HM eykur áhuga

Lionel Messi (að falla til jarðar) bíður lægri hlut í …
Lionel Messi (að falla til jarðar) bíður lægri hlut í einvígi um knöttinn við Gylfa Sigurðsson (10). AFP

Áhugi á Íslandi og íslenska landsliðinu í knattspyrnu hefur margfaldast eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu fór af stað.

Mikil umræða hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum auk þess sem greinum á erlendum miðlum hefur stórfjölgað, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um HM í Morgunblaðinu í dag.

„Það eru mjög margir að deila og skrifa efni í kringum landsliðið og þetta mót. Við höfum t.d. séð að um 3.000% fleiri eru að tala um landið á Facebook en síðustu helgi,“ segir Daði Guðjónsson, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, og bætir við að ef vel gangi á mótinu muni áhuginn aukast enn frekar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert