Ferðamaður gekk örna sinna rétt hjá salerni

Dóra Sigurðarsóttir, bóndi að Vatnsdalshólum.
Dóra Sigurðarsóttir, bóndi að Vatnsdalshólum.

Enn virðist vera algengt að ferðamenn gangi örna sinna á almannafæri. Dóra Sigurðardóttir, bóndi á Vatnsdalshólum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, kom að ferðamanni, konu, að ganga örna sinna á túni skammt frá bæ Dóru á dögunum.

„Þetta gekk það mikið fram af mér að ég keyrði að henni og talaði við hana. Ég sagði henni að mér þætti þetta ekki kurteisisleg framkoma við land mitt og fór svo.“ Dóra benti einnig konunni á að það væri salernisaðstaða 100 metrum frá, við Ólafslund. Konan brást ekki vel við, að sögn Dóru, og sagði henni að fara.

Hún segir þetta vera vandamál hjá sér og um land allt. Þá fylgi klósettferðum ferðamanna fjárhagslegt tjón. „Ef þeir gera þetta inni á túnunum þá getum við ekki slegið túnin vegna smithættu í fóður handa skepnunum. Heyið verður bara ónýtt.“ Dóra hefur áður orðið vitni að slíkum athöfnum, þrátt fyrir að salernisaðstaðan í Ólafslundi sé skammt frá hennar bæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: