunum, hún lét til skarar skríða og ég er líka svona ljómandi ánægð með þetta,“ segir Sigrún um útkomuna.

„Það eru allir svo vingjarnlegir hérna og allir að vilja gerðir að hjálpa manni. Ég er búin að tjá mig mikið með táknmáli og það hefur gengið fínt,“ bætir hún við.

Það er óhætt að segja að gistaðstaða hennar síðustu nætur hafi einnig verið ævintýraleg og eflaust ekki fyrir alla. „Ég fór og gisti á svokölluðu „capsule hostel“ þar sem maður sefur í svona hylki. Það var svolítið skrýtið. Ég fékk smá innilokunarkennd þegar ég fór að sofa, en ég lét mig hafa það. Hostelið var svo ofboðslega vel staðsett við skemmtilegustu göngugötuna í Moskvu.“

Vissu ekki hver gjaldmiðillinn var 

Það er ekki bara dvölin í Moskvu sem hefur verið ævintýraleg heldur var ferðalagið þangað ævintýri út af fyrir sig. Sigrún og Hafrún, vinkona hennar, flugu fyrst til Prag í Tékklandi þar sem þær gistu eina nótt og svo aðra nótt í Minsk í Hvíta-Rússlandi áður en þær héldu áfram til Moskvu.

„Minsk var algjört bíó. Þegar við lentum á flugvellinum þá áttuðum við okkur á því að við höfðum ekki hugmynd um hver gjaldmiðillinn væri. Það er víst sér hvítrússneskur gjaldmiðill,“ segir Sigrún hlæjandi, en þær vinkonur höfðu ekkert spáð í þessu.

„Þegar ég kveikti á símanum fékk ég sms-skilaboð frá Vodafone þar sem mér var tilkynnt að eitt megabæt af gögnum kostaði 2.100 krónur, þannig ég slökkti strax á öllu reiki. Við vorum því ekkert að fara að fletta upp hver gjaldmiðillinn og gengið væri. Það yrði bara að koma í ljós.“

Þær tóku leigubíl á hótelið og spurðu áður en lagt var að stað hvort bílstjórinn tæki ekki kort. Hann svaraði því játandi þannig þær héldu að þetta yrði lítið mál. Annað kom hins vegar á daginn.

„Þegar við komum á hótelið þá tók hann auðvitað ekki kort. Hann fór því með okkur inn á að skipta pening, en það var geðveikt mál. Það var þarna kona í skotheldu glerbúri og ég þurfti að rétta henni passann minn, en „fan id“ gilti sem visa, í gegnum stálbox sem hún lokaði. Þannig það var ekkert samband á milli. Leigubíllinn kostaði 100 þannig ég ákvað að taka út 500. Hélt að það væri nærri lagi. Við borguðum bílstjóranum og gáfum honum þjórfé upp á 20.“

Féflettar af ljúfum leigubílstjóra

Þegar þær voru búnar að tékka sig inn á hótelið og ganga frá dótinu sínu ákváðu þær að kíkja í miðbæinn og spurðu til vegar á hótelinu. Þar komust þær að því að þær voru í miðbænum, þó ekkert í umhverfinu bæri þess merki. Enginn miðbæjarbragur, göngugötur eða kaffihús. bara hraðbrautir.

„Þó að Minsk sé tveggja milljóna manna borg þá er enginn miðbær þar. Alveg stórfurðulegt. Það eru engin kaffihús eða pylsusalar en við fundum veitingastað og vissum þá enn ekki hvað gengið var. Ég pantaði mér stóra pizzu og tvo drykki og það kostaði 7. Ég hugsaði þá með mér hvað ég ætti að gera við þessar 380 sem eftir voru. Þessi ljúfi leigubílstjóri hafði auðvitað bara tekið okkur í rassgatið. Við komust að því því að við höfðum borgað um 6.000 kall fyrir leigubílinn en svo fórum við mjög fínt út að borða fyrir 350 krónur,“ segir hún hlæjandi. Sem betur fer var skaðinn ekki mikill þó leigubílstjórinn hefði ákveðið að féfletta ráðvillta ferðamenn.

Þrátt fyrir að Sigrún hafi verið ein á báti síðustu ...
Þrátt fyrir að Sigrún hafi verið ein á báti síðustu daga hefur hún verið í sambandi við Íslendinga og fór út að borða með stórum hópi í gær. Ljósmynd/Aðsend

Leið eins og við hefðum orðið heimsmeistarar

Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á leik Íslands og Argentínu á laugardag, segir Sigrún það hafa verið ólýsanlega upplifun að fylgjast með leiknum.

 „Í fyrsta lagi þá leið mér eins og við hefðum orðið heimsmeistarar, ekkert minna. Þegar Hannes varði þá vorum við bara að skora sigurmarkið á HM, það var bara þannig. Maður bara trylltist úr gleði og öll stúkan. Ég fór í Tólfupartýið um kvöldið þar sem við dönsuðum eins enginn væri morgundagurinn.“

Hún segist alltaf vekja mikla athygli hvar sem hún fer í íslenska búningnum. „Maður er alltaf stoppaður og allir rosalega ánægðir með Íslands. Rússar segjast allir halda með Íslandi og allir tala um leikinn. Það er ekkert smá mikill velvilji sem maður finnur gagnvart Íslandi. Það halda greinilega allir með okkur. Meira að segja Argentínumennirnir sem ég hef hitt hafa ekki geta sagt annað en þetta hafi verið góður leikur. Ég hef huggað þá með því að þetta sé góðs viti. Portúgalar gerðu jafntefli við okkur og urðu svo Evrópumeistarar,“ segir Sigrún kímin að lokum.

mbl.is

Innlent »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Í gær, 16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

Í gær, 14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

Í gær, 14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

Í gær, 13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

Í gær, 12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

Í gær, 12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

Í gær, 11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Húsbíll
Húsbill árg 90, einn með flest öllu sem til þarf, með sólarsellum sjónvarp V 1.6...